Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 61
H A U S MARKAÐURINN mikil og jákvæð áhrif. Í ræðu sinni tók hann dæmi um athafna- manninn Ragnar í Smára, sem tók þá ákvörðun að gefa út bók eftir Halldór Laxness við upphaf ferils hans, þegar enginn annar fékkst til þess. „Í dag efast enginn um að samfélagslegur skilningur Ragnars í Smára var happ fyrir Halldór Laxness. En hitt er ekki þýðingarminna að hann var gæfa fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Þorsteinn í ræðu sinni. Það eru heldur ekki ný sannindi að mörg- um þykir umræðan um að fyrirtæki skuli bera samfélagslega ábyrgð hjóm eitt. Þau eigi að einbeita sér að sínum rekstri og með því skili þau mestu til samfélagsins og eig- enda sinna. Milton Friedman, einn frægasti hagfræðingur heims og mikill markaðs- og frjálshyggjumaður, lést í síðustu viku 94 ára gamall. Í september árið 1970 gaf hann út ritgerðina Samfélagsleg skylda fyrirtækja er að auka hagnað sinn og birtist hún í tímariti dagblaðsins New York Times. Þar færði hann rök fyrir því að stjórnendur fyrirtækja hafi þeim skyldum að gegna gagn- vart eigendum sínum að stjórna fyrirtækinu í samræmi við þeirra óskir, sem yfirleitt séu að þéna eins mikið og hægt er án þess að brjóta reglur samfélagsins. Í ritgerðinni segir hann kenninguna um samfélagslega ábyrgð oft notaða sem yfirskin fyrir aðgerðir sem í raun séu réttlættar af öðrum ástæð- um. Oft freistist fólk til að nota hugtakið um samfélagslega ábyrgð yfir aðgerðir sem þessar, sem í raun séu ekki annað en ein leið til að auka viðskiptavild og því að fullu leyti eiginhagsmunir fyrirtækisins en ekki samfélagsleg ábyrgð þess. MÖRKIN OFT Á TÍÐUM ÓLJÓS Margir telja hugmyndir Miltons Friedmans um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja úreltar og þær eigi ekki við í nútímasamfélagi. Hvort sem maður er sammála honum eða ekki er varla annað hægt en að láta hvarfla að sér að auð- vitað séu stjórnendur fyrst og fremst að hugsa um hag fyrir- tækis síns. Mörkin geta oft á tíðum verið nokkuð óljós milli auglýsinga og samfélagslegrar ábyrgðar. Títtnefnt dæmi um vel heppnað verkefni á þessu sviði er Glitnishlaupið í sumar. Það er jafnframt kannski eitt besta dæmið um óljós skil af þessu tagi. Bankinn hét á fjöl- marga starfsmenn sína að taka þátt í hlaupinu og á móti styrkti bankinn gott málefni í þeirra nafni. Það efast enginn um að þetta framtak hafði mikil og jákvæð samfélagsleg áhrif, meðal annars með bættri heilsu starfsmanna og annarra sem tóku þátt í hlaupinu og stór- um framlögum til líknarmála. Á sama tíma var Reykjavík þó undirlögð í auglýsingum og umfjöllunum tengdum hlaup- inu heilu vikurnar áður en það hófst. Annað dæmi er það sem kom fram í máli forstjóra Alcoa á ráðstefnunni, að fyrirtækið hafi ákveðið að veita tuttugu milljónum í uppbyggingu á Vatnajökulsþjóðgarði. Hvort sem framlög íslenskra fyrirtækja til samfélagslegra málefna eru til þess gerð að bæta ímynd þeirra eða vegna þess að þau telji þau til samfélagslegrar skyldu sinn- ar skiptir kannski ekki mestu máli. Sem betur fer sjá þau hag sinn í því. Ef þau gerðu það ekki er nokkuð öruggt að mun fátæklegra yrði um að litast í heimi menningar, lista, íþrótta og ýmissa styrktarfélaga sem reiða sig á dyggan stuðning einkafyrirtækja. 11MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 Ú T T E K T Að félaginu Einstök börn, sem verður tíu ára á næsta ári, standa 125 fjöl- skyldur barna með sjaldgæfa, óþekkta, langvarandi eða mjög alvarlega sjúk- dóma. „Sérkenni og jafnframt vandamál Einstakra barna er að við erum afskap- lega flókinn og lítill hópur aðstandenda barna sem þurfa oft á mjög mikilli umönnun að halda. Oft á tíðum passa börnin ekki inn í skilgreiningar, til dæmis í heilbrigðisgeiranum eða hvað varðar aðgengi að þjónustu. Þess vegna lendum við oft í að þurfa að berjast fyrir réttind- um sem ættu að vera sjálf- sögð,“ segir Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður félagsins. Í gegnum starf sitt með Einstökum börnum hefur Sigríður séð af eigin raun hversu miklu máli aðkoma fyrirtækja getur skipt fyrir félagsskap sem þennan. Það var meðal annars ástæðan fyrir því að hún vann könnun í mastersnámi sínu við kennslu- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík, um viðhorf stjórn- enda íslenskra fyrirtækja til sam- félagslegrar ábyrgðar. Hún segir margt hafa breyst frá þeim tíma sem félagið var stofnað hvað varðar aðkomu fyrirtækja að styrktarfélögum og mörg þeirra hafi notið góðs af því. Hún segir þó að Einstök börn þurfi enn frekari stuðnings við, enda eigi félagið undir högg að sækja þar sem fjölskyldurnar eru tiltölulega fáar og börnin hafa mjög ólíka sjúkdómsgreiningu. Það valdi því að þrýstihópurinn sé ekki eins öflugur og í mörgum öðrum tilfellum þar sem fleiri skilja við hvað er verið að berjast. Þessi hópur barna fer ört stækkandi og því full ástæða til að skoða þarfir fjölskyldna barnanna vel. Sigríður hefur undanfarið ár meðal annars verið í hópi fimm fjölskyldna sem hafa verið að berjast fyrir því að fá sambýli fyrir börnin sín sem fjölskyldurnar, af ýmsum ástæðum, geta ekki lengur haft heima fyrir. Sú barátta hefur tekið langan tíma og sér enn ekki fyrir endann á henni. „Það er gríðarlega erfitt að þurfa að viður- kenna fyrir sjálfum sér að maður geti ekki lengur valdið því að hafa barnið sitt heima. Að þurfa svo að berjast fyrir því að barnið fái inni á sambýli er ólýsanlega erfitt,“ segir Sigríður. Hún segir erfitt að hreyfa við því þunga afli sem stjórnvöld geta verið. Hjá þeim gerist hlutirnir einfaldlega of hægt en innan einkageirans hreyfist hlutirnir oft hraðar fyrir þann kraft sem oft býr innan hans. Hún vonast því til að einkafyrirtæki muni frekar auka við stuðning sinn og einnig að fleiri fyrirtæki muni láta sig samfélagslega ábyrgð varða. Hún nefnir Rjóðrið, sem er hvíldar-, hjúkrunar- og endurhæf- ingarheimili fyrir langveik börn, sem dæmi um hversu öflugt form samvinna hins opinbera og einkaaðila getur verið. Þar var uppbygging og öll framkvæmd algjörlega í höndum Velferðarsjóðs barna, sem stofnaður var af Íslenskri erfðagreiningu, en samningur gerður við Landspítalann um reksturinn að því loknu. Vakning fyrirtækja hefur skipt sköpum Nýleg könnun, sem unnin var af kennslu- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík, gefur vísbendingu um upplifun stjórnenda fyrirtækja á mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar. Rúm 65 prósent þeirra sem svör- uðu töldu það skipta starfsmenn fyrirtækisins mjög miklu eða frekar miklu máli að fyrirtækið gæfi eitt- hvað til samfélagsins. Ýmislegt annað áhugavert kom fram í könnuninni. Þar má nefna að einungis 44 prósent svarenda sögðu samfélagslega ábyrgð sérstaklega skilgreinda í grunnstefnu fyrir- tækisins. Langflest fyrirtæki, eða 80 prósent, byggja þá upphæð sem varið er til góðgerðarmála árlega á almennu mati stjórnenda eða eig- enda á hverjum tíma. Það gæti bent til þess að umfang samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja sveiflist oftar en ekki með árferði í efnahagslífinu. Könnunin var lögð fyrir 373 stjórnendur fyrirtækja en einungis 126 sáu sér fært að svara henni. Svarhlutfallið var því ekki nema 34 prósent sem getur ekki talist mög gott. Það gæti gefið vísbendingu um áhugaleysi eða vanþekkingu íslenskra stjórnenda á hugtakinu samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja. Víða óskýr stefna E R S A M F É L A G S L E G S T E F N A S K I L G R E I N D Í G R U N N S T E F N U F Y R I R T Æ K I S I N S ? Já 44,44% Nei 55,56% T E L U R Þ Ú Þ A Ð S K I P T A M Á L I F Y R I R S T A R F S M E N N A Ð F Y R I R - T Æ K I Ð G E F I E I T T H V A Ð T I L S A M F É L A G S I N S ? Mjög miklu máli 20,47% Hvorki né 25,20% Frekar miklu máli 44,09% Frekar litlu máli 7,09% Mjög litlu máli 3,15% ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.