Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 24

Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 24
Stjórnmálaþátttakaá að snúast um þrjá hluti. Áhrif eða völd, að efla stuðning við stefnu eða skoðanir, stærð eða fylgi. Til þess að stjórnmálaafl nái árangri þurfa þessir þrír hlutir að vera í jafnvægi og vaxa í takt. Það er vont ef áhrif verða umfram fylgi eða viðteknar skoðanir, það er vont ef stefna eða skoðanir eru viðteknar en hreyfingin hefur hvorki fylgi né völd. Okkar hreyfing er á tímamót- um. Hún á möguleika á að öðlast völd í takt við skoðanir, öðlast fylgi og stærð í takt við áherslur. Sífellt fleiri eru okkur sammála um að samfélaginu þurfi að breyta, spyrna þurfi við óásætt- anlegum normum eins og að nátt- úran skuli seld hæstbjóðanda, að það sé samfélaginu eðlilegt að fólk hafi tíu til tuttuguföld mán- aðarlaun á við undirmenn sína, að það sé samfélaginu eðlilegt að erlent verkafólk hafi lakari kjör en annað fólk. Okkar skoðunum hefur vaxið fiskur um hrygg. Okkar skoðunum hefur aukist fylgi. Fylgismönnum okkar hefur fjölgað. Við þurfum að axla þá ábyrgð sem fyrir okkur verður lögð þegar til kastanna kemur. Við erum mót- andi afl á íslensk stjórnmál, á íslenskt þjóðfélag og íslenska framtíð. Við þurfum að leggjast öll á eitt til þess að takast ætlunar- verk okkar, að breyta þjóðfélag- inu. Við þurfum að breyta því svo að framtíð afkomenda okkar og afkomenda þeirra verði björt og farsæl. Við þurfum að skila áfram, ekki bara náttúru sem afkomendur okkar fá að njóta, heldur líka samfélagi, sem við erum stolt af. Til þess að okkur takist ætlun- arverk okkar verðum við samt að standa saman og stefna til framtíðar. Framtíðar með vinstri græn áhrif, í takt við viðteknar vinstri grænar skoðanir, í takt við aukið vinstri grænt fylgi. Höfundur gefur kost á sér í 2. sæti í forvali VG á höfuðborgar- svæðinu Saman sækjum við fram! Ífarvatninu eru mikl-ar breytingar í vest- urbæ Kópavogs og mun þeirra sjá stað á kom- andi misserum. Nú þegar hefur verið sam- þykkt íbúabyggð á Kópavogstúni og í nýju bryggjuhverfi á norð- anverðu nesinu. Auk þess eru í bígerð veru- legar breytingar á vestanverðu Kársnesi þar sem núverandi skipulag mun víkja fyrir þéttari byggð. Síðast en ekki síst eru uppi áform um tæplega 5 ha. landfyll- ingu vestur af Kársnesi með fyrir- huguðu athafnasvæði og stærri kaupskipahöfn. Þegar svo veigamiklar breyt- ingar liggja fyrir á svæði þar sem fyrir er gróin byggð er mikilvægt að móta rammaskipulag fyrir allt svæðið og þannig sjá fyrir það skipulag sem er í mótun í sam- hengi við það sem fyrir er. Það þarf að huga að þáttum eins og skólamálum, dagvistarmálum og nærþjónustu við íbúa svæðisins þegar það liggur fyrir að íbúafjöldi á tiltölu- lega afmörkuðu svæði muni hátt í tvöfaldast á komandi árum. Þessar fyrirhuguðu breytingar á Kársnes- inu munu hafa veruleg áhrif á samgöngur og þjónustu alla í vestur- bæ Kópavogs þar sem lýðfræðileg uppbygg- ing hverfisins mun taka miklum breytingum. Slíkar breytingar ætti að móta í góðri sátt og samvinnu við íbúa vesturbæjar Kópavogs. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs hafa ítrek- að bent á að áður en einstaka reitir eru skipulagðir á Kársnesinu er mikilvægt að kynna fyrir bæjar- búum nýtt rammaskipulag vestur- bæjarins þar sem allar fyrirhug- aðar breytingar koma fram. Einungis þannig geta bæjarbúar metið áhrifin til lengri tíma. Í ágúst sl. lögðu fulltrúar Sam- fylkingarinnar til að þá þegar færi fram ítarleg kynning á framtíðar- skipulagi Kársness. Þar til þeirri kynningu væri lokið yrði deili- skipulagi einstakra reita frestað. En þrátt fyrir að sú tillaga hafi verið samþykkt hefur nú, þremur mánuðum seinna, ekkert bólað á þeirri kynningu. Samfylkingin hefur skýra stefnu í skipulagsmálum í vestur- bæ Kópavogs. Við viljum þétta byggð í góðri sátt við íbúa, við vilj- um endurbyggja hafnarsvæðið þannig að þar verði skemmtileg blanda af íbúabyggð, atvinnu- svæði og smábátahöfn. Við viljum leggja innflutningshöfnina niður enda fer hún ekki saman við þá vaxandi byggð sem fyrirhugað er að rísi á nesinu. Það er mikilvægt að hlúa að blómlegri byggð í bæ sem er í stöð- ugum vexti. Ábyrgð bæjaryfir- valda er mikil því það er okkar að tryggja að svo verði í sátt og sam- vinnu við íbúa bæjarins. Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja og því mun Samfylkingin í Kópavogi halda fund miðvikudaginn 22. nóv- ember kl. 20.00 í sal Samfylkingar- innar að Hamraborg 11 og kynna þær skipulagsbreytingar sem framundan eru á Kársnesinu. Þangað eru allir velkomnir. Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í bæjarstjórn Kópavogs Breyttur vesturbær í Kópavogi Ég starfa sem búðar-maður í Landmanna- laugum á sumrin. Stað- urinn er fjölsóttur. Óhjákvæmilega raskast viðkvæm náttúran vegna þess fjölda sem um hana fer. Ég, landvörður og fleiri sem vita hvers virði það er að halda svæðinu sem ósnortnustu, reynum að leiðbeina fólki til að koma í veg fyrir óþörf náttúruspjöll. Stundum tölum við við ökumenn torfæru- tækja, svo þeir fari ekki að spilla yfirborði jarðar með utanvega- akstri. Stundum tölum við við jarð- fræðinema með hamra, svo þeir fari ekki að spilla yfirborði jarðar með sýnatökum. Ferðamenn mega ekki einu sinni taka með sér steina, því með því móti eru þeir að raska yfirborði svæðisins. Það er yfirborðið sem augað sér, sem myndavélarnar nema og sem birtist á póstkortum og í auglýsingum um Ísland. Þessar myndir eru mjög oft af Landmannalauga- svæðinu, sem í seinni tíð er orðið frekar vítt hugtak og teygir sig m.a. til Hrafntinnu- skers. Hvað eigum við, sem svæðið viljum vernda, nú að segja við jarð- fræðinemana og hina túristana? Kannski ættu þeir bara að fara til Reykjavíkur. Þeir gætu sótt sýnishornið sitt eða minjamolann sinn þangað. Þeir finna það utan á Þjóðleikhúsinu. Þar er annað yfirborð sem þjóðinni er kært og ekki má skemma. En Þjóðleikhúsið er ekki notað eins mikið í landkynningu eins og svæð- ið sem sá því fyrir klæðningu sinni, svo skaðinn er varla eins mikill, eða hvað. Auðvitað er þetta bull. Þó að Þjóðleikhúsið sé mörg hundruð tonn að þyngd, þá væri það skemmdarverk að kroppa af því klæðninguna, þó hún sé falleg. Þetta ætti sá mikli fræðimaður og fjallagarpur, Ari Trausti Guð- mundsson, að vita. Hann hefur ekki svo óvíða gengið um yfirborð þessa lands. Hann talar um að til séu svo og svo mörg tonn af hrafntinnu, svo að það skipti þá engu þó tekin séu svo og svo fá tonn af henni, til að skapa með henni annað yfir- borð. Hlutfallið sem hann nefndi var lágt, en ég dreg samt í efa að hann væri reiðubúinn að fórna því sama hlutfalli af sínu eigin yfir- borði. Ari Trausti er jarðfræðingur. Hann veit um dýpt jarðarinnar og að þar fyrirfinnst mikið grjót. Ég er listamaður og ég veit að í listinni fyrirfinnst mikil dýpt. Viðhafnar- miklar umbúðir utan um listina eru ekki til þess fallnar að leiða fólk á vit dýpisins. Hrafntinnuklæðning kemur leiklist ekkert við. Yfirborð jarðar kemur hinsvegar jarðfræð- ingum við og öllum öðrum sem vilja njóta landsins. Höfundur er verslunarmaður og myndlistarmaður Hrafntinna hér og þar Það þarf ekki að horfa langt um öxl til þess að sjá hversu miklar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum okkar Íslendinga á undanförn- um 15 árum. Frumfram- leiðslan skipar nú ekki nærri því eins stóran sess í hagkerfi landsins og áður fyrr. Samkvæmt tölum frá dr. Ágústi Einarssyni þá var hlut- deild landbúnaðar til landsfram- leiðslu 5% fyrir 25 árum en er nú 1,4% – að sama skapi var hlutdeild sjávarfangs 16% árið 1980 en er nú 6,8%. Það eru ekki lengur bara þrjár stoðir undir atvinnulífi okkar Íslendinga, þ.e. frumframleiðsla, iðnaður og þjónusta, því fjórða stoðin er farin að skipta verulegu máli en hún felst í skapandi atvinnu- greinum. Ég hef lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að skipaður verði starfshópur til að taka saman upplýsingar um eðli og umfang skapandi starfsgreina hér á landi og móta tillögu að stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar í þess- um málaflokki. Skapandi atvinna einkennist af því að meginviðfangsefnið er að skapa nýja þekkingu eða efni sem hægt er að vernda með höfundar- rétti eða einkaleyfi. Áhrif og árang- ur slíkra starfsgreina felst ekki hvað síst í samvinnu og samstarfi fólks með ólíkan bakgrunn og menntun. Til skapandi starfsgreina teljast svo dæmi séu tekin menn- ingartengd starfsemi hvers konar, afþreyingariðnaður, s.s. tölvuleikir, kvikmyndir og hverskonar uppák- omur, hátækniiðnaður, hönnun, handverk, þekkingarstarfsemi, útgáfa á rituðu og rafrænu formi og menningartengd ferðaþjónusta. Það er nokkuð teygjanlegt hvað telst til skapandi atvinnugreina en eftir þeirri atvinnugreinaflokkun sem að ofan er getið, teljast 25% alls vinnuafls hér á landi vinna við skapandi atvinnugreinar. Í Banda- ríkjunum er þetta sama hlutfall 30% alls vinnuafls. Mörg ríki hafa markað opinbera stefnu í þessum málaflokki og fylgt henni eftir því mönnum hefur orðið ljóst mikilvægi þessarar starfsemi sem atvinnu framtíðarinnar. Það eru aðallega þrjú skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi sem jarð- vegur fyrir skapandi starfsemi en það eru tækniþekking, hæfni og þekking mann- auðs og umburðarlyndi gagnvart fjölbreytni mannlífsins. Dæmi um slíka starfsemi hér á landi er framleiðsla sjónvarpsþátta um Lata- bæ í hátæknimyndveri sem komið var upp í Garðabæ, uppsetningar Vesturports á sýningum og landvinningar erlend- is, og tölvuleikur CCP – Eve online, en yfir 150 þúsund áskrifendur eru nú að leiknum,víða um heiminn. Ýmsar uppákomur hafa náð fótfestu hérna og vakið verðskuldaða athygli erlendis. Þar er skemmst að minnast Food and Fun matvælasýningarinnar og Air- waves tónlistarhátíðarinnar. Slíkir viðburðir ásamt mörgum öðrum hafa skapa meiri atvinnu en fljótt á litið virðist. Í Kaupmannahöfn voru teknar saman tölur um efnahagslegt gildi skapandi greina fyrir borgina. Þar voru 19 stórir atburðir teknir fyrir, s.s. U2 tónleikar, fótboltaleikir og allskonar uppákomur. Í ljós kom að 1.425 ársstörf sköpuðust vegna atburðanna og tekjurnar voru tæp- lega 173 milljónir evra. Auk þessa má geta til dæmis að um 100 heilsársstörf í Kaupmanna- höfn eru eingöngu vegna fótbolta- leikja svo dæmi sé tekið og Hróars- kelduhátíðin er gott dæmi um hvernig lítill bær getur verið mið- stöð ákveðins atburðar og það haft veruleg áhrif á efnahags- og atvinnuástandið þar. En það eru einnig minni staðir og minni atburðir sem geta lagt lóð á vogarskálarnar og nýtt sér þessa nýju starfsgrein. Hér á landi höfum við dæmi um skapandi atvinnu- greinar sem hafa haft verulega mikil áhrif á bæi eins og t.d. hvala- skoðunarferðir frá Húsavík, Síld- arminjasafnið og síldarhátíðina á Siglufirði og stríðsminjasafnið í Fjarðabyggð. Tækniþekking á Íslandi er afar góð og auðvelt að nýta hana hvar sem er ásamt því að virkja hugmyndaauðgina og kraft- inn sem víða býr í byggðum lands- ins en með því getum við óhikað tekið skrefið inn í atvinnuhætti framtíðarinnar. Höfundur er varaþingmaður í Norðausturkjördæmi og sækist eftir 2-3 sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í prófkjöri 25. nóvember Skapandi starfsemi Hjartasjúkdómar og of há blóðfita - Ein helsta meinsemd samtímans? Udo Erasmus heldur fyrirlestur á Grand hótel Reykjavík 28. nóvember kl. 10:00 - 12:00 fyrir fagfólk og kl.19:30 - 22:00 fyrir áhugafólk. Aðgangur er ókeypis! Þetta er fyrirlestur fyrir alla þá sem glíma við of háa blóðfitu, þá sem er umhugað um meltingarstarfsemi sína og alls áhuga- og fagfólks um þessi málefni. Nánari upplýsingar hjá Heilsu í síma 533 3232 eða heilsa@heilsa.is Udo‘s Choice vörurnar fást í Heilsuhúsinu, Lyfju og flestum heilsubúðum Udo Erasmus er alþjóðlegt nafn í umræðunni um Omega-3 fitusýrur, kólesteról, meltingu og almennt heilbrigði. Hann er í hópi helstu næringarfræðinga heims og keppast vísindamenn um að vitna í rannsóknir hans. Einna þekktastur er hann fyrir framlag sitt og þróun á Omega fitusýrum. Hann hefur ritað fjölda greina og bóka um þessi viðfangsefni. Þekktust er bókin: „Fats that Heal Fats that Kills“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.