Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 99

Fréttablaðið - 15.11.2006, Side 99
 Michael Ballack, miðvall- arleikmaður Chelsea, hefur viður- kennt að hann finni fyrir álagi eftir að hafa fengið litla hvíld und- anfarin ár. Þessi þrítugi leikmaður var fyrirliði Þjóðverja sem kom- ust í undanúrslit á HM í sumar og lék sinn fyrsta leik með Chelsea mánuði síðar. „Ég er ekki farinn að nota varatankinn ennþá. En ég er alveg á ystu nöf hvað varðar líkamlegt álag. Það mun koma í ljós í vor hvaða áhrif það hefur að hafa ekki vetrarhlé,“ sagði Ballack í samtali við þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung. Ballack bætti því við að hann yrði glaður ef hann fengi frí í „auðveldari leikjunum“ eins og hann orðaði það, til að vera í góðu ástandi í lok tímabilsins. Ballack segist vera ánægður með að hafa farið til Chelsea og yfirgefið sitt gamla félag Bayern München. „Lífið gekk vel hjá mér í München en ég gaf það vísvitandi upp á bátinn af því að ég vildi sanna mig. Umhverfið er allt öðru- vísi núna, liðið er öðruvísi og væntingarnar eru aðrar. Hjá Chel- sea eru allir leikmennirnir í hæsta gæðaflokki,“ sagði Ballack sem leikur sinn 75. landsleik fyrir Þjóðverja í kvöld. Líkamlegt álag alltof mikið David Beckham hefur útilokað að hann muni snúa aftur til Manchester United eins og enskir fjölmiðlar gerðu að því skóna um helgina. Var sagt að Beckham væri tilbúinn að taka á sig stóra launalækkun og sættast við Alex Ferguson, stjóra liðsins. „Ég naut margra frábærra ára hjá Manchester United en þessum kafla í lífi mínu er lokið. Ég sakna margra vina minna í Manchester eins og margra annarra hluta þar. En ég hef snúið mér að öðrum hlutum núna.“ Útilokar endur- komu til United Einn leikur fór fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í gær þegar Hamar/ Selfoss tók á móti Snæfelli í Hveragerði. Leikurinn var æsispennandi og fór í framleng- ingu þar sem Snæfell hafði betur, 79-77. Snæfellingar höfðu undirtökin lengst af í gær en Hamar/Selfoss komst eingöngu þrisvar sinnum yfir í leiknum. Hamar/Selfoss náði að jafna metin undir lokin og komst í framlengingu. Hamar/ Selfoss var með boltann þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum og tók þá leikhlé. Hamar/Selfoss átti því síðustu sóknina í leiknum en allt kom fyrir ekki og Snæfell vann góðan útisigur í Hveragerði. Snæfell vann í framlengingu Það var sannkallaður Íslendingaslagur í Þýsku úrvals- deildinni í gær þegar Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Gummersbach heimsóttu Lemgo. Svo fór að Lemgo fór með sigur af hólmi í leiknum 34-29. Logi Geirsson skoraði sex mörk fyrir lið Lemgo í leiknum en Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki blað. Róbert Gunnars- son skoraði fimm mörk í jafn mörgum marktilraunum en Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk í sex skotum fyrir Gummersbach. Guðlaugur Arnarsson lék í vörn Gummers- bach en Sverre Andreas Jakobs- son er meiddur og lék því ekki með í gær. Með sigrinum komst Lemgo upp fyrir Gummersbach í efsta sæti deildarinnar. Lemgo lagði Gummersbach Stjarnan komst auðveldlega í átta liða úrslit SS- bikars karla í gær með sigri á Þrótti úr Vogum, 44-12. Fjöldi áhorfenda lagði leið sína í Garðabæinn enda var Egill „Gilzenegger“ Einarsson búinn að lofa sannkölluðum stjörnufansi í Þróttaraliðinu. Þessi fjöldi áhorfenda varð fyrir miklum vonbrigðum. Í ljós kom að lið Egils var skipað lítt þekktum einstaklingum, fyrir utan Örn Arnarson sundkappa, og stjörn- urnar víðs fjarri. „Vörusvik“ heyrðist í áhorfendum sem létu Egil hafa það óþvegið fyrir fölsku loforðin. Það vakti einnig athygli að Egill komst ekki einu sinni í byrjunarlið Þróttar. Vörusvik í Garðabæ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.