Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 96

Fréttablaðið - 15.11.2006, Síða 96
Skipulögðu fund með vitlausum Guðjóni Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deild- inni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fréttirnar koma íslenskum knattspyrnuheimi talsvert á óvart en síðan Sigurður hætti hjá Grindavík, þegar tvær umferðir voru eftir af úrvalsdeild karla í sumar, hefur lítið til hans spurst. Hann var orðaður við aðstoðar- þjálfarastöðuna hjá ÍA sem og þjálfarastarf hjá Djurgården, þó ekki starf aðalþjálfarans. Sigurður hóf sinn þjálfaraferil hjá FH en fór þaðan til Víkings þar sem hann féll með liðið úr úrvals- deild karla en liðið vann sér aftur sæti í deildinni haustið eftir undir hans stjórn. Þegar hann var ráð- inn til Grindavíkur fyrir ári stóð til að hefja mikið uppbyggingar- starf en árangurinn í sumar stóð ekki undir væntingum. Fyrst hætti Sigurður, svo féll liðið. Gunnlaug- ur Hreinsson, formaður aðal- stjórnar Grindavíkur, fór til að mynda mikinn í pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann gagnrýndi Sigurð og hans störf óspart. Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum en dró þau ekki að fullu til baka. „Vonbrigði mín með sumarið voru að sjálfsögðu mikil, að svona skyldi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skyldi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir,“ sagði Gunnlaug- ur í afsökunarbeiðninni sem birt- ist á sömu heimasíðu. „Okkur líst afar vel á Sigurð,“ sagði Jonas Riedel, fjölmiðlafull- trúi Djurgården, við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í Sigurð sjálfan þar sem hann er staddur hér á landi til að gangast undir smá- vægilega aðgerð vegna sýkingar í augnloki. „Undanfarnar vikur höfum við verið að skoða nokkra þjálfara og kanna hver væri best- ur fyrir félagið. Ég held að þær viðræður sem við áttum við Sig- urð hafi verið mjög góðar og hann virðist vera afar góður þjálfari. Hann er einmitt sá þjálfari sem félagið þarf á að halda nú,“ sagði Riedel. Sigurður lék sem atvinnumað- ur í Svíþjóð og Englandi og þekkir því heim atvinnumannafótbolta vel. En sem þjálfari takmarkast reynsla hans við íslenska knatt- spyrnu. „Við teljum að Sigurður sé reiðubúinn að taka næsta skref á sínum ferli og erum þar að auki með mjög reynda menn honum til aðstoðar,“ sagði Riedel og vísaði til þess að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriks- son hjá enska landsliðinu, verður ráðgjafi félagsins í knattspyrnu- málum. Meðþjálfari Sigurðar verður Finninn Paul Lindholm sem hefur þjálfað lið Djurgården skipað leik- mönnum átján ára og yngri undan- farin ár. Lindholm mun hafa umsjón með þjálfun einstakra leik- manna en Sigurður stýra sjálfu lið- inu. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurð á heimasíðu Djurgården þar sem hann er spurður út í nýja starfið. Meðal annars segir hann að starfið uppfylli þær væntingar sem hann geri til síns sjálfs sem þjálfara. „Ég hef mikinn metnað sjálfur og vil taka næsta skrefið á mínum ferli,“ sagði Sigurður. Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Ráðningin kemur mörgum á óvart en fulltrúi félagsins segir að Sigurður sé sá þjálfari sem henti Djurgården best nú. Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árna- son en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. „Þetta er alger draumur í dós að fá Sigga til félagsins,“ sagði Sölvi Geir við Fréttablaðið í gær. „Ég þekki hann mjög vel og hann hefur þjálfað mig áður. Vissulega kom þetta okkur talsvert á óvart enda held ég að í fyrstu hafi hann búist við að taka að sér annars konar þjálfunarstarf innan félags- ins. En þeir sem stjórna félaginu hafa örugglega fulla trú á honum og ég hef líka fulla trú á því að hann eigi eftir að standa sig mjög vel.“ Sölvi segir að Sigurður megi búast við allt öðru starfsumhverfi en þekkist hjá íslenskum félögum. „Hlutverk hans nú verður miklu stærra og annað en hingað til. En hann þekkir þetta líka sjálfur frá sínum eigin dögum sem atvinnu- maður.“ Hann býst þó ekki við því að fá neina sérmeðferð hjá Sigurði. „Siggi verður ekkert frábrugðinn öðrum þjálfurum okkar nema að því leyti að hann þekkir okkur betur en okkar gömlu þjálfarar. Hann er fyrst og fremst góður þjálfari og fagmaður og mun ekki velja okkur Kára í liðið bara af því að við erum Íslendingar og þekkj- um hann. Hann mun stilla upp sínu besta liði hverju sinni.“ Leikmönnum var tilkynnt um ráðningu Sigurðar á æfingu í gær. Sigurður var sjálfur ekki við- staddur þar sem hann er nú stadd- ur hér á landi. Sölvi segir að leik- menn hefðu spurt sig mikið út í nýja þjálfarann. „Auðvitað er gaman að fá hann til félagsins. Hann er gamall þjálfari okkar og góður vinur.“ Draumur í dós að fá Sigurð Í gær var dregið í 16 liða úrslit í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Ólafur Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real mæta danska liðinu GOG en Ciudad Real eru ríkjandi Evrópumeistar- ar. Ciudad Real vann alla sína leiki í riðlinum og leika fyrri leikinn á útivelli gegn GOG. Íslendingaliðið Gummersbach dróst gegn Medvedi frá Rússlandi og leika fyrri leikinn á útivelli. Gummersbach var með Fram í riðli og komst upp úr þeim riðli ásamt slóvenska liðinu Celje Lasko. Lærisveinar Viggós Sigurðs- sonar í Flensburg mæta einmitt Celje Lasko í 16 liða úrslitunum og fyrri leikurinn fer fram í Slóveníu. Ciudad Real mætir GOG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.