Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 27

Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 27
Hægt er að fara ótrúlegustu leiðir í vali á hljómtækjum í bílinn, enda úrvalið sífellt betra. Fréttablaðið spurði starfsmenn þriggja verslana hvaða græjur væru vinsælast- ar á Íslandi í dag. „Ásóknin í mp3 spilara verður sífellt meiri,“ segir Axel Thorar- ensen Hraundal, hjá Bílanausti á Bíldshöfða 9. „Þeir hafa ýmislegt fram yfir hefðbundna diskaspilara, meðal annars þann mikla lagafjölda sem þeir geta tekið,“ heldur Axel áfram. Mp3 spilarinn sýnir jafnframt lista yfir lög, diska og flytjendur, sem tiltölulega auðvelt er að fletta í gegnum. Fullkomnari mp3 spil- arar geta einnig leikið dvd-diska og geta birt allan lagalistann á skjánum. Að sögn Axels er leiðréttingar- búnaður mp3 spilara enn fremur orðinn svo þróaður að þeir hiksta ekki þótt ekið sé yfir hraðahindr- anir eða erfiðan veg. „Síðast en ekki síst er kostur- inn við mp3 spilara sá að þeir leika einnig diska á svokölluðu wma- formati, það er efni sem hefur verið afritað á heimatölvunni í gegnum Windows Media Player forritið,“ bætir Axel við. „Format- ið er raunverulegt svar Microsoft- fyrirtækisins við mp3.“ „Geislaspilarar tilbúnir fyrir iPod eru vinsælastir um þessar mund- ir,“ segir Guðmundur Ragnarsson, hjá Nesradíó í Síðumúla 19. „Tengin eru mismunandi fyrir ólíkar lausnir. Til eru tengi sem ganga beint í Alpine-útvarpstæki, en þá verður iPodinn einskonar harður diskur sem stýrt er frá takkaborði útvarpstækisins.“ Guðmundur segir að í mörgum tilvikum sé lítið mál að breyta eldri gerðum útvarpstækja í bílum svo að iPodinn virki. Hljóðinn- gangur inn á tækið þarf að vera fyrir hendi, en þá er iPodinum stjórnað á gamla mátann og hljóð- ið leitt inn á hljóðkerfi bílsins. „iTrip búnaður, sem er einfald- lega útvarpssendir hefur eitthvað verið í notkun,“ heldur Guðmund- ur áfram. „En hann þykir ekki hafa gefið eins góða raun og bein- tenging, vegna hljóðtruflana.“ Ásgeir Örn Rúnarsson hjá AMG Aukaraf í Dalbrekku 16 í Kópa- vogi segir mikla eftirspurn vera eftir hljómtækjum frá sænska framleiðslufyrirtækinu DLS. „Þegar menn uppfæra hljóð- kerfið í bílnum, er vinsælast að taka DLS sett sem samanstendur af hátölurum fyrir afmarkaða staði,“ útskýrir hann. „Fyrst ber að nefna hátónahátalara sem eru settir ofarlega í bílinn, á mæla- borðinu eða við gluggapósta, síðan miðjubassahátalara í hurðir eða á eða undir mælaborðið,“ segir hann. „Settinu fylgir sértakur filter sem síar háu tónana í hátónahátal- arana og þá lágu í hina. Samsetn- ing af þessu tagi skilar góðum hljómgæðum,“ heldur hann áfram. „Til að keyra þetta velja menn sér gjarnan magnara með innbyggðri síu sem filterar enn lægri tóna í bassahátalarana.“ Ásgeir segir vörur DLS njóta vinsælda vegna þess náttúrulega hljóms sem þær þykja skila, hátón- arnir séu þannig ekki of skarpir og mýktar gæti í heildarhljóðsviðinu. „Gæði DLS-vörumerkisins eru margsönnuð enda lætur fyrirtæk- ið dæma vörur sínar á hljóm- keppnum, þar sem það hefur náð gríðarlega góðum árangri bæði á Evrópu- og Bandaríkjamarkaði. Af þessum sökum hikar DLS ekki við að stilla sér upp með stóru vörumerkjunum sem hafa verið til um áratuga skeið,“ útskýrir Ásgeir. Með græjurnar á fullu Fólki finnst nýjar bifreiðar kvenlegar en þær eldri karl- mannlegar. Eins undarlega og það hljómar skipta bílar um kyn eftir því sem þeir eldast, samkvæmt niðurstöð- um nýlegrar breskrar rannsókn- ar. Könnun framkvæmd af Bosch- fyrirtækinu leiddi í ljós að meiri- hluti þátttakenda hafði tilhneig- ingu til að kvengera frekar bif- reiðar á meðan þær voru nýjar, en tóku að karlgera þær eftir því sem þær eltust. Höfundi rannsóknarinnar, Jan Walsh, finnst niður- stöðurnar alveg rök- réttar miðað við þá ólíku sam- félagslegu afstöðu sem kynin mæta. Nýr og flottur bíll vekur sterk hugrenningatengsl við konu sem eyðir töluverðum tíma að halda sér vel til, svo hún veki sem mesta eftirtekt á götum úti. Menn tengja eldri bifreiðar aftur á móti frekar við karlmenn, þar sem eldri bílar þykja sýna merki um áreiðanleika, styrk og afkastagetu, sem eru almennt álitnir kostir feðra eða afa. Rannsóknin sýndi einnig að karlkyns ökumenn eru líklegri til að karlgera bifreiðar. Kvenkyns bílstjórar kvengera aftur á móti frekar bifreiðar heldur en hitt. Nýir bílar kvenleg- ir, gamlir karlalegir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.