Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 85

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 85
Tímarnir hafa svo sannarlega breyst síðan Damien Rice sló í gegn með stórkostlegri plötu sinni „O“ fyrir rúmum þremur árum. Þá voru trúbadúrar í tilvistark- reppu og því virkuðu strípaðar og hefðbundnar útsetningar hans eins og straumur af fersku lofti í mengaðri stórborg. Núna er allt morandi í tónlistarmönnum sem styðjast við kassagítarinn sem helsta verkfæri tónsmíða sinna. Ég efast um að sönglagahefðin hafi verið eins sterk síðan Bob Dylan „sveik lit“ og tók upp raf- magnsgítarinn um miðjan sjöunda áratuginn. Þetta er vissulega þróun sem Damien á stóran þátt í. En það sem gerir Damien svona töfrandi er fyrst og fremst rödd hans og flutningur. Þrennir tón- leikar hans á klakanum hafa sann- að það, að maðurinn hefur ótrú- legt vald yfir þeim hæfileikum sem Guð gaf honum. Hann er samt í klípu. Af hverju? Vegna þess að frumraun hans var bara aðeins of góð. Lögin þar voru svo frá hjart- anu að það er erfitt að ímynda sér að hann geti mögulega hleypt hlustendum nærri. Þannig kemur það ekkert á óvart að þessi fylgi- fiskur „O“ sé örlítil vonbrigði. Þegar maður hlustar á „9“ áttar maður sig á því að það hafi verið einhver sérstakur galdur yfir fyrstu plötu hans sem er ólíklegt að hann nái nokkurn tímann að fanga aftur. Kannski hleypti hann okkur of langt inn í fyrsta skiptið? Það er samt notalegt að heyra í honum og hér er vissulega ágætis skammtur af fallegum lögum. Nefni opnunarlagið 9 Crimes og Elephant. Í öðrum reynir hann að beisla reiði, sem fer honum ekki eins vel. Besta dæmið um þetta er Rootless Tree þar sem Damien syngur orðin „fuck you“ aftur og aftur, en virkar einhvern veginn bitlaus. Damien hljómar ennþá eins og hann sé að reyna komast yfir stóru ástarsorgina í lífi sínu og hljómar nokkuð sár hér og þar. Undarleg- asti textinn í því samhengi er við hið hádramatíska Accidental Bab- ies, þar sem hann spyr fyrrver- andi ástkonu sína m.a. hvort hún bursti tennurnar áður en hún kyssi nýja ástmanninn sinn. Þannig virka mörg lögin, eins og prívat ástarbréf til einu persónunnar sem getur mögulega botnað í svona textum. Damien er afbragðs söngvari og lagasmiður, og þessi plata sýnir að hann á enn margt eftir. Þó svo að hann muni hugsan- lega alltaf vera að fylgja meist- arastykki sínu eftir, sem kom fyrst. Damien rýfur þögnina Vegur kvikmyndaleikstjór- ans Dags Kára Péturssonar heldur áfram að aukast á erlendri grundu en hann er í hópi tólf kvikmynda- gerðarmanna sem eiga möguleika á vænum styrk frá Sundance-kvikmynda- stofnuninni. Væntanleg kvikmynd Dags Kára, Good Heart, er ein þeirra tólf kvikmynda sem koma til greina fyrir tíu þúsund dollara styrk hjá bandarísku kvikmyndastofnun- inni Sundance sem heldur hina virtu kvikmyndahátíð Sundance Film Festival á ári hverju og jap- anska ríkissjónvarpinu NHK. Þetta kemur fram á vef kvik- myndatímaritsins Hollywood Reporter. Styrkurinn er hugsaður fyrir þá leikstjóra sem eiga sér bjarta framtíð í kvikmyndalistinni og miklar vonir eru bundnar við. Ljóst má vera að töluverð eftir- vænting ríkir í kring- um nýjustu afurð íslenska leikstjór- ans en Good Heart skartar þeim Ryan Goosling og Tom Waits í aðalhlutverkum og er framleidd af ZikZak-kvikmyndafyrirtækinu. Fjórir verðlaunahafar verða tilkynntir við sérstaka athöfn þann 27. janúar en hinir tólf til- nefndu koma frá Evrópu, Japan, Suður-Ameríku og Bandaríkjun- um og verður einn valinn úr hverj- um hópi. Fram kemur í frétt Holly- wood Reporter að verðlaunin tryggi jafnframt sýningar í jap- önsku sjónvarpi auk þess sem kvikmyndastofnunin Sundance mun aðstoða verðlaunahafana eftir fremsta megni við leit að fjármagni og kaupendum á sýn- ingarétti í náinni framtíð. Sund- ance-kvikmyndahátíðinni var komið á fót fyrir tilstilli banda- ríska stórleikarans Roberts Red- ford og þykir meðal þeirra virt- ustu og stærstu í kvikmyndaheiminum. Dagur tilnefndur á Sundance
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.