Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 96

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 96
 Rafa Benitez, stjóri Liver- pool, hefur áhuga á að bæta við hópinn hjá Liverpool þegar opnað verður fyrir leikmannakaup í jan- úar en aðaláhyggjuefni stjórans er slakt gengi liðsins á útivöllum á þessu tímabili. Liverpool hefur aðeins skorað eitt mark á útivelli á tímabilinu en það kom í fyrsta leik tímabilsins gegn nýliðum Sheffi- eld United. Umræðan um hugsanlegt yfir- tökuboð Kanadamannsins George Gillett, eiganda kanadíska íshokkíliðsins Montreal Canadi- ens, hefur heldur ekkert farið framhjá Benitez. „Ég er ekkert að velta mér upp úr því. Það er eðli- legt að fólk hafi áhuga á liðinu, þetta er stórt félag. Ég er bara að einbeita mér að því að bæta leik liðsins, vinna útileiki og hafa gaman af Meistaradeildinni. Ég ræð engu í þessu yfirtökumáli,“ sagði Benitez. „Maður þarf alltaf að vera með augun opin á leikmannamarkaðn- um en ég er bara að hugsa um leik- inn gegn PSV þessa dagana. Við spilum vel á heimavelli og skorum mörk og vinnum leiki. En á útivöll- um gerum við tvennt, sköpum færi og spilum vel en skorum ekki mörk,“ sagði Benitez en Liverpool, sem mætir PSV í Meistaradeild Evrópu í kvöld, hefur þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum keppn- innar. Einbeiti mér bara að leik Liverpool-liðsins Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hann sakni Williams Gallas. Leikmaðurinn yfirgaf Chelsea í fússi og gekk í raðir erkifjend- anna í Arsenal í ágúst á þessu ári en Ashley Cole fór frá Arsenal til Chelsea á sama tíma. „Öll lið sakna góðra leikmanna. Ashley Cole er frábær leikmaður sem er að taka stöðugum fram- förum og hann er í hæsta gæðaflokki. Ég gæti sagt að ég saknaði ekki Gallas vegna þess að við erum að spila vel núna en ég ber virðingu fyrir Gallas og hans framlagi til Chelsea undanfarin tvö ár. Maður saknar alltaf góðra leikmanna og Gallas er góður leikmaður,“ sagði Mourinho. Mourinho saknar Gallas Gary Neville, bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, gæti þurft að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna. Neville hefur átt við meiðsli í hægri kálfa að stríða en nú er verkurinn kominn í vinstri kálfann að auki. „Gary Neville æfði í morgun en þessi meiðsli eru augljóslega áhyggjuefni. Við vonum bara það besta. Við munum þurfa að taka langtímaákvörðun og það gæti þýtt aðgerð. Ef verkurinn væri bara í hægri kálfanum þá myndum við bara gefa þessu tíma til að jafna sig en þar sem hann finnur til í þeim vinstri líka þá þurfum við að endurskoða það. Gary er fyrirliðinn okkar og með þá reynslu sem hann hefur þá viljum við hafa hann í liðinu í öllum leikjum,“ sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United. Neville gæti þurft í aðgerð Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og tók 14 fráköst þegar Dallas lagði Charlotte Bobcats að velli 93-85 í fyrrinótt. Þetta var sjötti sigur Dallas í röð en liðið tapaði fjórum fyrstu leikjum tímabils- ins. Dallas hafði alltaf yfirhönd- ina í leiknum þrátt fyrir að vera aðeins með 39% skotnýtingu utan af velli. Yao Ming leiddi Houston Rockets til sigur gegn New York Knicks, 97-90. Ming skoraði 26 stig í leiknum auk þess að taka níu fráköst en næstur honum í stigaskori hjá Houston var Tracy McGrady sem skoraði 24 stig. Memphis Grizzlies lagði Orlando Magic að velli 95-86 þar sem Hakim Warrick fór fyrir lið Memphis og skoraði 26 stig, þar af 15 í síðasta leikhlutanum. Utah Jazz hélt áfram sigur- göngu sinni þegar liðið vann Toronto Raptors, 101-96, á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 35 stig fyrir Utah sem hefur nú unni tíu af ellefu fyrstu leikjum sínum. Sjötti sigur Dallas í röð Peter Schmeichel, sem gerði garðinn frægan sem mark- vörður hjá Manchester United á sínum tíma, tók á dögunum þátt í raunveruleikasjónvarpsþætti sem snýst um dans og ber enska heitið „Come Dancing“, eða „Komdu að dansa“ á íslensku. Þátturinn fer þannig fram að frægir einstaklingar taka dans- spor og svo er kosning í lok þáttar- ins um hvaða danspar dettur út. Á laugardaginn var þurftu Peter Schmeichel og Erin Boag, sem voru danspar í þættinum, að bíta í það súra epli að yfirgefa þáttinn eftir að þau lentu í neðsta sæti en í næst neðsta sæti var gamla Krydd- pían Emma Bunton og dansfélagi hennar. Dómari í keppninni er enginn annar en Simon Cowell, sem hve þekktastur er fyrir þátt sinn í American Idol. Schmeichel átti afmæli á laugar- daginn og sagði að óheppnin virt- ist elta hann á afmælisdeginum. „Afmælisdagurinn er ekki happa- dagurinn minn. Ég missti eitt sinn af leik í undankeppni HM á afmæl- isdeginum mínum og er því vanur þessu,“ sagði Schmeichel. Ekki er nú öll vitleysan eins. Schmeichel er úr leik í danskeppni Áfrýjunum Blackburn og Tottenham hefur verið vísað frá en liðin áfrýjuðu rauðum spjöldum sem Tugay, leikmaður Blackburn og Hossam Ghaly, leikmaður Tottenham, fengu í leik liðanna á sunnudaginn. Tugay var rekinn af velli fyrir brot sem leiddi til víta- spyrnu og fékk fyrir vikið eins leiks bann en Hossam Ghaly fékk rautt spald fyrir að gefa Michael Gray, leikmanni Blackburn, olnbogaskot og fékk þriggja leikja bann. Stjórar liðanna, Mark Hughes hjá Blackburn og Martin Jol hjá Tottenham, gagnrýndu báðir dómara leiksins, Phil Dowd, eftir leikinn. Tugay og Ghaly í bann Fimmta umferð í riðla- keppni Meistaradeildar Evrópu hófst í gær með átta leikjum. Það var mikið undir þegar Celt- ic tók á móti Man. Utd í Skotlandi. Celtic varð að vinna á meðan Unit- ed dugði jafntefli til að komast áfram. Einhverjir spekingar áttu von á því að United myndi hvíla lykilmenn fyrir rimmuna gegn Chelsea um helgina en því fór víðs- fjarri því Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, tefldi fram öllum sínum bestu mönnum. Leikurinn fór frekar rólega af stað en gestirnir frá Manchester tóku samt völdin frá upphafi og stýrðu umferðinni gegn heimalið- inu sem lá mjög aftarlega og freist- aði þess að sækja hratt. Varnar- leikur heimamanna var sterkur og United gekk ákaflega illa að opna vörn Celtic. Sóknartilburðir heima- manna voru að sama skapi engir og þegar líða tók á fyrri hálfleik- inn létu áhorfendur í ljós óánægju sína með varnarsinnaðan leik sinna manna. Cristiano Ronaldo fékk fyrsta alvöru færi leiksins á 37. mínútu þegar hann slapp einn í gegnum vörn Celtic en slappt skot hans var auðveldlega varið. Lítið markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og því markalaust þegar leikmenn gengu til búningsher- bergja þar sem farið var yfir hern- aðaráætlun síðari hálfleiks. Gordon Strachan, stjóri Celtic, skipti tveim mönnum af bekknum í leikhléi í þeirri von að hressa upp á leik sinna manna sem helst urðu að fá öll stigin í leiknum eins og áður segir. Mun meira fjör var í upphafi síðari hálfleiks en í fyrri hálfleik en mörkin létu á sér standa. Tékkinn Jiri Jarosik fiskaði ódýra aukaspyrnu þegar lítið var eftir af leiknum. Japaninn Nak- amura var ekki að velta fyrir sér hvort brotið hefði verið á Jarosik eða ekki því hann sneri boltanum á stórkostlegan hátt yfir varnar- vegg United og í bláhornið. Algjörlega óverjandi fyrir Van Der Saar í marki United. Þess má geta að Nakamura skoraði einnig beint úr aukaspyrnu í fyrri leik liðanna. Dómarinn jafnaði metin sjö mínútum síðar þegar hann gaf United aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Ronaldo tók spyrnuna, Gravesen varði innan teigs og vítaspyrna dæmd. Hana tók Louis Saha en Artur Boruc gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Þar við sat og Celtic tyllti sér um leið á topp riðilsins. Celtic gerði sér lítið fyrir og lagði Man. Utd í Glasgow í gær, 1-0. Það var Japan- inn Nakamura sem skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu. Arsenal lagði HSV en AC Milan tapaði óvænt í Aþenu fyrir AEK.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.