Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 92
Rokksýningin Rocky Horr- or hefur verið vinsæl hjá bæði áhugaleikhópum og atvinnuleikhúsum. Ekki fær þó hver sem er að bregða sér í hlutverk Frank- N-Fur- ter. Sigurður Kaiser setur verkið upp eftir áramót. Menntaskólinn á Ísafirði fær ekki að setja upp rokksöngleikinn Rocky Horror á sólrisuhátíðinni í lok febrúar. Þetta upplýsir Oddur Elíasson hjá leikfélaginu en sýningarrétt- urinn er í eigu Sigurðar Kaiser og Loft- kastalans. „Við setjum bara upp einhverja aðra sýningu, það næst alveg,“ segir Oddur og reiknaði með að einhver uppfærsla yrði fljótlega valin. „Þetta er mikið vandamál,“ segir Sigurður Kaiser hjá Loft- kastalanum en að hans sögn er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir stöðva uppsetningu á Rocky Hor- ror Picture Show hjá áhugamanna- leikfélagi. Í apríl frétti Sigurður af því að leikfélag Menntaskólans í Kópavogi hefði unnið baki brotnu við að setja þessa sýningu upp og neyddist hann til að stöðva sýning- una tveimur dögum fyrir frum- sýningu. „Auðvitað var það erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur starfað náið með leikfélögum menntaskólans að stöðva sýning- una svona skömmu fyrir stóra daginn en við eigum sýningarrétt- inn og verðum að vernda hann,“ útskýrir Sigurður og bætir því við að það sé erfitt fyrir hann per- sónulega að horfa framhjá áhuga áhugamannaleikfélaganna vegna persónulegra tengsla við höfund verksins, Richard O‘Brien. „Ég mæli með því að áhugamannaleik- félögin og leikfélögin í mennta- skólum kynni sér hvar sýningar- rétturinn er en þær upplýsingar er hægt að nálgast hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga,“ segir Sig- urður. Loftkastalinn hyggst sjálfur setja upp Rocky Horror eftir ára- mót í nýju leikhúsrými sem ber nafnið Verið og rúmar í kringum sex hundruð manns. Samkvæmt Sigurði mun Gunnar Helgason leikstýra verkinu en Rocky Horror var fyrsta verkið sem sett var upp í Loftkastalanum árið 1995, þá með Helga Björns- son í hlutverki Frank-N-Furter. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun Björgvin Franz setja sig í stellingar og klæðast korsel- ettunni víðfrægu sem dr. Frank en auk þess hefur Felix Bergsson verið ráðinn í annað af aðalhlut- verkunum. Michael Jackson er búinn að auka gæsluna í kringum sig til muna eftir að klæðskiptingur frá Ástral- íu byrjaði að senda honum yfir 100 bréf á dag. Jackson er með fjóra lífverði sem fylgja honum hvert fótmál og klæðist skotheldu vesti á hverjum degi. Klæðskiptingurinn ber nafnið Melanie og kemur meðal annars fram í bréfunum að hann vilji gift- ast Jackson og að leiðir þeirra eigi eftir að liggja saman einhvern daginn. „Michael lifir í ótta og á erfitt með svefn vegna þessa enda Melanie orðin mjög ýtin og ógn- andi í bréfaskriftum sínum,“ segir talsmaður söngvarans við breska blaðið Daily Star. Jackson er þekktur fyrir að vera dulbúinn þegar hann fer meðal almennings og um daginn vakti hann athygli fyrir að hafa klæðst kvenmannsfötum þegar hann var göngu í St.Tropez. Lifir í ótta Menntaskólinn við Sund hefur haldið í þá hefð að halda hið svo- kallaða 85-þemaball á hverju ári. Þetta ball er meðal þeirra vinsæl- ustu hjá menntaskólanemum enda bæði lögin og tískan hin skemmti- legasta á þessum áratug. Nemendur skólans voru klædd samkvæmt tískustraumum níunda áratugarins alla vikuna til að hita upp fyrir ballið og skemmtilegt er að sjá hversu litríkur og fyndinn þessi fatnaður er samanber tísk- una í dag. Ljósmyndari Frétta- blaðsins brá sér aftur um nokkur ár í Menntaskólanum í Sund og fangaði steminguna á filmu. Túperað hár og krumpugallar AA SENDU S MS JA BOF Á 1900 OG ÞÚ G ÆTIR UN NIÐ! VINNING AR ERU: GSM SÍM AR 007 DVD SAFNIÐ BÍÓMIÐA R DVD MY NDIR OG MARGT FLEIRA! 9 hver vinnur! 1. vinningur! V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.