Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 58
16
„Okkur fannst vanta hollan skyndi-
bita á markaðinn,“ segir Valentína
Björnsdóttir aðspurð um stofnun
fyrirtækisins Móður Náttúru sem
selur holla og næringarríka græn-
metisrétti til matvöruverslana,
mötuneyta og skóla. Fyrirtækið á
sér engan líka og á þeim þremur
árum sem fyrirtækið hefur starf-
að hefur viðskiptavinum farið ört
fjölgandi og viðtökur verið góðar.
„Við framleiðum eingöngu græn-
metisrétti og höfum gæðin að að
leiðarljósi. Þótt þeir séu fjölda-
framleiddir, viljum við að hægt sé
að bjóða gestum heima fyrir upp
á þennan mat. Þar af leiðandi er
áhersla lögð á að maturinn sé hand-
gerður sem gefur honum persónu-
legan blæ og leggjum við okkur
fram við að handverkið haldist í
gegnum alla framleiðsluna,“ segir
Valentína.
Hversu stór er framleiðslan?
„Við segjum að þetta sé rúmlega
eldhúsútgerð og erum við sam-
tals tíu starfsmenn. Við erum með
svakalega gott starfsfólk sem okkur
þykir mjög vænt um og þegar við
segjumst leggja ást og umhyggju í
matargerðina þá meinum við það,“
segir Valentína.
Aðallega er notast við íslenskt
hráefni þó ekki sé það alltaf á boð-
stólnum. Baunirnar eru til dæmis
innfluttar, en valið er vandað og
eru þær að mestu lífrænt ræktaðar.
„Við reynum að nota eins vandað
hráefni og kostur er.“
Vinsælustu réttirnir eru græn-
metisbuff, en meðal nýjunga hjá
fyrirtækinu eru pottréttir þar sem
notast er við sérinnflutt lífrænt
sojakjöt og munu þeir fljótlega
koma á markað í pakkningum. Pott-
réttirnir hafa þó verið til sölu í heita
borðinu í Nóatúni og notið þar mik-
illa vinsælda.
Áður en Valentína stofnaði fyr-
irtækið með manni sínum starfaði
hún sem matráður á leikskóla og
hélt mörg matreiðslunámskeið og
Karl starfaði sem kokkur á Græn-
um kosti í tíu ár. Hún segir þau ekki
hafa séð eftir því að demba sér í
viðskiptalífið með þessum hætti og
séu þau hjónin góðir vinnufélagar.
„Ég er framkvæmdastjórinn og
sé um heildarreksturinn á meðan
hann stjórnar framleiðslunni, Svo
segjum við stundum að uppskrift-
irnar séu koddahjal,“ segir Valent-
ína og brosir.
Uppskriftirnar koddahjal
Valentína Björnsdóttir rekur fyrirtækið Móðir Náttúra með eiginmanni sínum Karli
Eiríkssyni. Þau sérhæfa sig í gerð næringarríkra, ljúffengra og hollra grænmetisrétta.
{ Íslenskur iðnaður }