Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 22.11.2006, Qupperneq 82
„Þegar menn eru tvítugir eru þeir fullir af orku og vonum og vilja bæta heiminn. Þegar þeir verða sjötugir vilja þeir enn bæta heiminn, en vita að þeir geta það ekki.“ Kennedy veginn úr launsátri Bókatíðindi berast þessa dagana inn um póstlúgur landsmanna. Kverið er um 250 síðna langt og upplagið 114 þús- und eintök enda hefur bókaúrvalið sem þau hafa að geyma aldrei verið meira, eða um 680 titlar frá um 110 útgefend- um. Í Bókatíðindum er birt kápumynd í flestum tilvika, grein frá höfundi, útgefenda, skrásetningarnúmeri og leiðbeinandi verði. Bókatíðindi komu fyrst út sem fylgi- blað Morgunblaðsins árið 1983 en árið 1986 voru þau fyrst gefin út í núver- andi mynd og dreift sjálfstætt til lands- manna og standa því nú í raun á tví- tugu. Ef skoðaðar eru tölur yfir útgefna titla í Bókatíðindum sést að útgáfan hefur aukist gríðarlega. Nú eru gefnir út 300 fleiri titlar en árið 1986. Kristj- án Bjarki Jónas- son, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að samsetn- ing bókaflórunnar hafi einnig breyst nokkuð á tíma- bilinu. „Þýddar afþreyingarbæk- ur eru mun færri en tíðkaðist, en hlutdeild þýddra barnabóka, íslenskra skáld- verka og almennra upplýsingarita hefur stóraukist. Það vekur hins vegar athygli að fjöldi ævi- sagana breytist lítið sem ekkert á þessu 20 ára tímabili“ en árlega koma að meðaltali út 32 ævisögur á Íslandi. Börn eru sá lesendahópur sem fær mest fyrir sinn snúð í ár. Þýddum bókum fyrir börn fjölgar, telja 126 titla í ár sem er það mesta sem nokkru sinni hefur komið út í þeim flokki. Þrátt fyrir aukið framboð af erlendu þýddu les- efni fyrir börn á öllum aldri, bætir íslenskt frumsamið efni sig á markaði í titlum talið. Í ár fjölgar eilítið frum- sömdum barnabókum: úr 33 árið 2005 sem var raunar slakt ár, upp í 48 titla. Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta- fræðingur segir að það sé fagnaðarefni þegar börnum er gert hátt undir höfði. „Það hefur verið messað um það árum saman að ef það á að viðhalda bóklestri verður að byrja á börnunum. Ég vona bara að þessar bækur fái almenna dreifingu en dagi ekki bara upp á lager- unum.“ Silja bendir á að ekki er síður mikilvægt að lesa fyrir börn en að þau lesi sjálf. „Börn sem lesið er fyrir njóta þess þegar fram í sækir. Þau læra svo mörg orð og málþroski er sýnilega miklu meiri en hinna sem skilar sér í meira hugmyndaflugi. Og mér sýnist vera talsvert af bókum í ár ætluðum til lestrar fyrir börn.“ Bókatíðindi komu fyrst út sem fylgi- blað Morgunblaðsins árið 1983 en árið 1986 voru þau fyrst gefin út í núver- andi mynd og dreift sjálfstætt til lands- manna. Þýdd skáldverk fyrir fullorðna les- endur dragast saman í titlum milli ára: voru í fyrra 71 en eru nú 63. Athygli vekur að sígild bókmenntaverk eru enn að koma út í vönduðum þýðingum með tilstyrk sjóða ríkis, norrænu ráðherra- nefndarinnar og Evrópusjóða. Svoköll- uðum samtalsbókum hefur fækkað síð- ari ár, líklega vegna samkeppni frá glanstímaritum og dagblöðum. Þá fækkar í flokknum Listir og ljósmyndir sökum þess að söfn skrá verk sín ekki í Bókatíðindi. Íslensk skáldverk eru samkvæmt tíðindunum 63, fjórum titl- um færra en í fyrra. Þýddum bókum fyrir börn fjölgar: árið 1996 komu út 68 þýddar barnabæk- ur en eru 126 í ár. Margt er þar samprent með lágum framleiðslukostnaði. Þrátt fyrir aukið framboð af erlendu þýddu lesefni fyrir börn á öllum aldri, bætir íslenskt frumsamið efni sig á markaði í titlum talið. Í ár fjölgar eilítið frum- sömdum barnabókum: úr 33 árið 2005 sem var raunar slakt ár, upp í 48 titla Gaman er að geta þess að ein af bók- unum sem voru í fyrstu bókatíðindun- um árið 1983 var skáldsagan Inga eftir Birgittu Halldórsdóttur, spennusögu- bónda á Syðri-Löngumýri í Blöndudal. Þetta var fyrsta bók spennusagna- drottningarinnar og svo vill til að hún er einnig í Bókatíðindum 2006, nú end- urútgefin í kilju. Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Helgi Sigurður Heimberg Jónasson til heimilis að Birkiteig 22, Keflavík, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 19. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 14.00. Sigurður Jóhann Sigurðsson Dröfn Sveinsdóttir Bergþóra Sigurðardóttir Stefanía Sigurðardóttir Ólöf Jóhanna Sigurðardóttir Björgvin Ólafur Gunnarsson Óli Arelíus Sigurðsson Þorbjörg Þóra Jónsdóttir Helgi Sigurðsson Carla S. Evans Guðmundur Heimsberg Andrea Kristjana Sigurðardóttir Jóhann Guðmundsson og barnabörn. 70 ára er í dag, 22. nóvember, Sesselja Ásgeirsdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna, Safamýri 40. Hún verður að heiman í dag en föstudaginn 24. nóvember kl. 20.00 býður hún gesti velkomna í Golfskála Oddfellowa. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Jónsdóttir ljósmóðir frá Gemlufalli í Dýrafirði, húsfreyja á Hálsi í Kjós, sem lést laugardaginn 18. nóvember sl., verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 13:00. Guðmundur Gíslason Jón Gíslason Sólrún Þórarinsdóttir Halldór Gíslason Vilborg Sigurðardóttir Ágústa Gísladóttir Sigríður Kr. Gísladóttir Gísli Örn Gíslason Andrés Freyr Gíslason Svana Lísa Davíðsdóttir Hjörtur Gíslason Guðrún Ingadóttir barnabörn og barnabarnabörn AFMÆLI Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.