Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 76

Fréttablaðið - 10.01.2007, Side 76
Samstarf Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og Listahá- skóla Íslands er meðal annars fólgið í árlegum tónleikum þar sem ungir og upprennandi tónlistarmenn fá að spreyta sig með hljóm- sveitinni. Á morgun koma þrír ungir lista- menn fram í Háskólabíói á tón- leikum þar sem stemningin verð- ur án efa lituð af eftirvæntingu og æskumóð. Fiðluleikarinn Eygló Dóra Dav- íðsdóttir, Grímur Helgason klarin- ettuleikari og Egill Árni Pálsson tenór voru valin í sérstakri for- keppni fyrr í vetur. Þar tóku ellefu nemendur úr tónlistardeild Lista- háskóla Íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík, Söngskólans í Reykja- vík og Nýja tónlistarskólans þátt og var dómnefnin samhljóma en hana skipuðu Karólína Eiríksdótt- ir tónskáld, formaður, Hafliði Hallgrímsson tónskáld og selló- leikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Ármann Helgason klar- ínettuleikari, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari og Rumon Gamba, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Grímur Helgason segist eftir- væntingarfullur vegna tónleik- anna en þetta er stærsta verkefni hans til þessa. Hann hefur á und- anförnum árum leikið með margs konar tónlistarhópum, þar á meðal Kammersveitinni Ísafold, Hamra- hlíðarkórnum, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og djasshljómsveit- unum Glymskröttunum og Hrafna- sparki, auk margvíslegra sam- leikshópa innan Listaháskólans. „Ég hef mest fengist við klassíska tónlist en hef aðeins komið við í djassinum líka,“ útskýrir Grímur. Grímur stundar nám við Lista- háskóla Íslands undir handleiðslu Einars Jóhannessonar en mun ljúka prófi í vor og hyggur á frek- ara nám erlendis þegar fram líða stundir. Á tónleikunum mun Grím- ur leika klarinettukonsert eftir Gerald Finzi ásamt strengjasveit en hann segir verkið mjög fallegt. „Þetta verk er í miklu uppáhaldi hjá mér núna en Einar, kennarinn minn, vakti áhuga minn á því. Sjálfur kynnist hann þessu verki þegar hann var við nám í London. Þetta er ekki mjög þekkt verk, nema máski þar í landi og þetta er sennilega frumflutningur þess hér.“ Grímur kveðst lítið hafa leitt hugann að því hvaða þýðingu tón- leikar sem þessir hafa fyrir hann í framtíðinni. „Það er bara rosalega gaman að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessum tónleikunum hér og nú. Í framtíðinni verður þetta ábyggilega bara góð minn- ing og reynsla.“ Egill Árni mun syngja aríur úr I Lombardi, Rigoletto og La Travi- ata eftir Verdi á tónleikunum og Eygló Dóra leikur fiðlukonsert eftir Max Bruch. Auk þess mun Sinfóníuhljómsveitin leika for- leikinn vinsæla úr Vilhjálmi Tell. Hljómsveitarstjóri er Finninn Esa Häkkilä en hann stjórnaði Sinfón- íuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum árið 2005. Sem fyrr hefjast tónleikarnir í Háskólabíói kl. 19.30 en þess skal getið að allir sem framvísa náms- mannaskírteinum fá miða á hálf- virði. Kl. 13.00 Jóhann Torfason og Hlynur Helgason sýna verk sín í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Jóhann sýnir „Ný leikföng“, tölvugerð málverk og silkiþrykk en verk Hlyns ber heitið „63 dyr Landspítala við Hringbraut“ og samanstend- ur af kvikmynd, ljósmyndum og málverki. Sýningarnar standa til 28. janúar en safnið er opið frá kl. 13 -17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. ! Ný dönsk glæpasería hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á DR1 - Forbrydelsen – Glæpurinn – heitir hún og mun skemmta dönskum sjónvarpsáhorfendum næstu mán- uði en þættirnir verða tuttugu að tölu og eru á dagskrá á sunnudags- kvöldum á besta tíma á DR1. Innkaupadeild ríkissjónvarps- ins hefur þegar tryggt sér þættina en ekki er ráðið hvenær þeir fara á dagskrá. Ríkissjónvarpið hefur haft gott upp úr dönskum þátta- röðum hin síðari misseri: síðustu þættirnir af Krónikunni fóru reyndar fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum sjónvarpsáhorfend- um, voru lítið kynntir af sjónvarp- inu, en þar voru allir endar hnýtt- ir. Örninn hefur skemmt íslenskum áhorfendum undanfarin misseri og þar á undan voru þættir á borð við Taxa, Forsvar og Nikolej og Julía vinsælir. Stöð 2 sýndi Rejse- holdet líka við góðar undirtektir. Forbrydelsen er samin af Sören Sveistrup, en hann var aðalhöf- undur Nikolej og Júlíu. Þaðan fekk hann leikkonuna Sophie Gråbøl sem leikur Söru Lund, unga lög- reglukonu sem hyggst flytja til Svíþjóðar en lendir ásamt eftir- manni sínum í rannsókn á hvarfi ungrar stúlku. Sofie Gråbøl er líka hátt skrif- uð leikkona, bæði fyrir sjónvarps- leik sinn, leik í kvikmyndum og á sviði. Gagnrýnendur segja fram- leiðendur hafa lært sitt af vel- gengni nokkurra raða og nefna þeirra á meðal svo ólíka þætti sem 24, Rejseholdet og Kóngakapalinn sem hér hefur enn ekki sést, en allt eru þetta þrautskipulagðir for- múluþættir. Annar þátturinn verð- ur á dagskrá á DR 1 kl. 20. Ný dönsk glæpasería byrjar „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.