Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 10
Stórauknar for-
varnir, aukin þjónusta við foreldra
unglinga í vímuefnavanda svo og
unglinga sem ekki þurfa að fara
inn á Vog til að ná bata er meðal
þeirra sóknarfæra sem ný göngu-
deild SÁÁ að Efstaleiti 7 gefur
kost á, að sögn Þórarins Tyrfings-
sonar yfirlæknis á Vogi.
Nýja göngudeildin verður
opnuð með pompi og prakt næst-
komandi laugardag og eru allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
„Þetta er langþráð markmið
sem við erum að ná,“ segir Þórar-
inn. „Með tilkomu þessa nýja hús-
næðis komum við skrifstofuhaldi
og göngudeildarstarfi undir eitt
þak, en þetta hefur lengst af verið
rekið í tveimur húsum. Við þrengd-
um að vísu að meðan verið var að
byggja nýju göngudeildina, þegar
við færðum skrifstofuna úr
Ármúla í Síðumúla þar sem við
höfum verið með göngudeildar-
þjónustu.“
Þórarinn segir göngudeildar-
þáttinn í starfsemi SÁÁ oft gleym-
ast. Gríðarlega mikil þjónusta hafi
verið veitt í Síðumúla, sem sé búin
að sprengja húsnæðið utan af sér
og verði nú flutt í Efstaleitið. Þar
megi nefna margvíslega þjónustu
við aðstandendur bæði hvað varð-
ar ráðgjöf, upplýsingagjöf og með-
ferð. Um sé að ræða þjónustu fyrir
maka, foreldra og börn alkahólista,
sem hafi verið veitt síðan 1977.
„Þá hefur verið veitt viðamikil
þjónusta fyrir þá sem ekki hafa
þurft að fara inn á Vog, bæði með
viðtölum og greiningu,“ útskýrir
Þórarinn. „Með því hefur verið
hægt að hjálpa þeim á göngudeild.
Þetta á einkum við um yngsta ald-
urshópinn, 14-18 ára, og foreldra
viðkomandi. Þá býður göngudeild-
in upp á afar mikinn skipulagðan
stuðning við fólk eftir meðferð, en
hann varir í ár. Loks sækja þeir
göngudeild sem verið hafa frá
vímuefnum í ákveðinn tíma, en er
boðið upp á upprifjunarnám-
skeið.“
Fjöldamargir hafa nýtt sér
þessa þjónustu, því samtals hafa
verið um 15.000 heimsóknir á
göngudeild SÁÁ á ári hverju.
„Með tilkomu nýja húsnæðisins
getum við aukið við starfsemina,“
heldur Þórarinn áfram. „Þetta nýja
húsnæði gefur okkur algjörlega ný
sóknarfæri. Við getum fjölgað
starfsfólki ef við fáum styrk til
þess. Þar verður miklu betri
aðstaða til þess að vera með stuðn-
ing og félagslega uppbyggingu í
kringum og eftir meðferðina á
Vogi. Við erum afar ánægðir.“
Forvarnir verða auknar á
nýrri göngudeild SÁÁ
Ný göngudeild SÁÁ, sem opnuð verður á allra næstu dögum í Efstaleiti, mun gefa möguleika á stórauk-
inni þjónustu. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að langþráðu markmiði sé náð. Á nýju deild-
inni verður öll aðstaða betri en á eldri deildinni sem var til húsa í Síðumúla. Starfsfólki verður fjölgað.
Þrír sækjast eftir
fyrsta sætinu í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Norðausturkjör-
dæmi. Arnbjörg Sveinsdóttir
alþingismaður, Kristján Þór Júlí-
usson, bæjarstjóri á Akureyri og
Þorvaldur Ingvarsson, læknir á
Akureyri, vilja öll leiða listann í
kosningunum í vor. Ólöf Norðdal,
framkvæmdastjóri á Egilsstöðum,
gefur kost á sér í annað sætið,
Kristinn Pétursson, framkvæmda-
stjóri á Bakkafirði og Sigríður
Ingvarsdóttir varaþingmaður
stefna á 2.-3. sæti og Sigurjón
Benediktsson, tannlæknir á Húsa-
vík, gefur kost á sér til þingsætis,
eins og hann orðar það.
Steinþór Þorsteinsson háskóla-
nemi sækist eftir þriðja sæti og
Björn Jónasson innheimtustjóri
eftir fjórða sætinu.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo
menn kjörna í kjördæminu í síð-
ustu kosningum. Halldór Blöndal,
sem fór fyrir listanum, lætur af
þingmennsku í vor og Tómas Ingi
Olrich, sem var í öðru sæti, varð
sendiherra í París þegar skammt
var liðið á kjörtímabilið. Arnbjörg
tók sæti hans á þingi.
Prófkjörið fer fram á laugar-
dag og verður kosið á tuttugu stöð-
um. Í tíu fjölmennustu byggðar-
lögunum stendur kjörfundur frá
9-18 en skemur annars staðar.
Utankjörfundur verður í Grímsey
í dag. Rétt til þátttöku hafa flokks-
bundnir Sjálfstæðismenn og þeir
sem hafa undirritað inntökubeiðni
í flokkinn fyrir lok kjörfundar.
Sjö vilja núverandi þingsæti
Á umræðuvef
live2cruz-klúbbsins er nú boðinn
til sölu ýmiss konar lögreglubún-
aður. Meðal þess sem hægt er að
kaupa eru handjárn, forgangsljósa-
búnaður og sírenur. Sá sem selur
búnaðinn segir meðal annars um
handjárnin sem hann býður að þau
séu „sama gerð og löggan notar hér
heima, lykillinn virkar af þeim líka
ef þið lendið einhverntímann í
vandræðum. Eitt sett af handjárn-
um og tveir lyklar. Verð, 15.000.“
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn staðfesti að þetta væri sami
búnaður og lögreglan notast við.
Hann segir ekki ólöglegt að selja
slíkan búnað, en að það geti verið
ólöglegt að kaupa hann. „Það getur
ekki hver sem er keypt þetta. Það
mega einungis ákveðnir aðilar
kaupa þennan búnað. Það má eng-
inn nota blikkandi blá ljós nema
lögreglan, björgunarsveitir og
aðrir þeir sem eru í forgangsakstri.
Handjárn má hins vegar enginn
nota nema lögregla. Þannig að
þetta gæti aldrei nýst neinum
öðrum.“
Geir Jón segir að hörð viðurlög
séu við því að nota búnaðinn og að
það komi alltaf upp annað veifið að
lögregla geri svona búnað upptæk-
an. „Menn hafa þá oft verið að
kaupa þetta erlendis og við höfum
gert þetta upptækt við komuna til
landsins. Það eru þá handjárn og
annað slíkt. En þetta er afar fátítt.
Ef menn eru svo að nota þessi bláu
ljós eða annað á ökutæki þá er það
tekið af þeim eins og skot.“
Menntaráð hefur
stofnað starfshóp um málefni
barna af erlendum uppruna í
grunnskólum Reykjavíkur.
Starfshópurinn á að skoða
rannsóknir á stöðu innflytjenda
og gengi þeirra í skólum og gera
tillögur um úrbætur í þjónustu.
Menntaráð hefur ákveðið að
efna til málþings um íslensku-
kennslu og hefur sviðsstjóra
menntasviðs verið falið það
verkefni. Ætlunin er að ræða
núverandi stöðu og framtíðar-
skipulag íslenskukennslu fyrir
útlendinga og kostnaðar- og
verkaskiptingu ríkis, sveitarfé-
laga og atvinnulífs.
Málþing um
íslenskukennslu
John Kerry segir
misheppnaðan brandara sinn um
hermenn í Írak fyrr í mánuðnum
ekki vera hindrun sækist hann
eftir því að verða forsetafram-
bjóðandi demókrata á nýjan leik.
Hillary Clinton, fyrrverandi
forsetafrú, og Barack Obama,
öldungadeildarþingmaður frá
Illinois, eru einnig talin líklegir
frambjóðendur.
Repúblikaninn John McCain
segir flokksbróður sinn Rudy
Giuliani vera „ameríska hetju“
vegna viðbragða hans við
árásunum 11. september í
borgarstjóratíð hans í New York.
Hinn sjötugi McCain segist hins
vegar vera betra forsetaefni. „Ég
er eldri en mold og með fleiri ör
en Frankenstein, en hef lært
ýmislegt gegnum tíðina,“ segir
McCain.
Brandari hindr-
ar ekki Kerry