Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 94

Fréttablaðið - 15.11.2006, Page 94
!óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 EMPIRE 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI 65 þúsund gestir ERU ÞIÐ TILBÚIN FYRIR EINA FYNDNUSTU MYND ALLRA TÍMA? MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI I FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ER HAFIN Á MIDI.IS ATH: EINNIG ER HÆGT AÐ VERSLA MIÐA Í FORSÖLU Í KVIKMYNDAHÚSUNUM SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6 OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 6, 8, og 10 MÝRIN kl. 6, 8.30 og 10.30 B.I. 12 ÁRA FEARLESS kl. 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL. TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA SKÓGARSTRÍÐ kl. 4 og 6 OPEN SEASON ENSKT TAL kl. 4, 8 og 10 BORAT kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 FEARLESS kl. 10.20 B.I. 16 ÁRA SKÓGARSTRÍÐ ÍSL. TAL kl. 6 BORAT kl. 8 og 10 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA Tom Cruise hefur sett allt á annan endann á Ítalíu en leikarinn er nú kominn til Rómar og undirbýr brúð- kaup sitt og leikkonunnar Katie Holmes. Ítalska þjóðin stendur á öndinni yfir komu Cruise og hafa fjölmiðl- ar hreiðrað um sig fyrir framan Hotel Hassler í miðborg Rómar þar sem Cruise er sagður gista ásamt tíu aðstoðarmönnum sínum, móður og þremur börnum en frá þessu greinir fréttavefur BBC. Hótelstjórnendur vildu hins vegar ekki staðfesta að Cruise væri gest- ur þeirra og lýstu því meðal ann- ars yfir við AP-fréttastofuna að Cruise gisti ekki á hótelinu. Sú yfirlýsing kom ekki að sök því hundruð æstra aðdáenda söfnuð- ust fyrir framan anddyri hótelsins og biðu spenntir eftir því að fá að berja goðið augum. Þeim var þó vörnuð innkoma því lögreglan í borginni hélt þeim í skefjum á meðan lífverðir Cruise pössuðu upp á límósínu kappans. Samkvæmt erlendum frétta- veitum er líklegt að giftingin fari fram í Odescalchi-kastalanum við Bracciano-vatnið en þetta er bygg- ing frá miðri fimmtándu öldinni og þykir einstaklega glæsilegur, með stóra garða og rúmar í kring- um fjórtán hundruð gesti. Bæjar- yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta eitt né neitt hvað brúðkaupið varð- ar og sagði bæjarstjóri Bracciano, Patrizia Riccioni, að þeim hefði einungis borist beiðni um að rýma torgið fyrir framan kastalann ein- hvern tímann í næstu viku. Mikið hefur verið rætt og ritað um samband Katie Holmes og Tom Cruise en þeir voru ófáir sem héldu að þetta væri bara mark- aðsbrella. Cruise þótti síðan missa tökin á tilveru sinni, lét eins og óður maður í spjallþætti Opruh Winfrey og fyrr á þessu ári rifti Paramount-kvikmyndaverið samningi sínum við hann. Holmes og Cruise trúlofuðu sig í París um miðjan júní og eiga saman eitt barn, dótturina Suri, sem fæddist í apríl. Hljómsveitin Rass og plötusnúð- urinn Dj@mundo koma fram á afmælistónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll á föstudaginn. Þegar hafði verið tilkynnt um upp- hitun Múm. Dj@mundo hefur verið einn áhrifamesti plötusnúður landsins undanfarna tvo áratugi. Hann hefur haldið sig frá sviðsljósinu að mestu, en látið að sér kveða í ráðgjafarstarfi fyrir aðra íslenska plötusnúða varðandi tónlistarval. Enn eru til miðar á tónleikana. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar í Kringlunni og Smára- lind, BT á Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum og á midi.is. Miða- verð er 5.000 krónur auk 350 króna miðagjalds. Rass bætist í hópinn Fótboltafrúin og fyrrum söngkon- an Victoria Beckham er í mínus þessa dagana yfir að hafa óvart misst út sér við papparazzi-ljós- myndara á Heathrow-flugvelli að sonur hennar Romeo þjáist af flogaveiki. Beckham-hjónin hafa leynt þessu fyrir fjölmiðlum í nokkra mánuði og er Victoria með mikið samviskubit yfir að hafa látið þetta út úr sér. Hún var hrædd um að flassið í myndavél- um ljósmyndaranna hefði vond áhrif á Romeo og því sagði hún þeim frá þessu svo ljósmyndar- arnir myndu hætta að mynda fjöl- skylduna. David og Victoria Beck- ham eiga þrjá syni og Romeo er næstelstur þeirra. Beckham- hjónin í mínus Ólíkt flestum meðbræðrum sínum hefur grábjörninn Búi aldrei þurft að komast af upp á eigin spýtur í óbyggðunum. Hann býr í góðu yfirlæti í bílskúrnum hjá skógar- verðinum Betu, sem er smám saman að siða hann til og og venja hann við sín náttúrulegu heim- kynni áður en hún sleppir honum lausum. Hjörturinn og ólátabelg- urinn Elli kemur Búa hins vegar í klandur, sem gerir að verkum að búferlaflutningunum er flýtt. Félagarnir eru fluttir til fjalla í þann mund sem veiðitímabilið hefst og þurfa að hafa sig alla við til að komast undan skotglöðum sveitavörgum með blóðbragð í munninum. Skemmst er frá því að segja að Skógarstríð bætir engu við teikni- myndaflóru undanfarinna ára. Flestar teiknimyndir síðari ára eiga það sameiginlegt að hverfast um þrautargöngu tveggja ólíkra félaga – annar oftar en ekki lura- legur og skapstyggur en hinn gáskafullur æringi, samanber myndir á borð við Shrek, Skrímsli ehf. og Ísöld. Helsti galli Skógarstríðs er að hún hverfur hvergi frá formúl- unni, persónur Búa og Ella eru trénaðar klisjur sem hafa sést margoft á stuttum tíma. Sagan er fyrirsjáanleg, grínið ófágað og framvindan gisin. Ekki hjálpaði til að íslensku þýðingunni var veru- lega ábótavant, mikið um beinþýð- ingar á orðum sem hljómuðu ank- annalega á íslensku („Frjóstu!“ í staðinn fyrir „(Stattu) kyrr!“) og orðalag á köflum undarlegt og óþjált („Þú ert tekinn höndum“). Ekki beinlínis til þess fallið að skerpa á málvitund krakkanna. Yngstu áhorfendurnir fá ef til vill eitthvað fyrir sinn snúð (það er dýr sem geta talað og detta á rassinn) en á heildina litið hefur Skógarstríð ekkert fram yfir Morgunsjónvarp barnanna að færa. Þegar börn gera sér ferð í bíó eiga þau heimtingu á einhverju betra. Heimskur er heimaalinn björn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.