Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 88

Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 88
! Í dag kemur út rit Halldórs Guðmundssonar bók- menntafræðings, Skáldalíf – ofvitinn í Suðursveit og skáldið á Skriðuklaustri, um þá Gunnar Gunnars- son og Þórberg Þórðarson. Rannsóknarverk Halldórs er um fimm hundruð síður, ríkulega myndskreytt með skrám mynda, heimilda og nafnaskrá. Í ritinu fjallar Halldór um þessa tvo jöfra íslenskrar sagnaritunar á síðustu öld og gerir upp hlut þeirra, æviferils þeirra í skáld- skapnum og hvernig báðir læstust inni í stjórnmálaátökum sinnar aldar. Skammt er síðan Halldór sendi frá sér viðamikið rit um Halldór Laxness, rétt eins Hannes Hólm- steinn Gissurarson. Hlaut hann Bókmenntaverðlaun fyrir í flokki fræða. Það var við vinnslu þess verks sem hugmyndin um tveggja- stjörnu rit um þá Þórberg og Gunnar kviknaði. Formið kom mörgum spánskt fyrir sjónir en Halldór sækir það í ævaforn rit Plútarks sem setti saman slík rit um samanburð eða hliðstæður mikilmenna úr grískri og róm- verskri sögu. Halldór fer ekki launkofa með að hann stendur í rannsóknum sínum á herðum fyrri manna sem unnið hafa úttektir á ferli þeirra Gunnars og Þórbergs: Sveinn Skorri Höskuldsson hafði unnið lengi að rannsóknum á Gunnari Gunnarssyni, Þór Whitehead rakti tengsl hans í Þýskalandi fyrir stríð- ið 1939 til 1945. Rann- sóknir Helga M. Sig- urðssonar og fleiri. Ýmsir þræðir liggja því að þessu mikla verki, bæði úr útgefnum gögnum og öðrum sem geymd eru í söfnum, þar á meðal eru persónuleg gögn þeirra skáldbræðra. Margt kemur á óvart í bók Hall- dórs. Hér er að finna lýsingar á árunum sem þeir báðir hleypa heimdraganum og búa við alls- leysi og nánast hungur fjarri heimaslóðum, skútulífi Þórbergs og fyrstu árum Gunnars í Dan- mörku. Hér er tæpt á persónulegum málum þeirra: ástarsambandi Þór- bergs veturinn 1917 til 1918 við unga stúlku sem fátt hefur verið vitað um, þótt faldar vísanir í það samband finnist í Bréfi til Láru, Eddu og Ofvit- anum. Nú er hún nafn- greind, Finnlaug Einars- dóttir úr Flatey. Vel kann að vera að samband þeirra hafi borið ávöxt og segir Hall- dór frá því í verkinu. Áður var vitað um dóttur Þórbergs úr sam- bandi hans við Sólu, en bréfaskipti þeirra Þórbergs voru efni bókar á sinni tíð, Bréf til Sólu. Sem kunn- ugt er áttu þau Sóla dóttur sem var alla tíð sniðgengin. Persónulegir hagir Gunnars Gunnarssonar skýrast enn frekar en áður í ritverki Halldórs: hann lenti í löngu ástarsambandi við Ruth Lange, eiginkonu Tom Kristi- ansen, og er í Skáldalífi rakið í fyrsta sinn hvern hug Ruth bar til þessa sambands með ívitnunum í áður óbirt bréf hennar. Meginverkefni rannsóknar Hall- dórs eru hin stjórnmálalegu afskipti þessara tveggja höfunda sem báðir stigu nærri þeim félög- um Hitler og Stalín. Þannig snert- ir Halldór bæði á einkasviði þeirra og hinu opinbera. Þar er í fyrsta sinn rakið hvernig pólitíkin kom inn í líf þeirra og hvernig hugur þeirra þróaðist í tvær gagnstæðar áttir og staðnaði í raun á tímabili. Rannsókn Halldórs og samantekt verður að telja með stærstu bók- menntasögulegum tíðindum þessa árs. Aðfangadagur tungunnar Sögufélagið með stórvirki í bígerð Sögufélagið er enn í fullu fjöri. Hélt nýlega aðalfund sinn og er með ýmislegt á prjónunum: hjá félaginu er komið út fjórða ritið í ritröðinni Smárit Sögufélags. Bókin ber titil- inn Barnauppeldisins heilaga skylda. Barnavernd á fyrri hluta 19. aldar og er eftir Hildi Biering sagn- fræðing. Og fleira er í pípunum sem tíðindum sætir. Meðal verkefna sem nú er unnið að á vegum félags- ins eru Acta yfirréttarins og extra- lögþinganna. Um er að ræða sam- starfsverkefni Sögufélags og Þjóðskjalasafns Íslands og sér Björk Ingimundardóttir um útgáf- una. Þá hefur félagið hafið undirbún- ing að útgáfu ritsins Æviskrár íslenskra kvenna, en þar verða ævi- skrár um 500 kvenna frá upphafi byggðar á Íslandi fram til ársins 2000 skráðar af ýmsum fræðimönn- um. Einnig er í undirbúningi bók um innreið nútímans á Íslandi á 19. og 20. öld frá mörgum sjónarhorn- um. Meðal markmiða er að gera nútímanum skil með aðgengilegum hætti fyrir allt áhugafólk um nútímasögu. Ritstjórar verða Guð- mundur Hálfdanarson og Páll Björnsson. Á næsta ári er væntanlegt fjórða bindið í ritröðinni Rit Sögufélags, en þar er á ferðinni endurskoðuð þýðing á Brevis Commentarius de Islandia eftir Arngrím Jónsson hinn lærða, riti sem olli byltingu í hug- myndum hins menntaða heims um Ísland og eyjarskeggjana. Loks má nefna bók um alla konunga Íslands frá 1264 til 1944 sem vonast er til að komi út 2008. Sögufélagið er mikilvægur félagsskapur: félagið heldur úti skrifstofu í þremur sambyggðum húsum í Fischersundi þar sem áður var rekstur tengdur gamla bakarí- inu. Þar ræður Ragnheiður Þorláks- dóttir ríkjum. Félagið heldur úti vefsíðu: www.sogufelag.is, og tíma- rit þeirra, Saga, er fagnaðarefni hverjum þeim sem hefur áhuga á sögu lands og þjóðar. Er nýtt hefti væntanlegt á næstunni. Stjórn skipa nú Anna Agnarsdóttir forseti, Már Jónsson ritari og Kristrún Halla Helgadóttir gjaldkeri. Meðstjórn- endur eru Illugi Gunnarsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir. kl. 19.35 /00.15 Mínútumyndir í tilefni af 40 ára afmæli Félags kvikmyndagerðar- manna. Í kvöld eru það myndir Róberts Douglas, Karlmenn eru ekki kerling- ar, og Helga Sverrissonar, S, sem eru í Kastljósi Ríkisútvarpsins. Bent er á seinni sýningu Kastljóssins og svo má sjá þær á vefnum: ruv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.