Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 6
Hefurðu séð Mýrina?
Styður þú West Ham í ensku
knattspyrnunni?
Aðalmeðferð var í
gær í máli Guðjóns St. Marteins-
sonar héraðsdómara gegn íslenska
ríkinu. Guðjón höfðaði mál fyrr á
þessu ári þegar Alþingi hafði með
lagasetningu að frumkvæði ríkis-
stjórnarinnar fellt úr gildi ákvörð-
un Kjaradóms um launahækkun
til handa æðstu embættismönnum
og kjörnum fulltrúum þjóðarinn-
ar.
Gestur Jónsson hrl. segir að
málið sé merkilegt fyrir þær sakir
að starfandi héraðsdómari hafi
viljað láta á það reyna hvort það
stæðist sem gerðist fyrr á árinu
þegar Alþingi tók ákvörðun Kjara-
dóms úr sambandi. Niðurstaðan
getur varðað hag allra dómara í
landinu og viku þeir því sæti allir
sem einn. Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra skipaði Þórð S.
Gunnarsson, forseta lagadeildar
Háskólans í Reykjavík, sem dóm-
ara í málinu og valdi hann með sér
tvo meðdómendur, Ragnhildi
Helgadóttur, kennara við laga-
deild HR, og Róbert Spanó, kenn-
ara við lagadeild Háskóla Íslands.
„Þetta mál varðar grundvallar-
atriði í stjórnskipuninni,“ segir
Gestur. „Það varðar meðal annars
valdmörkin milli löggjafarvalds,
framkvæmdavalds og dómsvalds
og reynir á sjónarmið um sjálf-
stæði dómara gagnvart löggjafar-
valdinu, jafnræði dómara gagn-
vart öðrum sem taka laun og
sjónarmið um vernd eignarrétt-
inda. Þetta eru allt atriði sem
tengjast mannréttindum eða
stjórnarskrá.“
Deila um grundvallaratriði
„Ég held að það verði að
gera kröfu um fimm eða tíu ára
stöðvun allra virkjunarfram-
kvæmda. Ég held að það eigi ekk-
ert að bíða til 2010 heldur byrja
strax og stoppa,“ sagði Árni Finns-
son, formaður Náttúruverndar-
samtaka Íslands, á fundi hjá Sam-
tökum iðnaðarins í gær.
Umræðuefni fundarins var sú
spurning hvort mögulegt væri á
grundvelli nýrrar skýrslu auð-
lindanefndar að ná sátt milli nátt-
úruverndarsinna og þeirra sem
hafa að leiðarljósi hefðbundna
nýtingu auðlinda í jörðu og vatns-
afls.
„Spurningin er sú hversu mikil
inngrip við getum sætt okkur við og
hvað af íslenskri nátttúru er okkur
heilagt þegar kemur að fram-
kvæmdum sem breyta svipmóti
þess landsvæðis sem okkur er
kært,“ sagði Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra og benti á að í
samanburði við hatrömm átök um
vatnsaflsvirkjanir hefðu aðrar
framkvæmdir, eins og vega- og
hafnargerð, sem einnig breyttu
ásýnd landsins, verið lítið umdeild-
ar.
Jónína sagðist telja að skipta
ætti landinu upp í belti. „Mann-
virkjabelti annars vegar og hins
vegar heildir náttúruverndarsvæða
er sú aðferðafræði sem við eigum
að vinna eftir,“ sagði ráðherrann og
ítrekaði nauðsyn þess að sættir
næðust með þjóðinni í þessum
efnum:
„Á orkusviðinu, rétt eins og
þegar kemur að stórbrotinni nátt-
úru landsins, eigum við mikla mögu-
leika og við eigum að vera í farar-
broddi. En til þess að svo megi
verða verðum við öll að vera sam-
stíga og það er verkefni okkar
stjórnmálamanna að byggja brýr á
milli ólíkra hagsmuna og á milli
ólíkra skoðana. Aðeins með því
verklagi er hægt að segja að sátt sé
í sjónmáli.“
Árni Finnsson benti á að niður-
stöður auðlindanefndarinnar hefðu
verið þær að Alþingi samþykki ekki
seinna en árið 2010 lög eða þings-
ályktun um verndun og nýtingu
orkuauðlinda. Enn væri gert ráð
fyrir að virkjað yrði fram til ársins
2010 því sem næmi næstum tveimur
Kárahnjúkavirkjunum. Þá fyrst er
ætlunin að hefjast handa við að búa
til langtíma verndunar- og nýtingar-
áætlun. Það væri óásættanlegt:
„Þetta er náttúrulega eins og
frekar lélegur bílasali. Það er verið
að selja frekar ryðgaða kerru.“
Auðlindaskýrsla ekki
grundvöllur sáttar
Formaður Náttúruverndarsamtaka Ísland segir nýja skýrslu auðlindanefndar
varla grundvöll fyrir sáttum verndunarsinna og virkjunarsinna. Umhverfisráð-
herra vill skipta landinu upp í mannvirkjabelti og náttúruverndarsvæði.
Víglundur Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri BM-
Vallár, hefur sett fram þá
hugmynd að umráð yfir sameigin-
legum orkuauðlindum lands-
manna verði fengin sérstökum
auðlindasjóði sem
ávallt yrði í jafnri
eigu íslenskra
ríkisborgara á
hverjum tíma sem
síðan fengju
greiddan arð í
samræmi við
hagnað félagins.
Þetta kom fram í
máli Víglundar á
fundi Samtaka iðnaðarins í gær
um mögulegar sættir náttúru-
verndarsinna og þeirra sem vilja
virkjun orkulinda. Víglundur
sagði grundvöll allra sátta að
einkaeignarréttur þeirra sem til
dæmis eigi orkulindir verði að
fullu virtur.
Allir fái arð
„Við höfum byrjað að und-
irbúa matsáætlun. Matsáætlun er
fyrsta skrefið í ferli mats á umhverf-
isáhrifum. Við munum hafa hana til-
búna í drögum í mars á næsta ári og
verður þá hægt að hefja umhverfis-
matsferlið, ef tekin verður ákvörð-
un um að fara í það,“ sagði Gunnar
Guðni Tómasson hjá HRV á fundi
Alcoa á Akureyri í gær.
Niðurstöður rannsókna sem
gerðar hafa verið vegna fyrsta
áfanga í undirbúningi byggingu
álvers á Bakka við Húsavík voru
kynntar á fjölsóttum fundum á
Akureyri og Húsavík í gær. Kom
þar fram að ákveðið hefur verið
að fara í annan áfanga undirbún-
ingsvinnunnar.
Gunnar Guðni sagði búið að
leggja gróft mat á nokkra þætti
umhverfisáhrifa af álveri á Bakka
og að fyrstu vísbendingar bentu
ekki til þess að áhrif á dýralíf yrðu
mikil. „Bein áhrif verði á fuglalíf
innan byggingarsvæðisins sjálfs
en utan þess verði áhrif lítil,“
sagði hann.
„Við ætlum okkur að halda
áfram í annan áfanga og kanna
nánar ýmis atriði, til dæmis hafn-
armál, orkumál og arðsemi verk-
efnisins,” segir Kristján Þ. Hall-
dórsson, verkefnisstjóri Alcoa á
Norðurlandi. Hann segir jákvæðni
heimamanna skipta miklu máli
fyrir verkefnið, en hins vegar sé
nauðsynlegt að umræða um verk-
efni af þessari stærð sé mikil og
málefnaleg.
Alcoa opnaði upplýsingamið-
stöð á Húsavík í gær og er henni
ætlað að þjónusta heimamenn og
aðra þá sem þurfa að leita upplýs-
inga vegna hugsanlegs álvers.
Umhverfismat gæti hafist í vor
Sænska lögreglan
tilkynnti í gær að hún hefði
fundið skammbyssu sem tengdist
hinu óupplýsta morði á Olof
Palme, þáverandi forsætisráð-
herra, árið 1986. Of snemmt væri
þó að segja með vissu hvort um
sjálft morðvopnið væri að ræða.
Kafarar fundu Smith &
Wesson-byssu af hlaupvíddinni
0.357 í stöðuvatni í Mið-Svíþjóð, en
ákveðið var að kafa þar eftir að
dagblaði barst nafnlaus ábending
um að þar væri byssuna að finna.
Að sögn lögreglunnar er
vopnið ein stærsta uppgötvunin
sem gerð hefur verið í tveggja
áratuga langri raunasögu
rannsóknarinnar á morðinu. Á
þessum langa tíma hefur
lögreglan rannsakað hundruð
skammbyssna af þessari gerð,
sem notuð var við morðið þann
28. febrúar 986.
Vopnið fundið
Samkomulag hefur
náðst um jarðhitaleit í Fljótshlíð
milli Orkuveitu Reykjavíkur og
Rangárþings eystra. Forsendur
leitarinnar eru þó þær að sam-
komulag náist við landeigendur á
svæðinu.
Samkvæmt tillögunum er stefnt
að því að bora grunnar rannsókn-
arholur víðs vegar um svæðið í
leit að heitum vatnsæðum. Finnist
heitt vatn í einhverjum mæli á
það að nýtast til að efla rekstrar-
öryggi hitaveitunnar á Hvolsvelli
og að mæta ört vaxandi eftirspurn
í Fljótshlíðinni, en veruleg
uppbygging á sumarbústaðar-
byggðum og ferðaþjónustu hefur
átt sér þar stað á undanförnum
árum.
Bora í Fljótshlíð