Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 12
Örvar Ólafsson
verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ
sat nýverið norrænan samráðs-
fund en Norðurlandaþjóðir hafa
verið framarlega í lyfjaeftirlits-
málum meðal íþróttamanna.
Örvar segir Norðmenn hafa
verið byrjaða að gera lyfjapróf á
líkamsrætarstöðvum en persónu-
vernd þar í landi stöðvaði eftirlitið
og því var það lagt niður.
„Í Finnlandi eru reglurnar
þannig að sá sem er prófaður verð-
ur að vera aðili að íþróttasamtök-
um til þess að hægt sé að lyfja-
prófa hann. Ef prófunin er gerð á
líkamrætarstöð er hún háð sam-
þykki viðkomandi og stöðvarinn-
ar. Örvar segir að reglurnar í Finn-
landi séu þannig að þegar viðkom-
andi skrái sig á líkamsræktarstöð
viti hann að lyfjapróf geti verið
gerð á notendum stöðvarinnar.“
Örvar segir að á Norðurlöndun-
um geri líkamræktarstöðvar og
lyfjaeftirlitið samning um fræðslu
og lyfjapróf sem líkamsræktar-
stöðvarnar greiði fyrir. „Hér á
landi er ekki vitað hver myndi
bera kostnaðinn af lyfjaprófunum
á líkamsræktarstöðvum. Þeir sem
stunda líkamsræktarstöðvar eru
ekkert endilega meðlimir íþrótta-
samtaka og þyrftu því að greiða
fyrir lyfjaprófin sjálfir nema til
kæmi óháð lyfjaeftirlit sem sinnti
þessum málum í samfélaginu í
heild sinni.“
Örvar segir að ÍSÍ hafi verið að
auka lyfjaeftirlit og fræðslu sem
snúi aðallega að því að upplýsa
keppendur, sem eru á leið á mót
erlendis, um efni á bannlista.
Örvar segist vita til þess að ein-
staka forsvarsmenn líkamsræktar-
stöðva hérlendis séu áhugasamir
um að taka upp lyfjapróf á stöðvun-
um en umræðan strandi á því hver
eigi að greiða fyrir þau. „Reynslan
erlendis frá sýnir að á þeim líkams-
ræktarstöðvum sem lyfjapróf eru
gerð hefur iðkendum stöðvanna
fjölgað og svo virðist sem almenn-
ingi finnist mikilvægt að tekið sé á
þeim sem nota ólögleg efni.“
Þórður Sveinsson, lögfræðingur
hjá Persónuvernd, segir ólíkar reglu-
gerðir liggja að baki því að lyfjaprófa
keppendur á mótum annars vegar og
einstaklinga á líkamsræktarstöðvum
hins vegar. Hann segir að lyfjapróf-
anir á líkamsræktarstöðvum hafi
ekki verið ræddar innan Persónu-
verndar en ef af því yrði þyrfti að
athuga hvort aðgerðirnar standist
lög.
Óvissa með lagalega
heimild lyfjaprófa
Verkefnisstjóri lyfjamála hjá Íþróttasambandi Íslands segir einstaka forsvars-
menn líkamsræktarstöðva áhugasama um að taka upp lyfjapróf. Lögfræðingur
hjá Persónuvernd segir að kanna þurfi lagalegar heimildir fyrir slíkum prófum.
Írak og Sýrland tóku í gær
upp stjórnmálasamskipti á ný, en
þau hafa legið niðri í 24 ár. Írönsk
stjórnvöld hafa einnig boðist til
þess að efna til þriggja ríkja leið-
togafundar milli Írans, Íraks og
Sýrlands með það markmið að
stilla til friðar í Írak.
Wallid Moallem, utanríkisráð-
herra Sýrlands, skrapp til Íraks á
sunnudaginn og undirritaði í gær
samkomulag um endurnýjun
stjórnmálatengsla ríkjanna ásamt
Hoshyar Zebari, utanríkisráð-
herra Íraks. Einhverjar vonir eru
bundnar við að samkomulag ríkj-
anna tveggja geti orðið til þess að
dragi úr átökum innan Íraks.
Bandaríkjamenn ætlast meðal
annars til þess að Sýrlendingar
komi í veg fyrir að „útlendir bar-
dagamenn fari yfir landamærin til
Íraks“, að því er Tom Casey, tals-
maður bandaríska utanríkisráðu-
neytisins, segir.
Það var Sýrland sem sleit öll
stjórnmálatengsl við Írak árið
1982. Á þessum tíma sökuðu Sýr-
lendingar Íraka um að hvetja
félaga í Bræðralagi múslima,
bönnuðum samtökum af egypsk-
um uppruna, til uppþota í Sýr-
landi. Þetta var meðan stríð stóð
yfir milli Íraks og Írans, en Sýr-
lendingar tóku afstöðu með Íran í
því stríði
Fjórir menn hafa verið
handteknir í Svíþjóð, grunaðir um
að hafa svikið út jafnvirði sjö
milljóna króna á netinu. Talið er
að um þrjú hundruð viðskiptavin-
ir hafi orðið fyrir tapi. Þetta er
stærsta mál sinnar tegundar í
Svíþjóð.
Mennirnir auglýstu ýmsar
vörur á vefnum www.blocket.se,
til dæmis snjósleða og barna-
vagna. Mennirnir birtu myndir
frá framleiðandanum en kröfðust
fyrirframgreiðslu. Vörurnar
bárust aldrei.
Fengu fyrir-
framgreiðslu
Ítalíustjórn skipti á
mánudag um
yfirmenn allra
leyniþjónustu-
stofnana
ríkisins. Sá sem
settur var af
sem yfirmaður
leyniþjónustu
hersins er meðal
háttsettra
ítalskra
leyniþjónustufulltrúa sem grunur
leikur á að hafi átt þátt í að hjálpa
útsendurum bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA að nema
egypskan múslimaklerk á brott í
Mílanó árið 2003, en unnið er að
sakarannsókn á því máli.
Nicolo Pollari, yfirmanni
herleyniþjónustunnar SISMI, var
meðal annars skipt út eftir
aukafund ríkisstjórnarinnar.
Skipt um alla
æðstu menn
„Aðalsamningurinn
sem var gerður fyrir fjörutíu
árum felur í sér ákvæði um að
álverið geti farið inn í almennt
skattaumhverfi. Við óskuðum eftir
að fá að nýta þetta ákvæði árið
2003, en síðan hefur málið verið í
biðstöðu. Það er líklegt að það
þurfi að fara í gegnum Alþingi,
þar sem samningurinn var upp-
runalega settur með lagasetn-
ingu,“ segir Hrannar Pétursson,
upplýsingafulltrúi Alcan.
Eftir skattbreytingu munu
heildarskattgreiðslur fyrirtækis-
ins minnka en greiðslur til Hafn-
arfjarðar aukast á kostnað ríkis-
ins. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
segir: „Það er samhugur í þessu á
milli okkar og Alcan. Ef þeir
greiddu venjulegan skatt væri
Hafnarfjarðarbær að fá tvöfalt
meira.“
Ögmundur Jónasson, alþingis-
maður VG, segir hins vegar:
„Álfyrirtæki hafa notið sérrétt-
inda í skattamálum og búa við hag-
stæðara raforkuverð en heimili og
önnur fyrirtæki. Það er sjálfsagt
að skoða skattamálin en setja
verður þau í víðara samhengi.
Þetta er mál þjóðarinnar allrar og
nóg komið af því að etja sveitarfé-
lögunum á móti hvoru öðru.“
Vilja skattalækkanir á álverið
Miele þvottavélar
Íslenskt stjórnborð
Ný og betri tromla
Verð frá kr. 114.800
-hreinn sparnaður
1.
verðlaun
í Þýskalandi
W2241WPS