Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 31
Blár er litur mánaðarins. Ef marka má þær myndir sem okkur berast af fræga fólkinu þá virðast bláir kjólar vera í tísku um þessar mundir. Kvikmyndaleik- konur stilla sér upp, hver á fætur annarri, fyrir framan myndavél- arnar í bláum kjólum, allt frá ljós- bláum upp í dimmbláan lit rökk- ursins. Blár litur fer flestum vel og segja sér- fræðingarnir að blár sé góður litur til að vera í á mynd, því hann lætur alla líta vel út. Gleraugu taka breytingum í takt við tískuna eins og flest annað. Fréttablaðið leit inn í tvær gleraugnaverslanir í miðborginni og sannfærðist um það. Litir virðast áberandi í gleraugna- umgjörðum núna. Að sögn kaup- mannanna Sigrúnar Bergsteins- dóttur í Linsunni við Aðalstræti og Gylfa Björnssonar í Sjáðu á Laugavegi 32 er almenningur ánægður með það. „Fólk er alveg tilbúið að taka á móti þessum nýj- ungum eftir allt þetta svarta, hvíta og glæra þótt það sé alltaf sígilt. Meira að segja strákarnir fá sér óhikað litaðar umgjarðir,“ segir Sigrún. Gylfi er sama sinnis og segir alla flóruna vera í tísku. „Sum gleraugun eru ýkt og önnur látlausari en það er tvímælalaust gott fyrir okkur Íslendinga sem höfum þetta ljósa litaraft og langa skammdegi að við skulum hafa aðgang að frískandi umgjörðum ef við þurfum á gleraugum að halda.“ Þegar Sigrún er innt eftir vin- sælustu merkjunum nefnir hún Alain Mikli sem hún segir leggja nokkuð línurnar í gleraugnatísk- unni. „Alain er franskur og er einn okkar fremsti hönnuður,“ segir hún. „En svo erum við með mörg önnur þekkt merki eins og Cartier og Lacoste og einnig Diesel fyrir krakkana.“ Gylfi er sjóntækjafræðingur og selur meðal annars gleraugu frá Mykita, sem er þýskt, með eftir- gefanlegar umgjarðir, smelltar saman. Hann nefnir líka Theo sem er belgískt merki sem hann segir hafa mokað til sín hönnunarverð- launum. „Theo keyrir á óvenjuleg- um formum og er djarfur í litum. Oft eru gleraugun þaðan ekki eins hægra megin og vinstra megin og það getur verið svolítið skemmti- legt. Þetta er stærsta sölumerkið hjá mér í dag,“ segir Gylfi og tekur fram að allar gerðir fáist í mismunandi litum. Fjölbreyttir litir og form Á bláum kjól SJÁLFSSTYRKING FRAMKOMA OG LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR OG HÁRS UNDIRBÚNINGUR FYRIR MYNDATÖKU MYNDATAKA (12 SV/HV MYNDIR) TÍSKUSÝNINGARGANGA FÍKNIEFNAFRÆÐSLA LEIKRÆN TJÁNING NÆRINGARRÁÐGJÖF Umsjónarkennarar: Kristín Ásta Kristinsdóttir Gestakennarar: Kolbrún Pálína Helgadóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir ofl. Allir þáttakendur fá Eskimo boli, viðurkenningaskjal og 10 sv/hv myndir. Námskeiðinu líkur með stórri tískusýningu. Verð 17.900 kr. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á www.eskimo.is. FRAMKOMU& FYRIRSÆTUNÁMSKEIÐ SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 23. OG 25. JANÚAR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.