Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 64

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 64
MARKAÐURINN Sögurnar... tölurnar... fólkið... 15. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR12 S K O Ð U N Michael Leiter og Christina Maslach, prófessorar og sér- fræðingar á sviði vinnuskipulags og sálfræði hafa í áratug rann- sakað starfsþrot og vandamál á vinnustöðum. Mörg fyrirtæki hafa litla þolinmæði gagnvart starfsmönnum sem finna fyrir starfsþroti og tilhneiging er til að gera vandamálið persónulegt frekar en tengt menningu fyrir- tækis. Þá eru starfsmenn sendir í námskeið í jóga, tímastjórnun eða sjálfsstyrkingu. Slík svör til einstaklinga segja Leiter og Maslach ekki vera rétt og skoða þurfi málið í stærra samhengi. Því stærra sem mis- ræmi er á milli einstaklings og vinnu hans, því meiri líkur eru á að hann finni fyrir starfsþroti. Sex meginþættir ráða ferðinni í því misræmi og mikilvægt er að skoða; vinnuálag, ábyrgð, umbun, félagsanda, sanngirni og siðferðisleg gildi innan fyr- irtækis. Of mikið vinnuálag er algengt og slítandi en of lítið álag er líka slæmt. Margt starfsfólk er undir annars konar álagi sem tengist því að sýna tilfinningar sem þeir bera ekki endilega, s.s. sölumenn og fólk við aðhlynningu. Misræmi getur skapast þegar starfsmenn hafa ekki nógu mikið vald til að sinna starfi sínu eða að ábyrgðin er öll á einni hendi. Misræmi verður líka þegar skortir umbun, hvort sem um er að ræða ónóg laun fyrir unna vinnu eða starfið er ekki metið af öðru fólki á vinnustað. Starfsfólk þrífst best í aðstæð- um þar sem er að finna stuðning, gleði og góðan félagsanda. Þegar það skortir verður til misræmi sem er algengt í fyrirtækjum sem einangra starfsmenn hvern frá öðrum og koma í veg fyrir að þeir geti talað saman. Sanngirni á vinnustað er mikilvæg og algengt er að skapist óánægja ef starfsmaður upplifir að misræmi er á milli starfsmanna varðandi kaup og stöðuhækkanir. Þá getur misræmi á gildum starfsmanns og fyrirtækis haft mikil áhrif s.s. ef vinnan felur í sér hegðun eða verkefni sem starfsmaður telur vera ólíkt sínum gildum, s.s. að þurfa að blekkja eða ljúga til að koma samning eða sölu í framkvæmd. Þessa þætti þykir Maslach og Leiter verðugt að skoða áður en starfs- menn eru send- ir í námskeið vegna einkenna um starfsþrot. Sif Sigfúsdóttir MA í mannauðs- stjórnun. Starfsþrot - vandi starfsmanna eða fyrirtækis? S T A R F S M A N N A M Á L Umræða um sóknarfæri Íslands á sviði fjármálaþjónustu hefur farið vaxandi á undanförnum misserum. Áhugaverðar hug- myndir þess efnis voru viðraðar í nýútgefnu riti nefndar forsæt- isráðuneytisins, sem var kynnt í Þjóðleikhúsinu á föstudag. Stundum vill loða við hug- myndavinnu sem þessa, að hún fari einungis fram innan þröngs hóps og kynningu henn- ar sé beint til markhóps sem er þegar sannfærður um ágæti málefnisins. Þetta eru engu að síður markmið og framtíðarsýn sem koma samfélaginu í heild til góða. Því er mikilvægt að fram fari virk og opin umræða um málefnið. Hugmyndir um Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála eru ekki einungis hagsmunamál örfárra aðila heldur samfélags- ins í heild. ELDMÓÐUR OG METNAÐUR Viðskiptaráð hefur ávallt verið hlynnt uppbyggingu alþjóð- legrar fjármálastarfsemi hér- lendis og tekið forystuhlutverk í þeirri umræðu. Í tilefni af Viðskiptaþingi árið 2005 gaf ráðið út skýrslu þar sem kynntar voru hugmyndir um flata og ein- falda skattlagningu til að bæta samkeppnisstöðu landsins. Í skýrslunni er gefin glögg mynd af þeim ávinningi sem slíkar breytingar gætu haft í för með sér. Meðal þess sem var lögð rík áhersla á er að sníða ýmsa ann- marka af skattalögum sem varða fyrirkomulag gagnvart erlend- um aðilum. Þar væri um mikla framför að ræða með litlum til- kostnaði. Helsti Akkilesarhæll framrásar undanfarinna ára hefur verið ójafnvægi í inn- og útstreymi fjárfestinga, en þar ræður há endanleg raunskatt- byrði á Íslandi miklu. Framfarir á því sviði hafa því mikið að segja um samkeppnisstöðu okkar til lengri tíma. Ísland hefur upp á margt að bjóða. Við erum ung og nýj- ungagjörn þjóð, full af eldmóði og metnaði. Efnahagur landsins hefur styrkst til muna á síðustu árum og má þar ekki síst þakka örri framþróun innan fjármála- geira landsins. Vinnumarkaður og stjórnsýsla einkennist af sveigjanleika og skilvirkni auk þess sem við höfum vel menntað fólk. Þetta eru allt þættir sem kæmu tvímælalaust til með að styrkjast sé unnið markvisst að áðurnefndri framtíðarsýn. Ef hugmyndin er að skapa komandi kynslóðum frjósaman farveg er um afar gjöfulan áburð að ræða. MARKVISS FRAMTÍÐARSÝN Eitt af best þekktu spakmælum hagfræðinnar segir að ókeypis málsverður sé í raun ekki til. Uppbygging og sókn í átt að alþjóðlegum fjármálamörkuðum er líklega það sem kemst næst því að vera undantekning á þeirri reglu. Kostnaður við breytingar til að gera Ísland að ákjósanlegri höfn alþjóðlegra höfuðstöðva er hverfandi, en ávinningur- inn gríðarlegur. Örlítil sneið af alþjóðlegum fjármálamörkuðum væri á við brúðkaupstertu sold- ánsins af Brúnei fyrir lítið land eins og Ísland. Hér erum við ekki að tala um ábata fyrir lít- inn hóp manna, heldur landið í heild. Skatttekjurnar væri hægt að nota til ýmissa þarfra verka, svo sem lægri skattaálagna á almenning, uppbyggingar bestu skóla í heimi og reksturs velferð- arkerfis sem skarar fram úr. Hagsmunir eru ekki eingöngu bundnir við vöxt á skattstofnum því afleidd áhrif af umræddri framþróun væru fjölþætt. Aukin fjölbreytni í atvinnuvegum og vaxandi þörf á menntun krefur stjórnvöld um hugarfarsbreyt- ingu í þeim efnum. Aukinn hvati til framfara á sviði menntunar skapar grundvöll fyrir jákvæða og hraða þróun á því sviði, sem kæmi framtíðarkynslóðum afar vel. Að sama skapi skilar hag- vöxtur og kaupmáttaraukning sér til allra, eins og við höfum fengið að kynnast á síðastliðnum áratug. Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld og atvinnulífið í heild til að skapa sér markvissa framtíðarsýn þar sem hagsmunir heildarinnar eru hafðir að leiðarljósi. Uppbygging alþjóðlegrar fjármálastarfsemi fellur tvímælalaust undir slíka sýn. Það er von mín að okkur beri gæfa til að ræða þessar hug- myndir án fordóma, með það að leiðarljósi að Ísland standi áfram í fremstu röð. Allir njóta ávaxtarins Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. O R Ð Í B E L G Í erlendri umfjöllun undanfarinna missera er leiðarstefið risa- stórt spurningarmerki um hvaðan peningarnir hafi komið. Þeir sem ekki hafa fylgst með framgangi íslenskra fjárfesta eiga bágt með að skilja stærðirnar. Í Markaðnum í dag er farið yfir eina slíka sögu. Kaup Baugs og annarra fjárfesta á Big Food Group. Fjárfestingin var risastór og áhættusöm. Verkefnið var ögrandi og Baugur sem leiddi verkefn- ið lagði allt undir. Í viðtalinu viðurkenna forsvarsmenn félagsins að fyrirtækið hefði líklega ekki þolað það ef illa færi. Staðan er önnur nú og dreifing eigna og áhættu meiri en nokkru sinni, svo ekki sé talað um fjárhagslegan styrk. Þetta er á margan hátt lýsandi fyrir áhættusækni sem skilað hefur gríðar- legum hagnaði. Án áhættu er enginn ávinningur og mikilvægt að gera grein- armun á þeim sem eru djarfir og taka útreiknaða áhættu í rekstri sem þeir gjörþekkja og hinna sem gera sig seka um tilviljanakennda fífldirfsku. Reglan er venjulega sú að menn verða áhættufælnari eftir því sem lengra líður á ferilinn. Í upphafi er allt lagt undir, enda litlu að tapa, en þegar lengra líður fram þá er meira í húfi. Þróunin hefur líka verið í þessa átt. Stærstu fjárfestarnir eru orðnir vel eignadreifðir og áhætta íslenskra fjárfesta vel dreifð milli hagkerfa og atvinnugreina. Tíminn hefur verið vel nýttur. Á það hefur margoft verið bent að þótt illa kunni að fara í einhverjum verkefna, þá er ferðalagið sem íslenskt athafnafólk hefur lagt í gríðarlega mik- ilvægt fyrir samfélagið. Kaupin á Big Food eru gott dæmi. Þar var ráðist í gríðarstórt verkefni þar sem verulegrar hagræðingar og skerpingar á áherslum var þörf. Slík vinna er afar krefjandi og erfið og tekist hefur að snúa rekstri félaganna innan samstæð- unnar til betri vegar á skömmum tíma. Ef heldur fram sem horfir þá mun þessi fjárfesting skila miklu. Sama gildir um Sterling ef það flugfélag heldur áfram á þeirri braut sem stefnir í. Slíkt gildir líka um Bakkavör sem hefur skilað hluthöfum sínum miklum hagnaði af djarfri og skuldsettri yfirtöku á Geest. Ex nihili nihil, úr engu ekkert, er gamalt spakmæli sem gildir ekki síst um árangur í viðskiptum. Á bak við útrásarárangurinn er nefnilega gríðarleg vinna, áræði, vilji og metnaður, auk þess sem menn eru jafnvel tilbúnir að leggja allan árangur sinn undir þegar verkefnin eru ögrandi og spennandi. Án þessa gerist ekk- ert. Peningarnir í íslensku útrásinni koma úr vel heppnuð- um verkefnum: Vilji til að taka skynsamlega áhættu Hafliði Helgason Í erlendri umfjöllun undanfarinna miss- era er leiðarstefið risastórt spurning- armerki um hvaðan peningarnir hafi komið. Þeir sem ekki hafa fylgst með framgangi íslenskra fjárfesta eiga bágt með að skilja stærðirnar. Í Markaðnum í dag er farið yfir eina slíka sögu. Kaup Baugs og annarra fjárfesta á Big Food Group ... Í viðtalinu viðurkenna for- svarsmenn félags- ins að fyrirtækið hefði líklega ekki þolað það ef illa færi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.