Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 31
Scandinavian Airlines hefur
stækkað leiðakerfi sitt og hefur
flug frá Íslandi til Svíþjóðar í
lok apríl.
Flugfélagið Scandinavian Airli-
nes, eða SAS, hefur síðustu miss-
eri unnið að því að stækka leiða-
kerfi sitt innan Evrópu ásamt því
að auka framboð lággjaldafar-
rýma. Íslendingar koma til með
að hagnast á stærra leiðarkerfi
þar sem ákveðið hefur verið að
hefja beint flug milli Íslands og
Svíþjóðar 27. apríl næstkomandi.
Fyrirhugað er að fljúga þrisvar
í viku, mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga. Flogið verður klukkan
9.25 að morgni til. Sala farmiða
hófst núna fyrir helgi. Verð er
hagstætt og þykir mikill kostur að
í boði er að kaupa farmiða aðra
leið, til eða frá Íslandi.
Íslendingar geta því nýtt sér
aukna ferðamöguleika og verið
tíðir gestir á Norðurlöndunum
enda mun SAS halda áfram áætl-
unarferðum sínum frá Íslandi til
Noregs í vetur.
SAS hefur áætlunarflug frá
Íslandi til Svíþjóðar
Ferðafélag Útivistar hefur mik-
ið dálæti á Básum í Þórsmörk
og verður með þrjár ferðir
þangað í desembermánuði.
Dagana 1. til 3. desember ætlar
Útivist að fara í sína árlegu
aðventuferð í Bása í Þórsmörk.
Búast má að snjór liggi yfir Mörk-
inni á þessum tíma og því auðvelt
að komast í rétta aðventu- og jóla-
skapið. Farið verður í gönguferðir,
föndrað, haldin verður kvöldvaka
og staðið fyrir veglegu jólahlað-
borði.
Seinni aðventuferð Útivistar er
jeppaferð sem farin verður inn í
Bása 9.-10. desember. Þetta er
árviss ferð þar sem jeppamenn fá
útrás fyrir bílaáhugann í bland við
léttar gönguferðir og skemmti-
lega jólastemningu á kvöldvöku.
Þeir sem vilja svo eiga öðruvísi
áramót geta slegist í för með Úti-
vist inn í Bása 30. desember til 1.
janúar þar sem ferðalangar njóta
flugelda og áramótabrennunnar í
faðmi Þórsmerkur.
Hátíðarferð-
ir í Bása
Sími: 50 50 600 • www.hertz.is
www.hertz.is
Bókaðu
bílinn heima
- og fáðu 500
Vildarpunkta
Vika í
USA
21.200
San Fransisco
kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó,
þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur
af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar.
17.800
Florida
kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó,
þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur
af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar.
23.300
Boston
kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó,
þjófavörn, flugvallargjald, einn tankur
af bensíni, einn auka bílstjóri og skattar.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
E
R
3
15
83
1
1/
06
BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662
// Ævintýraferðir
Örugglega út í óvissuna
Þú færð hvergi betra úrval spennandi ævintýraferða til allra
heimsálfa. Ferðir með öllum þekktustu ævintýrafyrirtækjunum.