Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 44
MARKAÐURINN Í tengslum við aukin útgjöld íslenskra fyrirtækja til málefna á borð við íþrótta-, velferðar-, lista- og menningarmál heyrist æ oftar talað um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Eftir vel sótta ráðstefnu sem Háskólinn í Reykjavík stóð fyrir í sam- starfi við KOM almannatengsl í síðustu viku hefur umræðan enn glæðst. Af máli allra þeirra sem fram komu þar mátti skilja að nú gæti breyttra viðhorfa um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu. Þau álíti það í æ ríkari mæli skyldu sína að vera góðir þjóðfélagsþegnar og leggja góðum málefnum lið og bæta þannig það samfélag sem þau starfa í. Undanfarnar vikur hafa margir tekið þátt í þessari umræðu. Þeirra á meðal er Björgólfur Guðmundsson, formaður banka- ráðs Landsbankans. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu fyrr í þessum mánuði kallaði hann ábyrgð fyrirtækja gagn- vart samfélaginu sjálfsábyrgð. Á sama hátt og samfélaginu nýtist vel að atvinnulíf eflist og styrkist sé það atvinnulífi til framdráttar að þjóðlíf blómstri í traustu og öruggu samfélagi. Þetta viðhorf virðist vera að ná meiri fótfestu hér á landi. MARGVÍSLEGAR SKILGREININGAR Hugtakið „samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja“ hefur verið skilgreint á ýmsa vegu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skil- greint hana sem „þær skuld- bindingar sem fyrirtæki kýs að taka á sig gagnvart starfsfólki, umhverfi eða viðskiptavinum umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningum, lögum eða reglugerðum.“ Í könnun sem unnin var á vegum kennslu- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík á dögunum, sem nánar er sagt frá hér á opn- unni, voru stjórnendur fyrir- tækja meðal annars fengnir til að greina frá því hvaða skilning þeir leggja í hugtakið. Skilgreiningarnar sem komu frá þeim voru margvíslegar. Flestir nefndu ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélaginu í heild sinni, sem talist getur til nánasta umhverfisins. Á eftir sam- félaginu var starfsmannastefnan oftast nefnd, sem talið er benda til þess að það sé að festast í sessi að stjórnendur álíti það samfélagslega jákvætt að vera með skilgreinda starfsmannastefnu. Styrkir til félagasamtaka voru oftast nefndir þar á eftir, þá umhverfismál og síðast viðskipta- vinir fyrirtækja. GÖMUL SANNINDI OG NÝ Eins og Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, benti á í ávarpi sínu á ráð- stefnunni eru það ekki ný sannindi að styrkir einstaklinga og fyr- irtækja við samfélagsleg málefni geti haft 22. NÓVEMBER 2006 MIÐVIKUDAGUR10 Ú T T E K T Oddgeir Einarsson, lögmað- ur og fyrrum stjórnarmað- ur í Frjálshyggjufélaginu, er einn þeirra sem telja hlutverk fyrirtækja vera að vinna eingöngu að mark- miðum eigenda þeirra, hvort sem þau snúast um hagnað eða annað. „Ef bakari stofnar um sig bakarí og fer að selja brauðið sitt á markaði tekur hann ákveðna fjárhagslega áhættu. Ef áhættan gengur upp skapar bakarinn störf, býður samborgurum sínum upp á viðbótarvalkost í vöru- úrvali, stuðlar að virkari samkeppni, auk þess sem hann þarf að kaupa vélar og korn sem eflir aðra atvinnu- starfsemi. Ríkið hagnast á þessu öllu í gegnum skatt- greiðslur. Ég get ekki skilið hvaða ábyrgð þessi bakari ber umfram aðra sem ekki taka þessa áhættu, enda hefur hann nú þegar lagt mun meira til samfélagsins en margur annar.“ Oddgeir telur hvata þeirra fyrirtækja sem gefi sig út fyrir að vera samfélagslega ábyrg ekki siðferðisleg- an heldur fyrst og fremst rekstrarlegan og miði að því að skila auknum hagnaði. „Skilgreini maður góðverk held ég að það þýði að láta eitthvað gott af sér leiða, burt séð frá því hvort maður fái eitthvað út úr því sjálfur eða ekki. Þeir sem eru að styrkja líknarmál og gæta þess að auglýsa það eru fyrst og fremst að gera það fyrir sjálfa sig. Þessi fyrirtæki eru ekki að gera neitt annað en að kaupa sér ímynd. Það er sennilega alls ekki óskyn- samleg leið að styrkja góð málefni til þess. En um leið og stjórnendur fyrirtækja styrkja góðgerðarmál án þess að nokkur viti af því eru þeir annaðhvort að færa peninga frá eigendunum, með því að taka frá þeim hagnað, starfs- fólki sínu, með því að borga þeim lægri laun en mögulegt væri, eða neytendum með hærra vöruverði. Þannig geta stjórnendur fyrirtækja farið út fyrir hlutverk sitt, sem er að stuðla að auknum hagnaði, nema eigendurnir ákveði annað.“ Fyrirtæki geta ekki borið ábyrgð Æ fleiri fyrirtæki setja sér skýr markmið um að stuðla að jákvæðri upp- byggingu sam- félagsins. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði hugmyndina um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja sem, af hvaða hvöt- um sem hún sprettur, skiptir sköpum fyrir margs konar starfsemi í landinu. Hugtakið „sam- félagsleg ábyrgð fyrirtækja“ hefur verið skilgreint á ýmsa vegu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur skilgreint hana sem „þær skuldbindingar sem fyrirtæki kýs að taka á sig gagnvart starfsfólki, umhverfi eða viðskiptavinum umfram það sem kveðið er á um í kjarasamningum, lögum eða reglu- gerðum.“ Ábyrgð eða auglýsing?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.