Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 76

Fréttablaðið - 10.01.2007, Síða 76
Samstarf Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og Listahá- skóla Íslands er meðal annars fólgið í árlegum tónleikum þar sem ungir og upprennandi tónlistarmenn fá að spreyta sig með hljóm- sveitinni. Á morgun koma þrír ungir lista- menn fram í Háskólabíói á tón- leikum þar sem stemningin verð- ur án efa lituð af eftirvæntingu og æskumóð. Fiðluleikarinn Eygló Dóra Dav- íðsdóttir, Grímur Helgason klarin- ettuleikari og Egill Árni Pálsson tenór voru valin í sérstakri for- keppni fyrr í vetur. Þar tóku ellefu nemendur úr tónlistardeild Lista- háskóla Íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík, Söngskólans í Reykja- vík og Nýja tónlistarskólans þátt og var dómnefnin samhljóma en hana skipuðu Karólína Eiríksdótt- ir tónskáld, formaður, Hafliði Hallgrímsson tónskáld og selló- leikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Ármann Helgason klar- ínettuleikari, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari og Rumon Gamba, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Grímur Helgason segist eftir- væntingarfullur vegna tónleik- anna en þetta er stærsta verkefni hans til þessa. Hann hefur á und- anförnum árum leikið með margs konar tónlistarhópum, þar á meðal Kammersveitinni Ísafold, Hamra- hlíðarkórnum, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og djasshljómsveit- unum Glymskröttunum og Hrafna- sparki, auk margvíslegra sam- leikshópa innan Listaháskólans. „Ég hef mest fengist við klassíska tónlist en hef aðeins komið við í djassinum líka,“ útskýrir Grímur. Grímur stundar nám við Lista- háskóla Íslands undir handleiðslu Einars Jóhannessonar en mun ljúka prófi í vor og hyggur á frek- ara nám erlendis þegar fram líða stundir. Á tónleikunum mun Grím- ur leika klarinettukonsert eftir Gerald Finzi ásamt strengjasveit en hann segir verkið mjög fallegt. „Þetta verk er í miklu uppáhaldi hjá mér núna en Einar, kennarinn minn, vakti áhuga minn á því. Sjálfur kynnist hann þessu verki þegar hann var við nám í London. Þetta er ekki mjög þekkt verk, nema máski þar í landi og þetta er sennilega frumflutningur þess hér.“ Grímur kveðst lítið hafa leitt hugann að því hvaða þýðingu tón- leikar sem þessir hafa fyrir hann í framtíðinni. „Það er bara rosalega gaman að fá tækifæri til þess að taka þátt í þessum tónleikunum hér og nú. Í framtíðinni verður þetta ábyggilega bara góð minn- ing og reynsla.“ Egill Árni mun syngja aríur úr I Lombardi, Rigoletto og La Travi- ata eftir Verdi á tónleikunum og Eygló Dóra leikur fiðlukonsert eftir Max Bruch. Auk þess mun Sinfóníuhljómsveitin leika for- leikinn vinsæla úr Vilhjálmi Tell. Hljómsveitarstjóri er Finninn Esa Häkkilä en hann stjórnaði Sinfón- íuhljómsveit Íslands á Myrkum músíkdögum árið 2005. Sem fyrr hefjast tónleikarnir í Háskólabíói kl. 19.30 en þess skal getið að allir sem framvísa náms- mannaskírteinum fá miða á hálf- virði. Kl. 13.00 Jóhann Torfason og Hlynur Helgason sýna verk sín í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Jóhann sýnir „Ný leikföng“, tölvugerð málverk og silkiþrykk en verk Hlyns ber heitið „63 dyr Landspítala við Hringbraut“ og samanstend- ur af kvikmynd, ljósmyndum og málverki. Sýningarnar standa til 28. janúar en safnið er opið frá kl. 13 -17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis. ! Ný dönsk glæpasería hóf göngu sína á sunnudagskvöldið á DR1 - Forbrydelsen – Glæpurinn – heitir hún og mun skemmta dönskum sjónvarpsáhorfendum næstu mán- uði en þættirnir verða tuttugu að tölu og eru á dagskrá á sunnudags- kvöldum á besta tíma á DR1. Innkaupadeild ríkissjónvarps- ins hefur þegar tryggt sér þættina en ekki er ráðið hvenær þeir fara á dagskrá. Ríkissjónvarpið hefur haft gott upp úr dönskum þátta- röðum hin síðari misseri: síðustu þættirnir af Krónikunni fóru reyndar fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum sjónvarpsáhorfend- um, voru lítið kynntir af sjónvarp- inu, en þar voru allir endar hnýtt- ir. Örninn hefur skemmt íslenskum áhorfendum undanfarin misseri og þar á undan voru þættir á borð við Taxa, Forsvar og Nikolej og Julía vinsælir. Stöð 2 sýndi Rejse- holdet líka við góðar undirtektir. Forbrydelsen er samin af Sören Sveistrup, en hann var aðalhöf- undur Nikolej og Júlíu. Þaðan fekk hann leikkonuna Sophie Gråbøl sem leikur Söru Lund, unga lög- reglukonu sem hyggst flytja til Svíþjóðar en lendir ásamt eftir- manni sínum í rannsókn á hvarfi ungrar stúlku. Sofie Gråbøl er líka hátt skrif- uð leikkona, bæði fyrir sjónvarps- leik sinn, leik í kvikmyndum og á sviði. Gagnrýnendur segja fram- leiðendur hafa lært sitt af vel- gengni nokkurra raða og nefna þeirra á meðal svo ólíka þætti sem 24, Rejseholdet og Kóngakapalinn sem hér hefur enn ekki sést, en allt eru þetta þrautskipulagðir for- múluþættir. Annar þátturinn verð- ur á dagskrá á DR 1 kl. 20. Ný dönsk glæpasería byrjar „DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“ DAGUR VONAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.