Fréttablaðið - 22.11.2006, Side 56
{ norðurland } 12
Akademían heldur til í húsakynn-
um Háskólans á Akureyri við
Þórunnarstræti sem áður gegndi
hlutverki húsmæðraskólans. Með-
limir eru nú þegar um 40 talsins en
sex félagar eru með vinnuaðstöðu.
„Starfsemin er tvíþætt. Við
rekum vinnuaðstöðu og samfélag
fyrir fræðimenn og -konur. En einn-
ig sinnum við hagsmunum félags-
manna og miðlum þeirra fræðum,“
segir Valgerður H. Bjarnadóttir,
hússtýra og stjórnarmeðlimur Aka-
demíunnar. Stofnendur Akademí-
unnar höfðu um nokkurt skeið
stefnt að því að koma á fót félags-
skap að fyrirmynd Reykjavíkur-
Akademíunnar. „Við vorum búin
að ræða þörfina fyrir vinnuaðstöðu
og hvetjandi samfélag fræðifólks
fyrir norðan. En góðir hlutir gerast
hægt og þegar við fengum aðstöðu
í Húsmæðraskólanum var ekki eftir
neinu að bíða,“ segir Valgerður
brosandi. Markmiðið er fyrst og
fremst að skapa aðstöðu og sam-
félag. „Við leggjum áherslu á að
skapa vinnufrið, en tökum einnig
á móti gestum. Á dagskránni er að
hafa opið hús ásamt málþingum og
fyrirlestrum“ segir Valgerður.
Meðal fyrirlestra sem farið hafa
fram í Akademíunni í haust má
nefna fyrirlestur Viðars Hreins-
sonar, framkvæmdastjóra Reykja-
víkurAkademíunnar um Handrit-
in í sauðalitunum, umfjöllun um
Charcot með Friðriki Rafnssyni og
nú síðast áhugaverðan fyrirlest-
ur Atla Harðarsonar um Hjóna-
bönd samkynhneigðra. Sá fyrir-
lestur var haldinn í samvinnu við
Áhugahóp um heimspeki. „Sumir
eru að rannsaka og grúska með-
fram annarri vinnu á meðan aðrir
eru þarna í fullu starfi og fást við
margvísleg viðfangsefni,“ segir
Valgerður og nefnir sögu hjúkrun-
ar og rannsóknir á garðrækt. Sjálf
situr hún meðal annars við þýð-
ingar á fornljóðum og verkefni um
menningar- og trúarsögu kvenna.
Stjórnina skipa Jón Hjaltason for-
maður, Kristín Kjartansdóttir ritari,
Valgerður H. Bjarnadóttir gjaldkeri,
Margrét Guðmundsdóttir og Páll
Björnsson, varamenn í stjórn. Allir
sem stunda fræðastörf eða einhvers
konar grúsk geta orðið meðlimir í
Akademíunni. Félagsgjald er 1500
kr. á ári en mánaðarleiga fyrir
skrifborð og alla aðstöðu er 12.000
kr. AkureyrarAkademían stefnir
að því að verða virkur þátttakandi
í þjóðfélags-umræðunni á Íslandi
og stuðla að fræðilegri umræðu
um allt frá Miðaldamenningu og
ræktun kartöflunnar til kynjaðr-
ar heimspeki og eðlis stjarnanna.
Stefnt er að frjósömu samstarfi við
ReykjavíkurAkademíuna og önnur
fræðasetur hérlendis og erlendis.
Sími AkureyrarAkademíunnar er 461
4006, netfang er akademia@internet.
is og fyrst um sinn mun heimasíða
ReykjavíkurAkademíunnar miðla
upplýsingum um systurstofnunina
norðan heiða. rh@frettabladid.is
Fræðasetur norðan heiða með öflugt starf
AkureyrarAkademían eða Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi var stofnað fyrir um hálfu ári síðan. Mikil gróska er í starfi fræði-
manna norðan heiða og því full þörf á góðri vinnuaðstöðu. Starfsemin hefur farið vel af stað með öflugu menningarstarfi.
Jón Ingi Cæsarsson, formaður
Skipulagsnefndar Akureyrarbæj-
ar er einn þeirra sem hefur talað
fyrir lengingu vallarins. „Það
þarf að koma þessu máli inn á
samgönguáætlun. Það sem hefur
fyrst og fremst vantað er að fá
vitræn svör frá yfirvöldum,“ segir
Jón Ingi Cæsarsson, formaður
Skipulagsnefndar Akureyrarbæj-
ar. „Við höfum séð hvernig minni
flugvellir í Evrópu hafa tekið
upp millilandaflug og það hefur
verið vítamínsprauta fyrir þau
byggðarlög.“
Áætlað hafði verið að fara í
framkvæmdir til að bæta bílastæði
og aðstöðu á vellinum, en þær
voru teknar út af samgönguáætlun
á síðasta ári.
„Deiliskipulag svæðisins er á
lokastigi og fyrir liggur að KEA
og Akureyrarbær eru til í að
koma að verkefninu með láni til
ríkisins. Það er þverpólitísk sam-
staða hér í bæ um nauðsyn þess-
arar framkvæmdar og þetta er
mál sem skiptir Norðurland allt
miklu máli,“ segir Jón Ingi. „Það
er okkar von að ferðaskrifstofur
og erlend flugfélög velji Akureyri
sem áfangastað í sínum áætlunum
en það gerist ekki við núverandi
aðstæður. Við erum hér mið-
svæðis á Norðurlandi og stutt í
náttúruperlur allt í kring. Þegar
Vaðlaheiðargöng verða komin
mun hlutverk flugvallarins aukast
enn frekar.
Lenging flugvallarins nauð-
synleg fyrir millilandaflug
Mikið hefur verið rætt um að lengja þurfi Akureyrarflugvöll og bæta aðstöðuna á
flugvallarsvæðinu. Ljóst er að þörf er á framkvæmdum til að völlurinn nýtist að fullu
sem millilandaflugvöllur.
„Við erum með skóla í Faxafeni 10
í Reykjavík og þar erum við með
fimm kennslustofur og svo erum
við með tvær kennslustofur hér á
Akureyri,“ segir Lára Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri skólans, sem
er með skrifstofu sína á Akur-
eyri. „Við kennum ýmiss konar
námskeið í skólanum, bæði fyrir
byrjendur og lengra komna og
aðsóknin hefur verið mjög góð hér
á Akureyri. Þá erum við með sér-
stök námskeið fyrir eldri borgara
en þau hafa mjög gaman af því að
ná tökum á tækninni. Þá erum við
að kenna ýmis sérhæfð námskeið,
til dæmis í vinnslu stafrænna
mynda með photoshop og upp-
setningu efnis í umbrotsforritum.“
Lára segir að fyrirtækjum sem
er stjórnað milli landshluta fjölgi
stöðugt. „Ég tel að í framtíðinni
muni aukast að fólk verði óbundið
af staðsetningu þegar sótt er um
störf. Hægt er að nota netið mun
meira en gert er nú til að auka frelsi
til búsetu,“ segir Lára. „Þetta er að
mínu mati vænlegra en að flytja
fyrirtæki og stofnanir í heilu lagi
milli landshluta. Með þessu móti
getur fólk ráðið hvaðan það vill
vinna.“ - öhö
Netið gefur aukið
frelsi til búsetu
Tölvuskólinn Þekking er eitt þeirra fyrirtækja sem
starfa bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.