Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 84
Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Það sést varla orðið í bækurnar í auglýsingum fyrir endalausum vísunum í sölutölur: Hæstur hér og söluhæstur og þarna … Jú, kannski er þessi metsölupæl- ing komin út í öfgar.“ Keisara Brasilíu steypt af stóli AFMÆLI Í tilefni af því að á morgun er öld liðin frá fæðingu Einars Sveinssonar, arki- tekts og húsameistara Reykjavíkur, mun Pétur H. Ármannsson arkitekt flytja erindi um ævistarf Einars í Listasafni Reykjavíkur. „Ævistarf Ein- ars er mjög merkt og reyndar afar sýnilegt í borgarmynd Reykjavíkur, ef maður veit af því,“ sagði Pétur. „Einar var í raun opinber arkitekt borgarinn- ar frá 1934 til dánardags. Á því tíma- bili teiknaði hann flest allar byggingar sem Reykjavíkurborg byggði,“ sagði Pétur, en á meðal verka Einars eru Melaskóli, Laugarnesskóli, Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, Borgarspít- alinn og Sundlaugarnar í Laugardal. „Þetta eru byggingar sem eru sér- kennandi fyrir Reykjavík,“ sagði Pétur. Frá 1934–1949 voru skipulagsmál borgarinnar líka í höndum Einars. „Skipulagsdeildin var stofnuð vegna þess að Einar hafði svo mikið að gera í öðru,“ útskýrði Pétur. Á þessum árum spruttu mörg vinsælustu hverfi höfuð- borgarinnar upp. „Einar skipulagði Norðurmýrina, Melahverfið, Hlíðarn- ar, Laugarnes og Vogahverfið. Þessi hverfi hafa ákveðin sérkenni og Einar átti stóran þátt í að móta byggingarstíl á þessum tíma.“ „Mér finnst Melaskólinn eitt hans allra skemmtilegasta verk,“ sagði Pétur. „Einar var mjög góður tækni- maður og vel menntaður í bygginga- tækni og burðarþolsfræði. Hann fór yfir burðarþolsútreikninga verkfræð- inganna og gerði athugasemdir, en það eru ekki margir arkitektar sem geta gert það í dag,“ sagði Pétur. Hann telur þessa kunnáttu hafa gert Einari kleift að vinna með flóknari, óhefðbundin form. „Melaskóli er ekki kassalaga bygging, heldur sveigð, sem gerir hana miklu erfiðari í byggingu,“ sagði Pétur, sem segir Einar einnig hafa verið sérstaklega vandvirkan. „Hann var óskaplega nákvæmur í efnisvali og gerði miklar kröfur til iðnaðar- manna. Enda hafa byggingar hans enst ótrúlega vel. Hann sýnir fram á að það borgar sig að vanda vel til bygginga í upphafi,“ sagði Pétur. Pétur flytur erindi sitt klukkan átta annað kvöld. „Mér finnst full ástæða til að rifja ævistarf Einars upp. Ég held að fáir átti sig á því hvað einn ein- staklingur, sem er tiltölulega lítið þekktur, mótaði mikinn hluta af borg- inni og því umhverfi sem við þekkj- um,“ sagði Pétur. Okkar ástkæri, Þórður Sigurðsson frá Akranesi, Blikahólum 12, Reykjavík, sem lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn 6. nóv- ember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, miðvikudaginn 15. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín H. Kristjánsdóttir Þóra Ólafsdóttir Aad Groeneweg Jón Pétur Jóelsson Ólafur Þór Jóelsson Lára Óskarsdóttir , Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hildigunnur Sveinsdóttir Miðleiti 5, Reykjavík lést á Landspítalanum í Fossvogi, aðfaranótt föstudags- ins 10. nóvember. Útför verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 13.00. Eygló Guðmundsdóttir Pálmi Ragnar Pálmason Björk Guðmundsdóttir Birgir Páll Jónsson Sveinn Guðmundsson Margrét Þórmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útför elskulegrar eiginkonu minnar, Marólínu Arnheiðar Magnúsdóttur (Möllu) fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. nóvem- ber kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bogi Sigurðsson. Ástkær faðir, tengdafaðir og afi okkar, Stefán Hannesson Hagamel 24, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 7. nóvember verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtu- daginn 16. nóvember kl. 15.00. Hildigunnur Friðjónsdóttir Guðlaugur Sigmundsson Ólöf Stefánsdóttir Axel Guðbjörnsson Jón Kristján Stefánsson Ása Björk Matthíasdóttir Árni Guðlaugsson Guðni Hrafn Guðlaugsson María Kristinsdóttir Bryndís Dagmar Jónsdóttir Ásdís Elín Jónsdóttir Stefán Matthías Jónsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Ástkær faðir okkar, sambýlismaður, sonur, bróðir og frændi, Egill Sigurður Þorkelsson sem lést fimmtudaginn 9. nóvember verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Samtök sykur- sjúkra. Elinóra Inga Egilsdóttir Pétur Laxdal Egilsson Kristín Björg Pétursdóttir Þorkell Snævar Árnason Rakel Egilsdóttir Georg Þorkelsson Elísabet I. Einarsdóttir Árni Þorkelsson Sigðurður Þorkelsson Auður Rakel Georgsdóttir Einar Þorri Georgsson Agnes Rut Georgsdóttir og aðrir vandamenn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.