Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 22

Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 22
greinar@frettabladid.is Ég var spurður að því síðast núna um helgina hvort Ísland væri ekki staður þar sem allir þekktu alla. Flestir íslendingar þekkja þessa spurningu enda fámennið oftar en ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar á Ísland er minnst. Sá sem spurði hefði raunar líklega þekkst á götu á Íslandi fyrr á árum því hann hafði atvinnu af því að leika grunsamlega menn í þáttunum um lögreglumanninn Derrick. Spurningar hans minntu mig á nokkuð sem ég hef tekið eftir í áranna rás. Hugmyndinni um þjóðfélag sem er svo lítið að menn fara tæpast úr húsi án þess að rekast á kunningja sína fylgja oft ályktanir um kosti fámennis. Þeir sem hafa áhuga á stjórnmál- um spyrja til dæmis oft um það hvort pólitísk úrlausnarefni séu ekki útkljáð á Íslandi með beinni og virkri þátttöku almennings og hvort fámenninu fylgi ekki mikið gagnsæi, nálægð, jafnræði, jafnrétti, jöfnuður og fleiri nytsamlegir hlutir. Flestum kemur því á óvart að heyra að Ísland er eitt örfárra landa í Evrópu sem aldrei notar þjóðarat- kvæðagreiðslur til að leiða til lykta mikilsverð álitamál. Ég hef aldrei sagt útlendingi þetta án þess að hann lýsi mikilli furðu á þessu og líklega yrði undrunin meiri ef sagt væri frá dæmum um feimni manna við að láta þjóðina ráða. Og ekki kemur síður á óvart að Ísland er eitt fárra landa í okkar heimshluta þar sem fjárreiður stjórnmálaflokka eru leyndarmál. Þá undrast flestir að heyra að Ísland sé það ríki Vesturlanda þar sem ójöfnuður í tekjum hefur vaxið hraðast á síðustu árum og svo hratt að tæpast er að finna hliðstæður í nýlegri vestrænni sögu. Undrunin verður enn meiri þegar því er bætt við að þetta er ekki aðeins afleiðing hnattvæðingar og útrásar fyrirtækja, heldur ekki síður vegna meðvitaðrar stefnu almannavalds í skatta og velferð- armálum. Það er hins vegar annað sem kæmi líklega enn meira á óvart ef hirt væri um að nefna það en það gerir maður sjaldnast. Einhverra hluta vegna hafa íslensk stjórn- mál alltaf snúist meira um klíkur en málefni. Okkur virðist svo tamt að mynda klíkur og hugsa í klíkum að þær verða að teljast ráðandi skipulagseiningar í íslensku samfélagi. Einn kækur sem þessu fylgir er að búa til andstæðinga úr fólki sem kann að hafa aðra skoðun eða aðra hagsmuni og helst skapa tor- tryggni í þess garð. Þetta sést í smáu og stóru. Stjórnmálamenn virðast stundum í sameiningu mynda eina samtryggða yfirklíku úr öllum litlu klíkunum sínum. Innan stjórnmálaflokka mynda alls kyns klíkur, sumar langlífar, aðrar stundlegri, hið eiginlega skipulag. Þetta sést í viðskipta- heiminum þar sem klíkumyndun hefur ekki horfið þótt nú séu farnar gömlu klíkurnar sem í skjóli tveggja stjórnmálaflokka fengu að hagnast á fákeppni og einokun áratugum saman. Þetta sést líka í margvíslegum heimum íslenskrar menningar. Ekki veit ég af hverju þetta er en með ákveðnum hætti tengist þetta þó þeirri ótrúlegu fimi sem Íslendingum er í blóð borin við að víkja sér framhjá kjarna hvers máls. Við ættum góðan sjens í gullið á Evrópumóti ef í þessu væri keppt. Eitt dæmið um þetta eru nýafstaðin prófkjör. Hug- myndin um prófkjör er afskap- lega góð og við trúðum því mörg fyrir löngu síðan að þau gætu brotið upp klíkuveldið í íslensk- um stjórnmálum og gefið lýðræðinu þrótt. Auðvitað virka þau stundum, ágætt fólk er oft valið vegna hæfileika sinna og dugnaðar. En almennt eru þetta átök um eitthvað allt annað en efnisatriði málsins. Úti á landi virðist mestu skipta í hvaða þorpi eða sveit frambjóðandi er búsettur. Í þéttbýlinu getur aðild að samstillum áhugamannahópum um eitthvað allt annað en stjórnmál skipt meira máli en pólitískar skoðanir, gáfur eða atgervi. Eitt það sérstakasta við íslensku þjóðina er hvað allir eru líkir. Í Englandi heyrist annar talandi jafnskjótt og farið er yfir á, í Frakklandi á hver dalur sinn ost og sitt vín og mörg önnur samfélög álfunnar eru eins og samsetningar úr ólíkustu hópum manna. Þar þættu hins vegar margar af þeim víglínum sem myndast í íslenskum prófkjörum lítið meira viðkomandi kjarna málsins en skónúmer frambjóð- andans. Íslenska klíkuhefðin Ég hef aldrei sagt útlendingi þetta án þess að hann lýsi mik- illi furðu á þessu og líklega yrði undrunin meiri ef sagt væri frá dæmum um feimni manna við að láta þjóðina ráða. Um síðustu helgi átti ég því láni að fagna að fá tækifæri til að fara og horfa á íslenska kvikmynd textaða með íslenskum texta. Sennilega áttu fleiri þess kost líka og nýttu sér það. Það er lofsvert þegar framleiðendur íslenskrar kvikmyndagerðar taka sig til og bjóða upp á að afurð þeirra sé sýnd textuð með íslenskum texta svo sem flestir getið notið hennar. Kvikmyndin sem um ræðir var Börn. Framleiðendur hennar, Vesturport, settu hér með rós í hnappagat sitt með þessum mögu- leika fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa kvikmyndaunnendur. Það er kannski rétt að geta þess hérna að mörg ár eru liðin síðan þetta gerðist síðast. Sjálfa rekur mig ekki alveg minni til hve mörg ár, en rámar í að það hafi gerst 1997, þó ég fullyrði það ekki alveg. Það var þegar kvikmyndin Djöflaeyjan var sýnd textuð en það gerðist mörgum mánuðum eða allt að tveim- ur árum eftir að hún var frumsýnd. Það má því segja að það hafi nánast verið veisla fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa að sjá myndina Börn. Slíku framtaki verð- ur að viðhalda, alltof margar íslenskar kvikmyndir hafa horfið af breiðtjaldinu án þess að öllum hafi verið gefinn kost- ur á að sjá þær. Nú hefur kvikmyndin Mýrin sópað til sín áhorfendum, það eru fleiri sem langar til að sjá hana. Hér í lokin eru því vinsamleg tilmæli til framleiðenda kvikmyndarinnar að sýna hana textaða líka, helst núna fljótlega þar sem flestir eru að sjá hana og það blundar senni- lega löngun hjá mörgum heyrnar- skertum og heyrnarlausum og jafnvel nýbúum sem náð hafa einhverjum tökum á málinu að sjá hana og vera þar með líka þátttakendur í umræðu um hana, enda er hún nú þegar málefni líð- andi stundar í allri þeirri flóru málefna sem nú eru í loftinu. Ég myndi vilja að kvikmyndin Mýrin yrði jóla- mynd mín í ár og vona að sú ósk verði að veruleika og er ég ekki ein um þá frómu ósk. Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi Börn textuð GADDAVÍR SIGURJÓN MAGNÚSSON „Gaddavír er látlaus, hefðbundin, vel skrifuð skáldsaga sem gefur tilefni til þess að velta fyrir sér mannlegu eðli… Í stærra samhengi og táknsögulega fjallar Gaddavír um erfðasyndina, þjáningu, jafnvel píslarvætti.“ - Geir Svansson, Morgunblaðið, 3. nóv. 2006 ÁHRIFAMIKIL SKÁLDSAGA SEM HELDUR LESANDANUM Í HELJARGREIPUM Í búalýðræði er eitt af þeim hugtökum sem gjarnan er grip- ið til á tyllidögum. Með réttu má halda fram að þróun hafi átt sér stað í átt til íbúalýðræðis. Grenndarkynning og réttur íbúa til athugasemda við auglýst deiliskipulag eru dæmi um það. Hins vegar er afar sjaldgæft að almenningur taki með beinum hætti þátt í ákvarðanatöku stjórnvalds með því að greiða atkvæði um tiltekið mál. Þjóðaratkvæðagreiðsla þekkist varla á Íslandi og hefur ekki átt sér stað síðan stjórnarskrárbreytingin sem leiddi til stofnunar lýð- veldisins var samþykkt fyrir meira en 60 árum. Síðan hefur þjóðin í heild ekki komið að ákvarðanatöku stjórnvalda með beinum hætti. Íbúar einstakra sveitarfélaga hafa í beinni kosningu að sam- þykkt eða fellt sameiningar sveitarfélaga. Sömuleiðis hafa íbúar sveitarfélaga greitt atkvæði um hundahald og ákvörðun um að koma á fót áfengisútsölu. Reykvíkingar gengu til atkvæða árið 2001 um það hvort flugvöllurinn skyldi vera áfram í Vatnsmýri eftir árið 2016 þegar núverandi aðalskipulag fellur úr gildi. Innan við 40 prósent borgarbúa tóku þátt og voru úrslit atkvæðagreiðsl- unnar ekki bindandi. Í Hafnarfirði hefur verið ákveðið að ef Alcan leggur fram til- lögu um stækkun álvers þá munu íbúar bæjarins greiða atkvæði um málið. Í þessu tilviki koma íbúarnir með beinum hætti að ákvarðanatöku sem skiptir miklu máli fyrir búsetu í sveitarfélag- inu. Bygging eða stækkun verksmiðju, uppbygging á nýju iðnað- arsvæði og gerð umfangsmikilla umferðarmannvirkja eru dæmi um framkvæmdir sem virðist liggja beint við að leggja í dóm íbúa. Velta má fyrir sér spurningum eins og hvort ekki hefði átt að spyrja Reyðfirðinga um byggingu álvers og Reykvíkinga uppbyggingu á sjúkrahússtarfsemi við Vatnsmýrina. Hið síðarnefnda er reyndar ekki of seint. Miklu skiptir hvernig atkvæðagreiðslur sem þessar eru lagð- ar upp. Til þess að íbúalýðræði sé virkt í raun þarf tilgangur og umboð atkvæðagreiðslunnar að vera ljós. Sömuleiðis þarf að liggja fyrir hver lágmarksþátttaka á að vera til þess að skylt sé að virða þá ákvörðun sem tekin er í atkvæðagreiðslunni. Hér þarf einnig að huga að rétti þeirra sem velja að sitja heima við atkvæðagreiðslu. Fólki getur nefnilega verið sama um ákveðna hluti og hefur til þess fullan rétt. Þannig er óraunhæft og raunar ósanngjarnt að búast við sambærilegri þátttöku og í almennum kosningum í beinni atkvæða- greiðslu íbúa til dæmis um tiltekna framkvæmd. Hér verður að viðurkenna vilja þeirra sem vildu taka afstöðu í málinu, jafnvel þótt það sé ekki 2/3 hluti íbúa, hvað þá 3/4 eins og upphaflega var lagt upp með í atkvæðagreiðslu Reykvíkinga um flugvöllinn. Ljóst er að vilji Íslendinga stendur til þess að fá að taka með beinum hætti þátt í vissum stjórnvaldsákvörðunum. Annars vegar er hér um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu um meiriháttar mál sem varða þjóðina alla og hins vegar grenndarmál eða framkvæmdir sem íbúar í tilteknu sveitarfélagi taka ákvörðum um með beinni atkvæðagreiðslu. Ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar er í takti við þennan vilja og boðar vonandi aukið íbúalýðræði á Íslandi. Íbúar ganga til atkvæða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.