Fréttablaðið - 12.01.2007, Page 2
„Það er grafalvarlegt
mál ef gögnum var vísvitandi
haldið leyndum fyrir Alþingi eins
og útlit er fyrir að hafi gerst,“
sagði Ögmundur Jónasson, þing-
flokksformaður Vinstri grænna,
eftir fund menntamálanefndar í
gær.
Hann segir það einkennilegt að
menntamálanefnd hafi ekki verið
upplýst um samskipti Eftirlits-
stofnunar EFTA, ESA, við ráðu-
neyti um frumvarp um hlutafé-
lagavæðingu Ríkisútvarpsins.
„Það er nauðsynlegt að fara ofan í
saumana á þessu máli því það á
ekki að geta gerst að gögnum, sem
í fljótu bragði virðast mikilvægt
innlegg í umræðu um málefni
RÚV, sé haldið leyndum. Ráðherr-
ar bera á þessu ábyrgð og þeir
þurfa að útskýra þetta.“
Sigurður Kári Kristjánsson,
formaður nefndarinnar, telur efn-
isatriði bréfanna níu ekki gefa til-
efni til þess að gera efnislegar
breytingar á frumvarpinu. „Það er
samstaða meðal fulltrúa meiri-
hlutans í nefndinni um frumvarp-
ið eins og það er nú og sú samstaða
stendur alveg óhögguð þrátt fyrir
að þessi gögn hafi komið fram. Ég
lít svo á að efnisatriði þessara
gagna gefi ekki tilefni til þess að
fjalla sérstaklega meira um þau
en við höfum nú þegar gert.“
Í bréfunum níu er fjallað um
álitaefni sem íslensk stjórnvöld
þurfa að hafa í huga, að mati ESA.
Sérstaklega er fjallað um alþjóð-
legar ríkisstyrkjareglur, sam-
keppnislög og starfskilyrði sem
taka þarf tillit til.
„Það stefnir allt í að við
náum metvetri í opnunartímum í
ár,“ segir Guðmundur Karl
Jónsson, forstöðumaður skíða-
svæðisins í Hlíðarfjalli á Akur-
eyri, en svæðið þar hefur verið
opið í fjörutíu daga í ár en
metopnun er 134 dagar. Hann
segir stöðuna afar góða í fjallinu
og mikill snjór.
Svipaðar upplýsingar fengust
frá skíðasvæðinu á Ísafirði og
Seyðisfirði.
Friðjón Árnason, rekstrar-
stjóri skíðasvæðisins á höfuð-
borgarsvæðinu, var ekki alveg
eins ánægður en sagði að stutt
væri í að Bláfjöll og Skálafell
yrðu opnuð. „Það vantar enn smá
herslumun,“ segir Friðjón sem
vonast til þess að geta opnað á
næstu dögum. -
Stefnir í metár
fyrir norðan
Sigurður, hvað gera nördarnir
nú?
Flensan hefur enn
ekki stungið sér niður, en læknar
segja varla langt að bíða hennar,
enda komi hún yfirleitt á þessum
árstíma. Aðrar pestir herja þó á
landsmenn þessa dagana.
Björn Gunnlaugsson, heimilis-
læknir hjá heilsugæslunni
Glæsibæ, segir að nú sé talsvert
um veikindi þótt flensan láti ekki
sjá sig. Nú sé til að mynda að
ganga gubbupest sem geti verið
óvenjulengi að ganga yfir.
Flensa ókomin
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
SAAB 9-3
Nýskr. 01.06 - Sjálfskiptur - Ekinn 7 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
2.890
.000.
-
Sigurður Kári Kristjáns-
son, formaður menntamálanefndar
Alþingis, telur það ótækt að mennta-
mála- og fjármálaráðuneyti hafi
ekki gert menntamálanefndinni
grein fyrir samskiptum eftirlits-
stofnunar EFTA, ESA, við ráðuneyt-
in frá því í janúar í fyrra.
„Fulltrúar frá ráðuneytunum
svöruðu því til að gögnin hefðu ekki
borist til nefndarinnar vegna þess
að eftir þeim hafi ekki verið óskað.
Ég er ekki ánægður með þau svör,“
sagði Sigurður og ítrekaði að hann
ætlaði að ræða málið við ráðherra.
„Ég lít þannig á að þegar þingið er
með lagafrumvarp til meðferðar þá
eigi nefndir ekki að þurfa að óska
eftir samskiptagögnum úr stjórn-
kerfinu á öllum tímum. Ég hef þá
skoðun að nefndin eigi að fá öll gögn-
in sem til staðar eru til umfjöllunar.
Það er ótækt og óásættanlegt að
þetta starfslag hafi verið viðhaft. Ég
ætla mér að ræða þetta mál frekar
við ráðherrana [Árna Mathiesen og
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur].“
Eftir að Fréttablaðið greindi frá
því 5. janúar síðastliðinn að fjár-
málaráðuneytið hefði neitað blað-
inu um gögn um samskipti ESA og
ráðuneytisins vegna frumvarps um
hlutafélagavæðingu Ríkisútvarps-
ins sendi Mörður Árnason, fulltrúi
Samfylkingarinnar í menntamála-
nefnd, bréf til Sigurðar Kára með
ósk um að fá gögnin afhent sem
Fréttablaðinu var neitað um að fá.
Sú niðurstaða, að neita blaðinu um
gögnin, hefur verið kærð til
úrskurðarnefndar um upplýsinga-
mál.
Gögnin voru afhent á miðviku-
dagskvöld og um þau fjallað á fundi
í gær. Á fundinn komu lögmenn frá
fjármála- og menntamálaráðuneyt-
inu og Guðmundur Árnason ráðu-
neytisstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu. Gerðu þeir grein fyrir
samskiptunum og svöruðu spurn-
ingum nefndarmanna.
Þingflokksformenn stjórnarand-
stöðuflokkanna, Össur Skarphéðins-
son, Ögmundur Jónasson og Magnús
Þór Hafsteinsson, sendu Sólveigu
Pétursdóttur, forseta Alþingis, í gær
bréf með ósk um að fundi mennta-
málanefndar verði frestað, en hann
fer fram í dag. Í bréfinu er meiri-
hlutinn í nefndinni meðal annars
sakaður um „forkastanleg og ómál-
efnaleg vinnubrögð“, fyrir að gefa
nefndarmönnum ekki rúm til þess
að fara yfir samskipti ESA við
íslensk stjórnvöld.
„Það komu fram ný gögn í mál-
inu eftir að Fréttablaðið upplýsti um
bréfaskriftir milli ESA og fjármála-
ráðuneytisins sem þingmenn stjórn-
arandstöðunnar óskuðu eftir að fá í
hendur sama dag og frétt þess efnis
birtist. Þetta eru níu þverhandar-
þykk bréf og við teljum að það sé
óhjákvæmilegt annað en að þing-
menn fái rúm til þess að skoða þessi
gögn og rannsaka með sérfræðing-
um,“ sagði Össur.
Ekki náðist í Árna Mathiesen og
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í
gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Ótækt að afhenda
ekki ESA-gögnin fyrr
Formaður menntamálanefndar segir það ótækt að menntamálanefnd hafi ekki
fengið afhent gögn um samskipti ESA og íslenskra yfirvalda. Nauðsynlegt að
gefa mönnum rúm til þess að fara yfir gögnin, segir Össur Skarphéðinsson.
Íslandsdeild Amne-
sty International hélt fjöldafund á
Lækjartorgi í gær til að mótmæla
Guantánamo-fangabúðunum á
Kúbu. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir
hélt tölu og minntist þeirra sem
hafa þurft að dvelja í þessum ill-
ræmdu fangabúðum en á annað
hundrað manns mættu til mótmæl-
anna. Appelsínugulum blöðrum
var sleppt í loftið til að minna á lit
búninganna sem fangarnir eru
látnir klæðast í búðunum.
Mótmælendur sendu einnig
bréf til forsætisráðherra, utanrík-
isráðherra, formanns utanríkis-
nefndar og þingflokksformanna
og hvöttu til þess að Alþingi og
ríkisstjórn fordæmdu fangabúð-
irnar opinberlega.
Guantánamo-fangabúðir:
Hörð mótmæli
Leyndu gögnum fyrir Alþingi
Þungfært var á
höfuðborgarsvæðinu í gær. Þegar
haft var samband við lögreglu um
klukkan átta í gærkvöldi höfðu 45
árekstrar verið tilkynntir á
höfuðborgarsvæðinu. Engin slys
urðu á fólki. Lögreglan segir
umferð alls staðar um borgina
hafa verið afar hæga. Slæmt
skyggni og hálka hafi verið helsta
orsök árekstranna.
Um helgina á að hlýna og
verður hiti við frostmark á
höfuðborgarsvæðinu. Von er á því
að það frysti aftur eftir helgi.
Á fimmta tug
árekstra
Sjávarútvegsráðu-
neytið ákvað í gær, að tillögu
Hafrannsóknastofnunar, að
leyfilegur upphafskvóti á loðnu
verði 180 þúsund lestir. Af
þessum heildarafla koma rúmar
143 þúsund lestir í hlut íslenskra
skipa.
Verð á loðnumjöli og lýsi er í
sögulegu hámarki um þessar
mundir og einnig er markaður
fyrir frysta loðnu góður.
Kvóti gefinn út
Rannsókn Ríkisendur-
skoðunar á fjármálum Byrgisins
lýkur fyrir mánudag að sögn
Sigurðar Þórðarsonar ríkisend-
urskoðanda. Félagsmálaráðu-
neytið óskaði þess þann 16.
nóvember. Greiðslur til Byrgis-
ins voru stöðvaðar 29. desember
að beiðni Ríkisendurskoðunar.
Þá var búið að tilkynna ráðu-
neyti að fjárreiðum og reikn-
ingshaldi Byrgisins væri áfátt.
Lögreglan á Selfossi rann-
sakaar kæru 24 ára konu á
Guðmund Jónsson, forstöðu-
manni vegna meints kynferðis-
brots og fjármálamisferlis.
Rannsókn á
Byrginu að ljúka