Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 17
Tvítugur karlmaður
hefur verið ákærður fyrir að hafa
ráðist á tæplega fimmtugan mann
á heimili hans í júní. Sýslumaður-
inn á Akranesi gaf út ákæruna.
Árásarmaðurinn sparkaði og sló
ítrekað í höfuð, bak og fætur
mannsins, felldi hann til jarðar og
hélt áfram að sparka í hann
liggjandi. Fórnarlambið brotnaði
á vinstri lærlegg, hlaut glóðar-
auga á báðum augum og mar og
yfirborðsáverka í andliti,
útlimum og á baki.
Þess er krafist að ákærði verði
dæmdur til refsingar auk þess
sem fórnarlambið fer fram á
skaðabætur.
Réðist á mann
og fótbraut
Sextíu fuglum var
lógað í Húsdýragarðinum í
Laugardal í fyrradag. Ástæðan
fyrir því er sú að afbrigði af
fuglaflensu fannst í fjórum
hænum af tíu sem tekin voru sýni
úr í garðinum nú í haust.
Að sögn Halldórs Runólfssonar
yfirdýralæknis var gripið til
þessa ráðs til að útiloka frekari
smithættu.
Fuglarnir sem var lógað eru
umræddar tíu hænur, fasanar,
dúfur, endur, gæsir og ein álft.
Erni og tveimur fálkum var
þyrmt því ekki er talið líklegt að
þeir hafi smitast.
Halldór segir að fólk sem hefur
heimsótt garðinn að undanförnu
þurfi ekki að hafa neinar áhyggj-
ur af smiti.
Sextíu fuglum
var lógað
Strokufanginn sem
gaf sig fram á Litla-Hrauni á
fimmtudaginn var með fjörutíu
grömm af amfetamíni og
steratöflur í endaþarminum.
Fíkniefnin fundust við röntgen-
myndatöku eftir að manninum
hafði verið stungið aftur inn í
fangelsið.
Um eftirmiðdaginn á föstudag-
inn fundust fíkniefni á tveimur
konum sem voru gestir á Litla-
Hrauni, en fíkniefnahundur hafði
runnið á lyktina. Við röntgen-
myndatöku fannst amfetamín auk
læknataflna innvortis í annarri
þeirra að sögn lögreglunnar á
Selfossi.
Faldi fíkniefni í
endaþarmi
Matti
Vanhanen, forsætisráðherra
Finnlands, sem nú gegnir
formennskunni í Evrópusam-
bandinu, varaði Tyrki við því á
mánudag að þeir yrðu að taka sig
verulega á í deilunni um Kýpur,
vilji þeir afstýra því að aðildar-
viðræður þeirra stöðvist alveg.
Vanhanen minnti Tyrklands-
stjórn á að ESB hefði gefið henni
frest til 6. desember til að
samþykkja málamiðlun.
Abdullah Gül, utanríkisráð-
herra Tyrklands, sagði fráleitt að
setja slíka fresti þegar um jafn
snúið deilumál er að ræða og
Kýpurdeiluna og því muni Tyrkir
sinna þeim í engu.
Hvetur Tyrki til
að gefa eftir
Fimmtudagur 23. nóvember
9.00 Skráning og afhending þinggagna
9.30 Þingsetning
Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu.
Ávarp
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra.
„Umferðarljósið“, verðlaunagripur Umferðarráðs veittur í
sjöunda sinn þeim aðila, einstaklingi, samtökum eða stofnun,
sem unnið hefur sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektar-
vert starf á sviði umferðaröryggismála.
Tónlist – Lögreglukórinn
Stjórnandi Guðlaugur Viktorsson
Einsöngur Eiríkur Hreinn Helgason
Stutt hlé
10.30 Umferðaröryggisáætlun til 2016
Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgöngu-
ráðuneytinu og formaður Umferðaröryggisráðs.
10.45 Nýskipan lögreglumála – þáttur lögreglu í
auknu umferðaröryggi
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
11.00 Rannum – Rannsóknarráð umferðaröryggismála
Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Vegagerðarinnar, formaður.
Fyrirspurnir og umræður
11.40 Léttur málsverður
Öruggari vegir, götur og umhverfi vega
12.45 Umferðaröryggi vegakerfa
Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar
Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Vegagerðarinnar.
13.00 Hringtorg – mismunandi útfærslur á Íslandi
Erna Hreinsdóttir verkefnastjóri, Vegagerðinni og
Bryndís Friðriksdóttir verkfræðingur, Línuhönnun.
13.15 „EuroRAP“ (European Road Assessment Program)
á Íslandi
Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB.
13.30 Nýjungar í vegriðsmálum og öryggisbúnaði
vega í Evrópu
Bernd Wolfgang Wink, stjórnarmaður í European
Uninon Road Federation.
Fyrirspurnir og umræður
Forvarnir, löggæsla
14.30 Sjálfvirkt hraðaeftirlit á Íslandi
Hjálmar Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn,
Ríkislögreglustjóraembættinu.
14.45 Hraðastjórnun á vegum (Speed Management)
Rögnvaldur Jónsson, fyrrv. framkvæmdastjóri,
Vegagerðinni.
15.00 Umferðarfræðsla í skólum
Ásta Egilsdóttir, kennari í Grundaskóla á Akranesi og
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi hjá
Umferðarstofu.
Fyrirspurnir og umræður – kaffihlé
Öruggari ökutæki – öruggari ökumenn – ungir ökumenn
15.45 Árekstrar í alvarlegum bílslysum og árekstravarnir
Sævar Helgi Lárusson, sérfræðingur í tæknimálum
ökutækja, Umferðarstofu.
16.00 Hraðakstur – ungir ökumenn – viðhorf, lífsstíll,
ábyrgð. Nauðsyn fræðslu um orsakir og
afleiðingar alvarlegra umferðarslysa
Ásdís J. Rafnar hrl., formaður rannsóknarnefndar
umferðarslysa.
16.15 Ökuréttindi – aldur, þroski, reynsla og hæfni
Holger Torp, sérfræðingur ökunáms, Umferðarstofu.
Fyrirspurnir og umræður
Þingfundi frestað
Föstudagur 24. nóvember
Áfengi, lyf, þreyta, slysarannsóknir
9.00 Umferðaróhöpp og meiðsli eldri ökumanna
Guðmundur Freyr Úlfarsson, aðstoðarprófessor í
byggingarverkfræði við Washington–háskóla í St. Louis.
(Verkefni styrkt af Rannum 2005).
9.15 Fíkniefnaskimun – áhrifarík greiningaraðferð
gegn fíkniefnaakstri
Jón Sigfússon, forstöðumaður Rannsókna og greiningar,
Háskólanum í Reykjavík.
9.30 Syfja og akstur
Gunnar Guðmundsson Dr. Med., lungnalæknir.
Fyrirspurnir og umræður
Kaffihlé
Umferðaröryggi í alþjóðlegu samhengi
10.15 Ísland og umheimurinn; þróun alþjóðlegs samstarfs
í umferðaröryggismálum
Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu
og varaformaður Umferðarráðs.
10.30 Umferðaröryggi í Evrópu – staðan í dag og
leiðir til úrbóta
Dr. Günter Breyer, aðstoðarvegamálastjóri
Austurríkis Fyrirspurnir og umræður
11.30 Pallborðsumræður
Fulltrúar skiptast í umræðuhópa samkvæmt
dagskrárliðum þingsins.
12.15 Hádegisverður
13.00 Umræðuhópar hefja störf
14.45 Fulltrúar umræðuhópa gera í stuttu máli grein
fyrir starfi þeirra
Almennar fyrirspurnir og umræður
– ályktanir þingsins
15.45 Þingslit – formaður Umferðarráðs
Móttaka í boði samgönguráðherra
Umferðarþing er öllum opið. Þátttökugjald með veitingum er
12.500 kr. Skráning er á heimasíðu Umferðarstofu, www.us.is,
til 22. nóvember. Þar er að finna nánari upplýsingar um þingið.
Einnig í síma 580 2000.
UMFERÐARÞING
2006
Hótel Loftleiðum 23. og 24. nóvember
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI