Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 34
Þ etta eru gróusögur. Ég talaði við Magna og okkur er skítsama um þessar sögur. Fólk getur talað eins og það vill en ég er ekki ástæðan fyrir skilnaði þeirra,“ sagði söng- konan Dilana í einkaviðtali við Sirkus en þrálátur orðrómur þess efnis að hún sé ástæðan fyrir skilnaði Magna Ásgeirsson- ar og Eyrúnar Huldar Haraldsdóttur hefur gengið um allt Ísland allt frá því að Magni og Eyrún birtu fréttatilkynningu í DV fyrir viku þar sem þau tilkynntu að þau hefðu slitið samvistir. Dilönu og Magna varð afar vel til vina á meðan á upptökum stóð á sjónvarpsþættinum Rockstar Supernova síðastliðið sumar og hún hefur meðal annars komið til Íslands nokkrum sinnum síðan. „Auðvitað elskum við hvort annað sem nánir og góðir vinir. En við erum bara vin- ir,““sagði Dilana og bætti við að þátturinn hefði breytt lífi allra þátttakendanna. „Magni breyttist og þroskaðist frá sambandinu. Þessi heimski þáttur breytti okkur öllum, gerði okkur að öðrum einstaklingum með aðrar væntingar um okkur sjálf og lífið.“ Aðspurð hvort hún sæi fyrir sér að hún og Magni myndu byrja saman nú þegar hann er laus og liðugur svaraði Dilana því neitandi. „Alveg örugglega ekki. Við erum bara vinir sem viljum fá að spila okkar tónlist. Ég veit að Eyrúnu finnst að þetta sé mér að kenna en ég neita að samþykkja það. Hún er stórkostleg kona og er Marínó frábær móðir en aðeins ég og Magni munum vita hinn raunverulega sannleika,“ sagði Dilana. Hún vildi ekki skýra nánar þessa síðustu setningu þegar sérstaklega var gengið á eftir því. Magni mun væntanlega halda til móts við Dilönu og aðra Rockstar-söngvara í næstu viku þar sem hann mun fara í tveggja mánaða tónleikaferðalag um gjörvöll Bandaríkin. „Ég hlakka til að sjá hann og vona að hann komi í næstu viku. Það er verið að vinna í vegabréfáritun fyrir hann og ég á von á því að það klárist um helgina. Það verður gaman að hittast aftur og spila tónlist,“ sagði Dilana. - óþh Apótekið til sölu Einn vinsælasti veitingastaður miðbæjarins Apótekið er til sölu. Sirkus hefur heimildir fyrir því að eigendurnir og hjónin, Guffi og Gulla, séu nálægt því að komast að samkomu- lagi við þekktan veitingamann um kaup á staðnum. Ekki er vitað hvert kaupverðið er en miðað við staðsetningu og vinsæld- ir ætti að vera um töluverðar fjárhæðir að ræða. Bachelorinn kominn með kærustu Einn þekktasti piparsveinn landsins, Steingrímur Randver Eyjólfsson, er kominn með nýja kærustu upp á arminn. Sú heppna heitir Hrönn Helgadóttir og er hárgreiðslustúlka. Nýja parið býr á Akureyri en Steini vildi ekkert segja um sambandið. „Ég er kominn með nóg af fjölmiðlaumfjöllun og vil bara fá að vera í friði hér í sveitinni. Þetta var skemmtileg reynsla en nú er komið nóg,“ sagði Steini við Sirkus. Auðunn á fullu í ræktinni Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal æfir nú af miklum móð í ræktinni til að vera í sem bestu formi fyrir hlutverk sitt sem kynnir á Hlustendaverðlaunum FM sem fara fram 23. janúar í Borgarleikhús- inu. Mörgum þótti Auðunn hafa bætt töluvert á sig á síðasta ári en hann tekur vel á lóðunum og hrynja kílóin hreinlega af honum. Sem veitir ekki af þar sem innkoma hans á hátíðina verður með óvenjulegum hætti sem ekki verður farið nánar út í hér. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Yfirmaður sirkusmiðla Árni Þór Vigfússon arni@minnsirkus.is Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is Heyrst hefur fréttir sirkus ROCKSTAR-SÖNGKONAN DILANA UM SKILNAÐ MAGNA OG EYRÚNAR „Ég er ekki ástæðan fyrir skilnaðinum“ B ubbi Morthens er á leið inn í hljóðver til að hefja upptökur á nýjustu plötu sinni sem kemur út síðar á þessu ári. Hann sagði í samtali við Sirkus að hann væri kominn í startholurnar og gæti ekki beðið eftir því að byrja. Með honum á plötunni verða Mínus-mennirnir Frosti og Bjössi og sagði Bubbi að það lægi augum uppi hvers konar tónlist yrði á plötunni. „Þetta verður rokk,“ sagði Bubbi en hann veit ekki enn upp hár hvenær platan kemur fyrir augu almennings. Bubbi gaf ekki út neina plötu með frumsömdu efni á síðasta ári enda árið undirlagt af uppákom- um í tilefni fimmtíu ára afmælis hans. Upptaka af afmælistónleikum hans 06.06.06 og DVD- diskur með sama efni seldist þó ljómandi vel og seldust alls á bilinu 16 til 17 þúsund eintök af þessum tveimur útgáfum. Bubbi hefur löngum verið þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir þegar að því kemur að velja fólk til samstarfs við plötugerð. Tvær síðustu plötur sem hann gaf út með frumsömdu efni árið 2005 vann hann í samstarfi við Barða Jóhannesson. Þær voru lágstemmdar en nú verður talið í og rokkað. Bubbi í hljóðver með Mínusliðum Bubbi Morthens Ætlar að rokka á næstu plötu sinni sem lítur dagsins ljós á þessu ári. Frosti og Bjössi Mínus-rokkararnir verða Bubba til halds og trausts á nýju plötunni. SAMSTÍGA Á SVIÐINU Magni og Dilana tróðu upp í starfsmannap- artíi Icelandair í lok október. EYRÚN HULD HARALDSDÓTTIR Dilana hrósar Eyrúnu Huld í hástert en segir Magna hafa þroskast burtu frá sambandinu á meðan hann dvaldi í Bandaríkj- unum. BLS. 2 | sirkus | 12. JANÚAR 2007 Öflugt fjarnám í boði. Hagstætt verð. Skoðið heimasíðuna: www.fg.is Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabæ • Sími 520-1600 • Fax 565-1957 vefslóð: http:www.fg.is • netfang: fg@fg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.