Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 58

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 58
16 „Okkur fannst vanta hollan skyndi- bita á markaðinn,“ segir Valentína Björnsdóttir aðspurð um stofnun fyrirtækisins Móður Náttúru sem selur holla og næringarríka græn- metisrétti til matvöruverslana, mötuneyta og skóla. Fyrirtækið á sér engan líka og á þeim þremur árum sem fyrirtækið hefur starf- að hefur viðskiptavinum farið ört fjölgandi og viðtökur verið góðar. „Við framleiðum eingöngu græn- metisrétti og höfum gæðin að að leiðarljósi. Þótt þeir séu fjölda- framleiddir, viljum við að hægt sé að bjóða gestum heima fyrir upp á þennan mat. Þar af leiðandi er áhersla lögð á að maturinn sé hand- gerður sem gefur honum persónu- legan blæ og leggjum við okkur fram við að handverkið haldist í gegnum alla framleiðsluna,“ segir Valentína. Hversu stór er framleiðslan? „Við segjum að þetta sé rúmlega eldhúsútgerð og erum við sam- tals tíu starfsmenn. Við erum með svakalega gott starfsfólk sem okkur þykir mjög vænt um og þegar við segjumst leggja ást og umhyggju í matargerðina þá meinum við það,“ segir Valentína. Aðallega er notast við íslenskt hráefni þó ekki sé það alltaf á boð- stólnum. Baunirnar eru til dæmis innfluttar, en valið er vandað og eru þær að mestu lífrænt ræktaðar. „Við reynum að nota eins vandað hráefni og kostur er.“ Vinsælustu réttirnir eru græn- metisbuff, en meðal nýjunga hjá fyrirtækinu eru pottréttir þar sem notast er við sérinnflutt lífrænt sojakjöt og munu þeir fljótlega koma á markað í pakkningum. Pott- réttirnir hafa þó verið til sölu í heita borðinu í Nóatúni og notið þar mik- illa vinsælda. Áður en Valentína stofnaði fyr- irtækið með manni sínum starfaði hún sem matráður á leikskóla og hélt mörg matreiðslunámskeið og Karl starfaði sem kokkur á Græn- um kosti í tíu ár. Hún segir þau ekki hafa séð eftir því að demba sér í viðskiptalífið með þessum hætti og séu þau hjónin góðir vinnufélagar. „Ég er framkvæmdastjórinn og sé um heildarreksturinn á meðan hann stjórnar framleiðslunni, Svo segjum við stundum að uppskrift- irnar séu koddahjal,“ segir Valent- ína og brosir. Uppskriftirnar koddahjal Valentína Björnsdóttir rekur fyrirtækið Móðir Náttúra með eiginmanni sínum Karli Eiríkssyni. Þau sérhæfa sig í gerð næringarríkra, ljúffengra og hollra grænmetisrétta. { Íslenskur iðnaður }
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.