Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 63

Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 63
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2006 S K O Ð U N Eigendur fyrirtækja og starfsmenn hafa ýmis áhuga- mál. Veiðiskapur hefur fylgt Íslendingum lengi og alltaf eykst sá fjöldi manna sem leggur stund á skotveiðar í sínum frítíma. Í vöxt fer að samstarfsmenn fari í hópum til veiða og komi gírugir á kaffistofuna daginn eftir með góðar veiðisögur. Manni verður þó um og ó að heyra sögur af veiðiferðum skotveiðimanna þar sem svo mikill fjöldi er saman kominn á tiltölulega litlu svæði, allir í sama tilganginum að skjóta gæsir eða rjúpur. Fréttir herma að menn hafi hreinlega flúið af góðum veiðistöðum vegna þess að skothríð er mikil, hún kemur úr öllum áttum þannig að ekki er mögulegt að átta sig á hvaðan skotin koma og ástandið því stór- hættulegt. Á haustmánuðum hafa borist tjónstilkynningar til Sjóvár sem fá mig til að hafa áhyggjur af því að menn sýni ekki ýtrustu varkárni við meðferð skotvopna. Áverkar geta verið alvarlegir og því viljum við árétta að þeir sem fá byssuleyfi taki alvarlega þær leiðbeiningar sem koma fram á námskeiðum sem haldin eru af Umhverfisstofnun um sjálfsagð- ar öryggisreglur. Það segja mér fróðir menn að þegar skotmaður gengur með hlaðna byssu á veiðum skal allt- af opna byssulásinn og afhlaða byssuna þegar farið er yfir t.d. skurði, klifrað upp kletta eða klöngrast yfir urð og móa. Gangi margir menn saman með hlaðnar byssur skal halda þeim þannig að hlaupin stefni aldrei að samferðarmönnum ef menn hrasa og detta. Það þykir einnig sjálfsögð kurteisi að opna byss- una og afhlaða er menn hittast á veiðum og fara að ræða málin eða setjast niður að snæðingi. Þetta eru mjög góðar reglur og afar áríðandi að sem flestir skotveiðimenn tileinki sér þær. Það er grafalvarlegt mál að verða fyrir slysa- skoti því afleiðingarnar geta haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir þann sem fyrir verður svo ekki sé talað um þann sem veldur. Það hlýtur að vera hræðileg tilfinning og erfitt að lifa með því að valda besta vini sínum eða nánum ættingja slíkum skaða, kannski af algeru kæruleysi og óvarkárni. Þó við bjóðum upp á góðar slysatryggingar þá getum við ekki annað en greitt ákveðnar fjárhæðir en atburðurinn hverf- ur ekki þrátt fyrir þær greiðslur. Með þessu greinarkorni lang- ar mig að vekja skotveiðimenn til meðvitundar um alvarleika þessa sports, að þeir tileinki sér varúð og gætni í meðferð skotvopna og klæð- ist áberandi fatnaði í þeim tilfellum sem slíkt fælir ekki bráð- ina, t.d. við rjúpna- veiðar. Það er mjög auðvelt og ódýrt að verða sér úti um neonlituð þunn nælon- vesti sem gera það að verkum að veiðimenn sjá vel hver annan sérstaklega í aðstæðum þar sem fjöldi skotveiðimanna er slíkur að hætta stafar af eins og áður hefur komið fram. Bestu kveðjur og góða veiði! Sólveig Ólafsdóttir Þjónustufulltrúi á tjónasviði Sjóvár Ekki sýnd en aðeins gefin veiðin S P Á K A U P M A Ð U R I N N Það er einhver skammdegis- drungi yfir mér þessa dagana. Af því að ég er afar velviljaður maður og vil öllum hið besta, þá er ég leiður yfir ýmsu þessa dagana. Mér finnst leiðinlegt að menn séu að afskrifa einn og hálfan milljarð út af prent- smiðju í Bretlandi og mér finnst leiðinlegt að Avion skuli hafa selt ferðaþjónustuna sína og sé nú bara skipafélag. Ég er hins vegar ánægður með að Eimskipafélagsnafnið komi aftur í Kauphöllina. Mér finnst líka leiðinlegt hvernig Danir láta við okkur og mér finnst leiðinlegt að Kaupþing skyldi halda blaða- mannafund svona löngu eftir birtingu greina Extrablaðsins. Það gaf þeim ókeypis tækifæri til að rífa kjaft á ný. Sennilega hafa dönsku starfsmennirnir farið á taugum yfir umræð- unni. Kaupin á West Ham glöddu mig hins vegar. Ekki að ég hafi nokkra trú á þessu sem fjár- festingu, mér finnst bara alltaf gaman þegar menn kaupa sér skemmtilegt dót. Sjálfur hef ég stundum keypt mér dýrt dót, en það er nú þannig með mig að ég fæ fljótt leið á nýju dóti. Ég er svolítið efins með markaðinn þessa dagana. Það er að byrja að hægja á í efna- hagslífinu og þegar ekki eru lengur tómar sigurfréttir af viðskiptalífinu, þá getur stemn- ingin dofnað hratt. Ég er farinn að taka aftur talsvert á hliðar- línunni á ný og læt stýrivextina um vinnuna fyrir mig. Tækifærin geta komið hratt, sérstaklega þegar verðið lækk- ar. Markaðurinnn hamrar nú á 365 fyrir prentsmiðjuskuldirnar og kannski opnast smá tæki- færi þar fyrir stöðutöku þegar gengið snýr við. Gárungarnir hafa verið að spá því að botn- gengið á félaginu sé sennilega 3,65, en ég held að það fari ekki svo neðarlega. Jón Ásgeir fór í stjórnina eins og ég bjóst við og fyrir mér þýðir það að hann ætlar að skila meðfjárfestum sínum sæmilega sáttum þegar upp verður staðið. Ég held að fók- usinn verði skýrari í félaginu og það nái sér á strik. Kannski maður hætti þessari svartsýni og fari að greina tækifæri á ný. Það er nú einu sinni þannig að bjartsýnin hefur löngum verið lögfræðingur, læknir minn og prestur. Sá bölsýni græðir aldrei neitt og ágætt að minna sig á það í skammdeginu þegar maður lendir í því að lúxusjeppinn spólar á öllum fjórum. Spákaupmaðurinn á horninu Spólað á öllum fjórum MAGGA STÍNA SYNGUR MEGAS HUGMYNDIR AÐ GÓÐUM GJÖFUM! EXTRA VIRGIN AFAR TAKMAR KAÐ UPPLAG SÉRRÆKTUÐ, SÓLRÍK ÓLÍFUOLÍA - BEINT FRÁ BÓNDANUM Hafðu samband - við leysum málið! Gjafadeild Bjarts: Sími 562 1826 Netfang: bjartur@bjartur.is WUTHERING HEIGHTS EFTIR EMILY BRONTË MAGNAÐASTA ÁSTARSAGA HEIMSBÓKMENNTANNA Í NÝRRI OG GLÆSILEGRI ÞÝÐINGU SILJU AÐALSTEINSDÓTTUR. EITT STÓRBROTNASTA BÓKMENNTAVERK HEIMS MIKIÐ Ú RVAL B ÓKA. HAFÐU SAMBA ND EÐA KYNNTU ÞÉR M ÁLIÐ Á WWW .BJARTU R.IS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.