Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 12

Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 12
 Örvar Ólafsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ sat nýverið norrænan samráðs- fund en Norðurlandaþjóðir hafa verið framarlega í lyfjaeftirlits- málum meðal íþróttamanna. Örvar segir Norðmenn hafa verið byrjaða að gera lyfjapróf á líkamsrætarstöðvum en persónu- vernd þar í landi stöðvaði eftirlitið og því var það lagt niður. „Í Finnlandi eru reglurnar þannig að sá sem er prófaður verð- ur að vera aðili að íþróttasamtök- um til þess að hægt sé að lyfja- prófa hann. Ef prófunin er gerð á líkamrætarstöð er hún háð sam- þykki viðkomandi og stöðvarinn- ar. Örvar segir að reglurnar í Finn- landi séu þannig að þegar viðkom- andi skrái sig á líkamsræktarstöð viti hann að lyfjapróf geti verið gerð á notendum stöðvarinnar.“ Örvar segir að á Norðurlöndun- um geri líkamræktarstöðvar og lyfjaeftirlitið samning um fræðslu og lyfjapróf sem líkamsræktar- stöðvarnar greiði fyrir. „Hér á landi er ekki vitað hver myndi bera kostnaðinn af lyfjaprófunum á líkamsræktarstöðvum. Þeir sem stunda líkamsræktarstöðvar eru ekkert endilega meðlimir íþrótta- samtaka og þyrftu því að greiða fyrir lyfjaprófin sjálfir nema til kæmi óháð lyfjaeftirlit sem sinnti þessum málum í samfélaginu í heild sinni.“ Örvar segir að ÍSÍ hafi verið að auka lyfjaeftirlit og fræðslu sem snúi aðallega að því að upplýsa keppendur, sem eru á leið á mót erlendis, um efni á bannlista. Örvar segist vita til þess að ein- staka forsvarsmenn líkamsræktar- stöðva hérlendis séu áhugasamir um að taka upp lyfjapróf á stöðvun- um en umræðan strandi á því hver eigi að greiða fyrir þau. „Reynslan erlendis frá sýnir að á þeim líkams- ræktarstöðvum sem lyfjapróf eru gerð hefur iðkendum stöðvanna fjölgað og svo virðist sem almenn- ingi finnist mikilvægt að tekið sé á þeim sem nota ólögleg efni.“ Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, segir ólíkar reglu- gerðir liggja að baki því að lyfjaprófa keppendur á mótum annars vegar og einstaklinga á líkamsræktarstöðvum hins vegar. Hann segir að lyfjapróf- anir á líkamsræktarstöðvum hafi ekki verið ræddar innan Persónu- verndar en ef af því yrði þyrfti að athuga hvort aðgerðirnar standist lög. Óvissa með lagalega heimild lyfjaprófa Verkefnisstjóri lyfjamála hjá Íþróttasambandi Íslands segir einstaka forsvars- menn líkamsræktarstöðva áhugasama um að taka upp lyfjapróf. Lögfræðingur hjá Persónuvernd segir að kanna þurfi lagalegar heimildir fyrir slíkum prófum. Írak og Sýrland tóku í gær upp stjórnmálasamskipti á ný, en þau hafa legið niðri í 24 ár. Írönsk stjórnvöld hafa einnig boðist til þess að efna til þriggja ríkja leið- togafundar milli Írans, Íraks og Sýrlands með það markmið að stilla til friðar í Írak. Wallid Moallem, utanríkisráð- herra Sýrlands, skrapp til Íraks á sunnudaginn og undirritaði í gær samkomulag um endurnýjun stjórnmálatengsla ríkjanna ásamt Hoshyar Zebari, utanríkisráð- herra Íraks. Einhverjar vonir eru bundnar við að samkomulag ríkj- anna tveggja geti orðið til þess að dragi úr átökum innan Íraks. Bandaríkjamenn ætlast meðal annars til þess að Sýrlendingar komi í veg fyrir að „útlendir bar- dagamenn fari yfir landamærin til Íraks“, að því er Tom Casey, tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, segir. Það var Sýrland sem sleit öll stjórnmálatengsl við Írak árið 1982. Á þessum tíma sökuðu Sýr- lendingar Íraka um að hvetja félaga í Bræðralagi múslima, bönnuðum samtökum af egypsk- um uppruna, til uppþota í Sýr- landi. Þetta var meðan stríð stóð yfir milli Íraks og Írans, en Sýr- lendingar tóku afstöðu með Íran í því stríði Fjórir menn hafa verið handteknir í Svíþjóð, grunaðir um að hafa svikið út jafnvirði sjö milljóna króna á netinu. Talið er að um þrjú hundruð viðskiptavin- ir hafi orðið fyrir tapi. Þetta er stærsta mál sinnar tegundar í Svíþjóð. Mennirnir auglýstu ýmsar vörur á vefnum www.blocket.se, til dæmis snjósleða og barna- vagna. Mennirnir birtu myndir frá framleiðandanum en kröfðust fyrirframgreiðslu. Vörurnar bárust aldrei. Fengu fyrir- framgreiðslu Ítalíustjórn skipti á mánudag um yfirmenn allra leyniþjónustu- stofnana ríkisins. Sá sem settur var af sem yfirmaður leyniþjónustu hersins er meðal háttsettra ítalskra leyniþjónustufulltrúa sem grunur leikur á að hafi átt þátt í að hjálpa útsendurum bandarísku leyni- þjónustunnar CIA að nema egypskan múslimaklerk á brott í Mílanó árið 2003, en unnið er að sakarannsókn á því máli. Nicolo Pollari, yfirmanni herleyniþjónustunnar SISMI, var meðal annars skipt út eftir aukafund ríkisstjórnarinnar. Skipt um alla æðstu menn „Aðalsamningurinn sem var gerður fyrir fjörutíu árum felur í sér ákvæði um að álverið geti farið inn í almennt skattaumhverfi. Við óskuðum eftir að fá að nýta þetta ákvæði árið 2003, en síðan hefur málið verið í biðstöðu. Það er líklegt að það þurfi að fara í gegnum Alþingi, þar sem samningurinn var upp- runalega settur með lagasetn- ingu,“ segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan. Eftir skattbreytingu munu heildarskattgreiðslur fyrirtækis- ins minnka en greiðslur til Hafn- arfjarðar aukast á kostnað ríkis- ins. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir: „Það er samhugur í þessu á milli okkar og Alcan. Ef þeir greiddu venjulegan skatt væri Hafnarfjarðarbær að fá tvöfalt meira.“ Ögmundur Jónasson, alþingis- maður VG, segir hins vegar: „Álfyrirtæki hafa notið sérrétt- inda í skattamálum og búa við hag- stæðara raforkuverð en heimili og önnur fyrirtæki. Það er sjálfsagt að skoða skattamálin en setja verður þau í víðara samhengi. Þetta er mál þjóðarinnar allrar og nóg komið af því að etja sveitarfé- lögunum á móti hvoru öðru.“ Vilja skattalækkanir á álverið Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 114.800 -hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.