Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 98

Fréttablaðið - 22.11.2006, Síða 98
Leikir kvöldsins Átta leikir eru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld og geta fjögur lið tryggt sér sæti í 16- liða úrslitum. Nú þegar eru Bay- ern München, Liverpool, PSV Eindhoven og Valencia komin í 16- liða úrslitin en það er enn óráðið hvort þau lið lenda í fyrsta eða öðru sæti sinna riðla. Liverpool og PSV eigast við í nánast hreinum úrslitaleik um toppsætið í C-riðli á Anfield í kvöld. Efsta liðið í hverj- um riðli mætir einhverru liðanna sem lentu í öðru sæti hinna riðl- anna og eiga þar með meiri mögu- leika á „auðveldari“ andstæðingi í 16-liða úrslitum. Spennan í A-riðli er mikil þar sem Evrópumeistarar Barcelona sitja í þriðja sæti riðilsins með fimm stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa, gegn búlgarska liðinu Lev- ski Sofia sem það mætir á útivelli í kvöld. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá liðinu í kvöld því eftir tvær vikur mætir liðið Werder Bremen og verður sá leik- ur væntanlega úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Bremen mætir Chelsea í kvöld á heimavelli og ef Barcelona mis- tekst að vinna Levski mun sigur heimamanna þýða að bæði lið eru komin áfram og Evrópumeistar- arnir sitja eftir. Yrði það í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildarinnar að meistararnir komast ekki upp úr sínum riðli. Það er talið nánast öruggt að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Barcelona í kvöld eftir að hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins í 4-1 sigri þess á Real Mallorca í spænsku úrvalsdeild- inni um helgina. Samuel Eto‘o, Javier Saviola og Lionel Messi eiga allir við meiðsli að stríða sem og Admilson og Juliano Belletti. „Það er allt undir í þessum leik og það væri óhugsandi að sjá fyrir sig næstu umferð Meistaradeild- arinnar án Barcelona,“ sagði Andres Iniesta, miðvallarleikmað- ur Börsunga. Levski verður að vinna í kvöld til að eiga einhverja möguleika á að ná þriðja sæti rið- ilsins og þar með sæti í UEFA-bik- arkeppninni. „Ég hef trú á því að þetta verði okkar bestu leikur í Meistara- deildinni,“ sagði Todor Batkov, eigandi Levski Sofia. „Við getum vel spillt fyrir Evrópumeisturun- um.“ Sem fyrr segir mætir Liver- pool liði PSV Eindhoven á Anfield í kvöld en bæði lið eru með tíu stig í C-riðli. Hin liðin, Galatasaray og Bordeaux eru hvort með eitt stig og eigast við í kvöld í úrslitaleik um þrijða sæti riðilsins. Að sama skapi er leikurinn á Anfield úrslitaleikur um efsta sæti riðils- ins. Búist er við að Rafael Benitez muni stila fyrirliðanum Steven Gerrard upp á miðjunni en ekki á hægra kanti. „Ég nýt mín alltaf á miðjunni. Mér finnst að ég geti sýnt mitt allra besta í því hlutverki,“ sagði Gerrard. Aðeins sigur kemur til greina hjá Barcelona Ástralski sundmaðurinn Ian Thorpe hefur ákveðið að hætta keppni. Thorpe er 24 ára gamall og fimmfaldur Ólympíumeistari, en hann vann þrjú gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og bætti tveimur titlum við í Aþenu fjórum árum síðar. „Ég hef átt frábæran feril. Þetta er ekki besti tíminn til að hætta keppni en þetta er minn tími. Ég ætti ekki að vera að hætta, ég er alltof ungur til þess, en það er líka eitthvað sem við ættum að fagna. Ég hef átt frábæran feril,“ sagði Thorpe en hann hefur nán- ast ekkert getað keppt frá Ólymp- íuleikunum í Aþenu vegna meiðsla. „Þetta er mjög erfið ákvörðun hjá mér. Ég hef bara komist að því að það eru hlutir í mínu lífi sem eru mér mikilvægari. Ég hef náð hæstu hæðum í þessari íþrótt. Ég hef náð frábærum árangri og einn- ig orðið fyrir miklum áföllum,“ sagði Thorpe á blaðamannafundi sem hann bauð til í Sydney í Ástr- alíu. Ian Thorpe er hættur Roberto Carlos, leikmað- ur Real Madrid, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2008. Litlu munaði að Carlos færi frá Real Madrid í sumar en auk hans skrifaði Guti undir nýjan samning við félagið í gær sem gildir til ársins 2010. „Við erum mjög ánægðir. Í fyrsta lagi vegna þess að þeir munu leika með okkur í framtíð- inni og í öðru lagi vegna þess að þeir eru að spila mjög vel og það er gott fyrir okkur,“ sagði Predrag Mijhatovic, yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid. Carlos með nýjan samning Yevgeny Giner forseti CSKA Moskva hefur viðurkennt að hann borgi reglulega bónus- greiðslur til annarra liða svo þau leggi sig meira fram gegn erkifjendum félagsins. „Ég sé ekkert að því. Margir segja að þetta sé ekki réttlátt en ég er ekki sammála því. Það sem meira er, ég gæti alveg sagt ykkur hvað ég er að borga og líka sagt skattayfirvöldum hvaðan þessir fjármunir koma. Ég sé ekkert að því að borga öðrum liðum bónusgreiðslur,“ sagði Giner við blaðið Sport-Express. Það er ekki ólöglegt að borga öðrum liðum bónusgreiðslur en það þykir þó siðlaust og stríðir gegn háttvísisreglum FIFA og UEFA. Borgar öðrum liðum bónus Sérkennilegt mál kom upp á sunnudaginn var þegar ÍBV átti að leika gegn Hetti frá Egilsstöðum í 1. deildinni í hand- bolta. Bikarleikur liðanna fór fram í Vestmannaeyjum á laug- ardeginum og að ósk Hattar- manna var deildarleikur liðanna færður á sunnudaginn til að spara þeim ferðakostnað. Allar forsendur voru fyrir því að leik- urinn gæti farið fram á sunnu- deginum en Hattarmenn ákváðu að fara áður en leikurinn fór fram vegna slæmra verðurskil- yrða. Strax á laugardeginum var ljóst að útlit væri fyrir slæmt veður á sunnudeginum og næstu daga og á sunnudagsmorguninum var ferð Herjólfs til Þorlákshafnar flýtt til hádegis vegna veðurútlits. Af þeim sökum brugðu leikmenn Hattar á það ráð að fara með Herj- ólfi í þá ferð án þess að hafa feng- ið jákvætt svar frá HSÍ um frest- un á leiknum. Hattarmenn voru að vísu ekki þeir einu sem yfirgáfu svæðið því að dómarar leiksins fóru með liðinu í sömu ferð til Þor- lákshafnar. HSÍ sendi svo í gær bréf til Hattar þar sem fram kemur að ÍBV hafi verið dæmdur sigur í leiknum, 10-0, auk þess sem Hetti ber að greiða sekt sem nemur 250 þúsund króna eins og reglugerð 2.2.12 í lögum HSÍ segir til um. Reglugerð 2.2.12 í lögum HSÍ er svohljóðandi: „Mæti lið ekki til leiks í móti þar sem leikið er heima og heiman samkvæmt mótaskrá HSÍ, og hefur að mati mótanefndar ekki löglega ástæðu, skal lið í meistaraflokki greiða kr. 250.000 í sekt til HSÍ, en lið í yngri flokkum kr. 100.000. Auk þess skal það lið sem mætir ekki greiða hinu liðinu sannanlega útlagðan kostnað vegna undirbúnings leiksins.“ „Við skiljum þeirra afstöðu en okkur ber að fara eftir settum regl- um, enda eru það félögin sem sam- þykkja þær reglur. Við höfum í raunninni ekkert um annað að ræða,“ sagði Róbert Geir Gíslason, yfirmaður mótamála hjá HSÍ, í sam- tali við Fréttablaðið í gær. „Dómar- arnir fóru ekki fyrr en það var orðið fyllilega ljóst að Höttur yrði ekki á staðnum,“ bætti Róbert Geir við. Einar Ben Þorsteinsson, for- maður handknattleiksdeildar Hattar, var ekki ánægður með þá ákvörðun HSÍ að dæma þeim tap í leiknum og sekta félagið um 250 þúsund krónur. „Við erum alveg gráti næst yfir þessu. Við mar- góskuðum eftir því að þessum leik yrði frestað vegna veðurútlits á föstudaginn, laugardaginn og sunnudagsmorgninum. Leikmenn tjáðu okkur að þeir gætu ekkert verið í einhverri óvissuferð fram á miðvikudag og því tókum við þessa ákvörðun. Ef leikmennirnir hefðu atvinnu af handknattleik þá myndi málið horfa öðruvísi við,“ sagði Einar Ben. „Við viljum spila okkar leiki og við erum ekki félag sem gengur í burtu frá hálfkláruðu verki,“ bætti Einar Ben við en Höttur hefur möguleika á að kæra málið til dómstóls HSÍ í þeirri von um að fá dómnum hnekkt. „Við erum komn- ir með lögfræðing í málið.“ „Okkur hefur alveg dottið í hug að hætta keppni ef sektinni verður ekki hnekkt. Þegar okkur er ekki sýndur skilningur í svona máli, sem mér finnst liggja alveg borð- liggjandi fyrir, þá skilur maður ekki alveg hvaða hugsjón liggur að baki. HSÍ er myndað af félög- unum en ekki öfugt,“ sagði Einar Ben. Félagið Höttur var í gær dæmt til að greiða háa sekt fyrir að mæta ekki til leiks gegn ÍBV í fyrstu deild karla í handbolta. Leikmenn liðsins ákváðu að yfirgefa Vestmannaeyjar áður en leikurinn var spilaður vegna veðurs en HSÍ segist ekki sjá sér fært annað en að sekta Hött fyrir þetta uppátæki leikmanna félags-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.