Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 90

Fréttablaðið - 22.11.2006, Page 90
Poppprinssessan Britney Spears var ekki lengi að finna sér nýjan mann. Aðeins tveimur vikum eftir skilnaðinn við dansar- ann Kevin Federline hefur hún nú sést láta vel að leik- aranum óþekkta Mario Lopez á skemmtistað í Las Vegas. Sjónarvottar á staðn- um segja við tímaritið Peop- le að Spears og Lopez hafi ekki vikið hvort frá öðru allt kvöldið og að þau hafi tvímælalaust verið saman. Spears þykir með eindæmum fljót að jafna sig eftir skilnaðinn sem þýðir bara það að hún hafi löngu verið búin að ákveða að skilja. Spears á tvö börn með Federline, en ekki eru nema tveir mánuðir síðan hún eignaðist son- inn Jayden James. Spears hygg- ur nú á endurkomu í tónlistar- bransann aðdáendum sínum til mikillar gleði. Federline hefur hins vegar ekki gengið jafn vel með nýju plötu sína þar sem hann rappar og hefur platan fengið arfaslaka dóma. Britney komin með nýjan kærasta Tónlistarmaðurinn Hlynur Áskelsson samdi frægt lag um Stoke-ævintýri Íslend- inga. Honum líst vel á að semja lag um West Ham nú þegar það er í eigu Íslend- inga. „Nei, ég hafði nú ekki velt því fyrir mér en þetta er ágætis efni í texta,“ segir Hlynur Áskelsson, betur þekktur sem pönkrokkarinn Ceres4, þegar hann er inntur eftir því hvort texti um West Ham- ævintýri Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar liggi á borðinu. „Þetta bar svo brátt að, heyrði bara af þessu í morgun- fréttinum og á eftir að melta þetta,“ bætir Hlynur við en kemst síðan á mikið flug. „Ég þarf nú bara að fara setjast niður, má ekki láta þetta happ úr hendi sleppa,“ segir hann og hlær. „Það er glam að eiga West Ham,“ er fyrsta línan sem honum dettur í hug. Lagið „Stoke er djók“ sem Hlynur gerði um Íslendingafélag- ið sáluga naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum og reyndist Hlynur sannspár um endalok íslensku fjárfestanna. Hlynur vonar hins vegar að Eggert og Björgólfi eigi eftir að takast betur upp með sitt lið. „Von- andi velta þeir bara Chelsea og Manchester United úr sessi,“ segir tónlistarmaðurinn sem sjálfur á ekkert eftirlætislið í ensku úrvalsdeildinni. „Öll félög falla ef ég held með þeim,“ útskýrir hann og telur upp lið á borð við Wimbledon, Watford og Reykja- víkurliðið Þrótt. Hlynur er sér- kennari við Öskju- hlíðarskóla og átti smá stund milli stríða þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Ég er svo að skrifa bók sem vonandi kemur út um næstu jól,“ upplýsir hann en vill sem minnst um hana segja, þetta sé þó ævintýrabók. Text- inn um West Ham verður því að bíða enn um sinn og ræðst væntanlega af framhaldinu í London. Leikarinn Josh Harnett hefur und- anfarið sést í ófá skipti á stefnu- móti með dularfullri dökkhærðri stelpu. Þetta gefur sögusögnum þess efnis að hann og leikkonan Scarlett Johansson séu hætt saman byr undir báða vængi. Hartnett mun vera búinn að fá nóg af því hversu lítið skötuhjúin geta verið saman vegna vinnu og hefur því leitað í faðm annarrar konu. Umrædd kona mun hafa heimsótt Harnett á töku- stað á nýjustu mynd leikarans sem er tekin upp í Ástr- alíu. Gistu þau saman á hót- eli og sáust saman úti að borða oftar en einu sinni að sögn blaðs- ins Daily Telegraph. Josh á leynikærustu Kvikmyndastjarnan og gaman- leikarinn Sacha Baron Cohen er að undirbúa brúðkaup sitt og kær- ustu sinnar, Isla Fisher. Cohen, sem hefur gert garðinn frægan í hinni umdeildu mynd um sjón- varpsmanninn Borat, er spenntur fyrir tilvonandi brúðkaupi og það er brúðurin ekki síður. Fisher hefur snúist til gyðingsdóms fyrir sinn heittelskaða. Isla Fisher er ung leikkona og hefur leikið meðal annars í myndinni „Wedding Cras- hers“. Ekki fylgir þó sögunni hve- nær þau muni ganga upp að altar- inu. Borat í hjónaband Leikkonan Gillian Anderson eign- aðist sitt fyrsta barn á dögunum með kærasta sínum, Mark Griff- iths. Hún eignaðist strák sem mun bera nafnið Oscar Griffiths. Gilli- an, sem skildi við eiginmann sinn Julian Ozanne í apríl lýsti því yfir þremur mánuðum síðar að hún væri ólétt og þarf því DNA-próf til að skera út um það hvor sé faðir barnsins. Griffiths er þó tilbúinn til að ganga barninu í föðurstað sama hvernig prófið fer. Gillian orð- in mamma Lag um West Ham þegar í smíðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.