Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 84
Reykjavík er frumskóg-
ur og þar gilda því sömu
lögmál og hafa löngum
skilið milli feigs og
ófeigs úti í villtri nátt-
úrunni. Maður er annað
hvort fórnarlamb eða
rándýr, étur eða verður étinn.
Í þessu sambandi er lykilatriði
hvernig maður ber sig og klæðir
sig. Karlmönnum er farsælast að
klæða sig þannig að þeir geti bjarg-
að barni frá drukknun í tjörninni án
þess að þurfa að hugsa sig um, geta
gengið í minniháttar bílaviðgerðir
án þess að hafa áhyggjur af fötun-
um og síðast en ekki síst að geta
tekið fyrirvaralaust þátt í slagsmál-
um.
Gallabuxur og svartur leðurjakki
ættu því að vera staðalbúnaður og
ef maður sportar slíku er maður
nokkuð öruggur. Ekki spillir fyrir
að hafa jafnan logandi sígarettu
lafandi í munnvikinu, hrokafullt
yfirbragð og manndrápsglampa í
augum. Jafnvel heimskustu bavían-
ar hugsa sig tvisvar um áður en þeir
hjóla í mann í þessum búningi. Jafn-
vel þó maður sé bara 1,74 og 63
kíló.
Ég hef í það minnsta komist
klakklaust í gegnum nokkur þúsund
Reykjavíkurnætur í dulargervi geð-
sjúklingsins en klikkaði illilega á
þessu um helgina og prísa mig
sælan að hafa komist heill heim
aðfaranótt sunnudags.
Grundvallarmistökin sem ég
gerði voru að beygja mig undir
reglur um klæðaburð í samkvæmi
og klæða mig upp í kjólföt. Það
segir sig auðvitað sjálft að spóki
maður sig eins og í áramótaveislu
á Bessastöðum á Lækjartogi þá er
maður að biðja um vandræði.
Ég get því engum nema sjálfum
mér um kennt að froðufellandi
fábjáni hafi veist að mér og kýlt
mig í hausinn og til að fullkomna
delluna skall á mesta manndráps-
snjókoma í áraraðir og ég mátti
ganga heim á móti vindi á sléttbotna
skóm, með vægan heilahristing, í
fötum sem veita nákvæmlega enga
vörn gegn veðri og vindum.
Leðurjakkalaus missti ég móðinn
og íhugaði að grafa mig í fönn á
Bergstaðastræti en hætti við af ótta
við að skemma fjandans kjólfötin.