Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 83
[Hlutabréf]
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar
nam 87 milljónum króna á fyrstu
níu mánuðum ársins. Á sama tíma
í fyrra nam hagnaðurinn 480 millj-
ónum króna. Þetta jafngildir 82
prósenta samdætti á milli ára.
Hagnaðurinn á þriðja ársfjórð-
ungi nam 455 milljónum króna
sem er 40 milljónum meira en
greiningardeild Kaupþings gerði
ráð fyrir. Deildin segir uppgjör
félagsins á þriðja ársfjórðungi
mjög gott og langt yfir vænting-
um. Þá nam velta Vinnslustöðvar-
innar á þriðja ársfjórðungi rúmum
1,1 milljarði króna.
Framlegð (hagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði) var sú
hæsta í fimm ár en hún nam
tæpum 1,2 milljörðum og jókst um
66,6 prósent. Framlegðin á þriðja
ársfjórðungi nam svo 266 milljón-
um samanborið við spá Kaupþings
um 134 milljónir króna.
Vinnslustöðin
úr tapi í hagnað
Greiningardeild Glitnis hefur upp-
fært verðmat sitt á Marel. Hefur
verðmatsgengi verið lækkað úr 79
krónum í 75 krónur á hlut og er
virði fyrirtækisins nú metið á 27,4
milljarða króna. Nýja verðmats-
gengið er 5,1 prósenti undir gengi
á markaði og 1,4 prósentum yfir
útboðsgengi í hlutafjárútboði
félagsins í september. Ráðleggur
greiningardeildin hluthöfum að
halda bréfum sínum horft til
lengri tíma.
Markgengi félagsins, það er
spá um hvar gengi bréfa í félaginu
muni standa eftir sex mánuði, er
80 krónur á hlut. Til samanburðar
var markgengi við síðasta verð-
mat, sem gert var í september, 84
krónur á hlut.
Ástæður þess að verðmatið er
lækkað eru meðal annars þær að
afkoma þriðja ársfjórðungs var
undir væntingum greiningardeild-
arinnar. Að auki hefur komið fram
áætlun frá Marel um samþætting-
arkostnað vegna kaupanna á AEW
Delford og Scanvægt og var kostn-
aðurinn nokkuð hærri en gert
hafði verið ráð fyrir.
Verðmat á
Marel lækkað
Glitnir hefur gefið út í Bandaríkj-
unum skuldabréf fyrir 500 millj-
ónir bandaríkjadala eða sem
nemur 33,5 milljörðum
íslenskra króna. Útgáfan fór
fram síðasta föstudag, en
skuldabréfin eru á gjalddaga
í janúar árið 2011. Kjör bréf-
anna eru 44 punktum yfir
bandarískum millibankavöxt-
um (LIBOR).
Um er að ræða fyrstu opin-
beru skuldabréfaútgáfu bank-
ans síðan í febrúar þar sem ekki
er um að ræða víkjandi útgáfu.
„Á þessu ári hefur Glitnir gefið
út tvær opinberar víkjandi útgáf-
ur til styrkingar á eiginfjárstöðu
bankans en meirihluti annarrar
fjármögnunar hefur verið í formi
einkaútgáfna. Í lok ágúst til-
kynnti Glitnir
að
bankinn
hefði tryggt endurfjár-
mögnun fyrir árið 2007. Mikill
áhugi hefur verið undanfarið
meðal bandarískra fagfjárfesta á
skuldabréfum bankans og
mun útgáfan nú styðja við
frekari vöxt bankans á
næsta ári sem og að við-
halda sterkri lausafjár-
stöðu hans,“ segir í til-
kynningu bankans.
Útgáfan nú er jafn-
framt fyrsta skulda-
bréfaútgáfa Glitnis
undir nýjum MTN
rammasamningi bank-
ans um skuldabréfaút-
gáfu í Bandaríkjunum.
JP Morgan Securities hafði
umsjón með gerð rammasamn-
ingsins fyrir Glitni, en umsjón
með útgáfunni nú höfðu ásamt JP
Morgan, Merrill Lynch og
Wachovia Capital Markets.
Glitnir sækir 500 milljónir dala
Engar hömlur á verslun
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Að gefnu tilefni skal það tekið fram og ítrekað að þrátt fyrir nýjar öryggisreglur
geta farþegar eftir sem áður keypt allan vökva, krem og aðrar snyrtivörur
á frísvæði Flugstöðvarinnar hvort heldur sem þeir eru að fara af landi brott eða
koma til Íslands.
Allar upplýsingar um verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nýjar öryggisreglur er
að finna á heimasíðu Flugstöðvarinnar www.airport.is