Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 91

Fréttablaðið - 15.11.2006, Qupperneq 91
Við erum kannski ekki að tala um „Loksins, loksins“ ritdóm. En lætur nærri. Ævar Örn Jósepsson hefur verið í hraðri og öruggri þróun sem reyfarahöfundur. Og hann slær ekkert af. Ný glæpa- saga hans, „Sá yðar sem syndlaus er“ er hans besta hingað til. Og telst reyndar til bestu glæpasagna sem íslenskur höfundur hefur sent frá sér. Ævar Örn spinnur margslunginn vef í „Sá yðar sem syndlaus er“. Af miklu öryggi og yfirsýn. Í byrjun bókar, sem tekur til páska 2005, er fórnarlambið kynnt til sögunnar. Alkóhólistinn og auminginn Ólaf- ur Áki Bárðarson er meðlimur í sértrúarsöfnuðinum Sannleikur- inn þar sem Meistari Magnús hefur sauðina á valdi sínu. Með fulltingi bróður síns Ara sem er sjónvarpsstjóri á Alfa. Þá er stokk- ið fram í tíma, rúmt ár líður þá er lík Ólafs finnst. Lögum samkvæmt koma ýmsir til greina sem morð- ingjar: Glæpahyski, vafasamir meðlimir sértrúarsafnaðarins og brotin fjölskylda Ólafs. Við þetta þarf svo lögreglugengið, sem Ævar Örn hefur verið að teikna upp í fyrri bókum sínum (Skíta- djobbi, Svörtum englum og Blóð- bergi), að eiga: Stefán, Árni, Katr- ín að ógleymdum hinum harðskeytta Guðna sem höfundur hlífir hvergi frekar en fyrri dag- inn. Þegar bókinni svo lýkur er innri tími október 2006. Með öðrum orðum staðsetur Ævar Örn sögu sína eins nálægt núinu og unnt er. Helsti styrkur Ævars Arnar sem höfundar felst einkum í því að hann kann að notfæra sér frétt- ir líðandi stundar til að auka á trú- verðugleika sögunnar: Hlerunar- mál, málefni Litla-Hrauns, dóp frá Litháen … og þannig má áfram telja. Þessi mál koma eðlilega við sögu en ekki þannig að þeim sé troðið kauðslega inn í söguna. Og íkon eins og Bubbi og Bó eru nefnd sem partur af leikmyndinni en höfundur fer hvergi yfir línuna þannig að tala megi um lykilróm- an þó svo að kunnuglegir séu ýmsir drættir til dæmis sé litið til leiðtoga sértrúarsafnaðarins og að sjónvarpsstöðin heiti Alfa en ekki Ómega. Ævar Örn er öllum hnútum kunnugur þegar glæpasagnaform- ið er annars vegar og gramsar í vopnabúrinu eins og hentar. En sver sig þó einkum í hina skandin- avísku glæpasagnahefð þar sem lögreglugengið er venjulegt fólk sem á við sinn hversdagslega vanda að etja. Ekki síst í þessari bók. Kjöt á beinin eru ýmis samfé- lagsleg málefni sem í deiglunni eru svo sem einsemd og firring í nútímasamfélagi og brotakennd og innihaldslaus sambönd fólks. Verður þetta til að dýpa söguna og gefa henni aukið vægi. Í ljósi þeirrar lofrullu sem hér hefur verið framsett mætti ætla að bókin sé gallalaus. Ekki er það alveg. Meistaraleg glæpasaga er sú þar sem allir lausir endar eru hnýttir á sannfærandi hátt, með afhjúpandi hætti og jafnvel óvænt- um. Ævar Örn hefur reyndar alla þræði í hendi sér og hnýtir þá svo sem samviskusamlega. En, án þess að hér sé sagt of mikið, fær lesandinn á tilfinninguna að hann sleppi of ódýrt frá því – rembi- hnútar en ekki pelastikk. Sem kostar Ævar eina stjörnu. Í ritdómi um Blóðberg, síðustu bók Ævars Arnar Jósepssonar, sem birtist í DV, var því haldið fram að höfundur gerði tilkall til krúnunnar þeirrar sem Arnaldur Indriðason hefur borið sem kon- ungur hins íslenska krimma. Ekki verður betur séð en Ævar Örn hrifsi hana nú til sín með „Sá yðar sem syndlaus er“. Nýverið fréttist að Ævar Örn hefði söðlað um, hætt hjá Eddu og gengið til liðs við Upp- heima sem er lítið forlag á Skag- anum. Það hlýtur að vera umhugs- unarefni þeim Eddu-mönnum í ljósi þess hversu opnum örmum lesendur hafa tekið íslenska krimmanum. Ævar Örn hrifsar til sín krúnuna Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á menningar- og listalífi, auk þess að hlúa að mannréttinda- og líknarmálum. Það verður m.a. gert með framlögum til stofn- ana, samtaka og félaga á Íslandi, sem hafa framangreind málefni sem aðaltilgang sinn. Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson, en aðrir stjórnarmenn eru Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir. Ritari stjórnar sjóðsins er Soffía Lárusdóttir. Áhugasamir aðilar sem uppfylla ofangreind skilyrði eru hvattir til að senda inn umsókn ásamt stuttri greinargerð. Samanlögð lengd umsóknar og greinargerðar skal takmarkast við eina vélritaða síðu (A4). Umsóknum skal skilað fyrir 15. desember n.k. til: Styrktarsjóður Baugs Group hf., b.t. Soffíu Lárusdóttur, Túngötu 6, 101 Reykjavík eða á netfangið styrktarsjodur@baugurgroup.com. Úthlutun fer fram í janúar. STYRKTARSJÓÐUR BAUGS GROUP HF. AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SJÓÐNUM hz et a eh f Þriðja úthlutun MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SAGA UM GRÆNMETI STÓRAR HUGMYNDIR SENDU SMS SKEYTIÐ JA VTV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru bíómiðar, tölvuleikir DVD myndir og margt fleira V in n in g ar v er ða a fh en d ir h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í SM S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.