Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 87

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 87
George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, gaf út yfirlýsingu eftir að fréttamaðurinn Ed Bradley dó þar sem hann heiðraði hann með því að segja hann „einn færasta blaða- mann okkar tíma“. Bradley lést á fimmtudag eftir harða baráttu við hvítblæði. Fleiri þekkt nöfn hafa tjáð sig um dauða Bradley, þar á meðal Walter Cronkite, fyrrum frétta- maður CBS. „Bradley var grimmur í viðtölum og lagði hart að sér til að fá viðtöl,“ sagði hann. „Um leið og viðtalinu var lokið, eftir að viðmæl- andinn hafði fengið mikla útreið hjá honum, skildu þeir sem vinir. Hann var þannig náungi.“ Bradley, sem var mikill djass- áhugamaður, gekk árið 1971 til liðs við CBS-sjónvarpsstöðina og tíu árum síðar komst hann inn í 60 mín- útur, þar sem hann átti eftir að hafa mikil áhrif. Bradley heiðraður Uppselt er á tónleika til minningar um John Lennon sem verða haldn- ir í Háskólabíói hinn 1. desember. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda tvenna tón- leika til viðbótar dagana 2. og 3. desember. Að sögn Sigurðar Kaiser, skipu- leggjanda tónleikanna, kom eftir- spurnin skemmtilega á óvart. Bætti hann því við að allir tónlistarmenn- irnir hefðu verið tilbúnir í að spila aftur og því hafi eftirleikurinn verið auðveldur. Á tónleikunum verða flutt lög eftir Lennon sem hafa verið sér- staklega útsett fyrir sinfóníuhljóm- sveit og rokkhljómsveit af þessu tilefni. Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð 6.500 krónur. Bætt við tónleikum Tónlistarkonan Ragnheiður Grön- dal hefur gefið út sína fjórðu sóló- plötu, sem nefnist Þjóðlög. Platan hefur að geyma íslensk þjóðlög í hennar eigin útsetningum. Við þær naut hún einnig aðstoðar þeirra Hauks Gröndal og Huga Guðmundssonar. „Hugmyndin um að gera plötu með íslenskum þjóðlögum fæddist þegar við systkinin vorum að túra í Norður-Noregi. Þar vorum við að gera tilraunir með þessi lög og það var svo gaman að við ákváðum að gera plötu og taka hana upp í Búlg- aríu,“ segir Ragnheiður, sem stundar tónlistarnám í New York um þessar mundir. „Ferlið var mjög strembið en ævintýralegt og við komum víða við, m.a. í Búlgar- íu, Noregi og Kaupmannahöfn. Við vorum með mjög ákveðnar hug- myndir um hverju við vildum ná fram og það getur oft verið erfitt. Það fólk sem við fengum til að spila á plötunni býr allt yfir mjög miklu næmi fyrir músík og fyrir okkur var það eina leiðin til þess að platan myndi gera sig því þessi gömlu þjóðlög eru svo viðkvæm,“ segir hún. Á meðal laga á plötunni eru Sofðu unga ástin mín, Vísur Vatns- enda- Rósu og Allt eins og blómstr- ið eina, í fallegum útgáfum. Þjóð- lög er önnur plata Ragnheiðar hjá 12 tónum en á undan kom After The Rain sem fékk mjög góðar viðtökur í fyrra með lögum og textum eftir Ragnheiði. Ævintýralegt ferli hjá Ragnheiði Gröndal Breski tónlistarmaðurinn Robbie Williams hefur gefið út DVD- mynddiskinn And Through It All sem hefur að geyma tónleikaupp- tökur frá árunum 1997 til 2006. Á disknum, sem er tvöfaldur, eru m.a. upptökur frá fyrstu tón- leikum hans í París, frá Live 8 og frá síðustu tónleikaferð hans, Close Encounters, sem vakti mikla hrifningu. Yfir fimmtíu lög eru á disknum sem spanna allan feril Robbie, þar á meðal Feel, Angels, No Regrets, Let Me Entertain You, Come Undone og nýjasta smá- skífulagið Rudebox. Er það ein- mitt að finna á samnefndri plötu hans sem kom út í síðasta mánuði. Robbie á tónleikum Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus. Spurðu um KÓPAL. Linda Þorvaldsdóttir málari: „Einfaldlega besta málningin sem ég hef notað.“ Ýrist lítið Að ýrast = að slettast úr rúllunni. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík Núpur byggingarvöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík KÓPAL Glitra ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M A L 34 75 3 1 0/ 20 06
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.