Fréttablaðið - 12.01.2007, Page 16

Fréttablaðið - 12.01.2007, Page 16
Orðin ekki til Hræðsluáróður til forna Fólk sem komið er á miðjan aldur sækir líkamsrækt á líkamsræktarstöðvum borg- arinnar af krafti og eldri borgarar láta ekki sitt eftir liggja, þeir sækja ræktina svo hundruðum skiptir, sumir jafnvel sex daga vikunnar. Húnbogi Þorsteinsson, fyrrver- andi ráðuneytisstjóri í félags- málaráðuneytinu, hefur stundað sund í fjölda ára en byrjaði að æfa líkamsrækt fyrir tveimur árum og æfir nú fjórum til sex sinnum í viku. Hann hætti að vinna fyrir tveimur árum og taldi þá að hann hefði gott af meiri hreyfingu. Hann fékk for- skrift hjá þjálfara áður en hann byrjaði og hjólar nú til upphitun- ar og fer svo í tæki. „Eftir að ég dró úr vinnu hafði ég meiri tíma í þetta. Svo fannst mér að ég þyrfti kannski að létta mig eitthvað. Það tók mig nærri eitt ár að léttast um tíu kíló. Ég var svo sem ekkert óskaplega þungur en samt of þungur miðað við stærð,“ segir hann og kveðst fara fjórum til sex sinnum í viku eftir því hvað hann hafi mikið að gera. „Ég finn mikinn mun á því hvað ég hef miklu meira úthald.“ Hjónin Ingimar Einarsson, fyrrverandi leigubílstjóri, og Matthea Katrín Guðmundsdóttir hafa stundað líkamsrækt í nokk- urn tíma. Ingimar er nýorðinn áttræður og hann segir að aldrei sé of seint að byrja. Þau hjónin hafi viljað styrkja sig og liðka með því að fara í sund og líkams- ræktina frekar en að sitja heima og horfa á sjónvarpið. Ingimar ók leigubíl í rúmlega hálfa öld. „Maður situr hrikalega lengi í bílnum og það er ekki nógu hollt eða gott,“ segir hann. Ásdís Valdimarsdóttir hús- móðir hefur stundað íþróttir, leikfimi og líkamsrækt frá því hún var stelpa. Þegar hún flutti í Hafnarfjörð sem ung kona fór hún í frúarleikfimi. Hún stund- aði svo sund, leikfimi og jóga og byrjaði loks að lyfta í tækjum fyrir ári síðan þegar hún fékk liðþófavandamál í hnén. „Mér hafði alltaf leiðst tækin en fannst heppilegast að fara í þau. Ég held að maður gefi sér aldrei nógan tíma í tækjunum til að finna sig í þeim svo ég fékk mér bara þjálfara,“ segir Ásdís, „og eftir að ég komst í kynni við þennan þjálfara hef ég fundið mig í þessu.“ Ásdís segist vera ómöguleg ef hún kemst ekki í líkamsræktina. „Ég fer alltaf einu sinni í viku í göngutúra. Ef ég get ekki hreyft mig finnst mér eitthvað vanta. Þetta er lífsins elexír.“ Hreyfingin er lífsins elexír Þegar fólk trúlofar sig er hringur- inn iðulega settur á vinstri hönd en fluttur á þá hægri þegar það giftir sig. Hvernig stendur á því? „Þetta er bandaríska hefðin,“ segir sr. Arna Grétarsdóttir. „Hringur á hægri hönd er til að sýna hvort maður er giftur eða ekki þegar fólk heilsast, en vinstri hönd er talin nær hjartanu. Á Norður- löndunum er þetta öfugt, trúlofun- arhringar eru á hægri hendi og giftingarhringar á vinstri.“ En hvers vegna er vinstri hönd- in talin vera í betra sambandi við hjartað? Ásgeir Reynisson, gull- smiður hjá Ernu, svarar þessu. „Þetta er komið frá Forn- Egyptum. Þeir töldu taug liggja frá fjórða fingri vinstri handar og í hjartað. En fólk setur upp hringana á hvora höndina sem er nú til dags.“ Það á einnig við um trúlofunarhringa. „Það er aðeins að byrja hér að konum séu gefnir demantshring- ar eins og í Bandaríkjunum, og þá er það bara hún sem ber hring. Áður fyrr var tryggðarpantur gefinn hérlendis. Tryggðarpant- ur gat verið hvað sem er, oftast skartgripur, en stundum voru jafnvel börn nefnd í þessu sam- hengi.“ Giftingarhringur á hægri hendi Ætlar að skella sér í skóla Sex mánuði á mann nær og fjær „ORÐRÉTT“ ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Hitablásarar Hinir einu sönnu hitablásarar FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.