Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 56
Ótrúlegt hvað sumir hlutir ganga seint, en stundum ganga þeir þó. Eitt af erfiðustu málum sem ég kynntist sem for- maður menntaráðs var ósk foreldra fatlaðra barna um að börn þeirra fengju lengda viðveru allt til loka grunnskóla. Málið sýndist einfalt: Lög í land- inu kveða skýrt á um skyldur ríkis- valdsins varðandi málefni fatlaðra og þessi þjónusta er sannarlega hluti af þeim málaflokki. Eigi að síður voru stálin stinn í málinu vegna þess að ríkið neitaði að veita þjónustuna, hvað þá greiða fyrir hana, og sveitarfélögin voru ekki tilbúin að axla ábyrgð á þeirri van- rækslu. Eftir sátu börnin. Reykjavíkur- listinn tók reyndar upp þjónustu af þessu tagi í Öskjuhlíðarskóla og barðist fyrir því að fá ríkið að því borði. Í þeirri togstreitu voru for- eldrar að vonum áhyggjufullir og lentu ítrekað í klemmu. Á endanum tókst að fá helmingsaðild ríkis, sem síðan var ekki staðið við nema að hluta. Reykjavíkurborg tryggði eigi að síður þjónustuna og stóð við sitt. Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveitarfé- laga um lengda viðveru fatl- aðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Sam- komulagið er nákvæmlega í þeim anda sem ég sem for- maður menntaráðs lagði til við félagsmálaráðuneytið árið 2003, með skiptingu kostnaðar til helminga á meðan lög um fatlaða eru til endurskoðunar. Þetta tók vissulega langan tíma, alltof langan, en er nú í höfn. Samfylkingin hvetur til þess að Reykjavíkurborg nýti samkomulag- ið og tryggi öllum fötluðum grunn- skólabörnum lengda viðveru. Sá fyrirvari er hafður um samkomu- lagið að ekki er getið um hver skuli bera kostnað, reynist hann meiri en þau framlög sem samningurinn gerir ráð fyrir. Við leggjum áherslu á að þessi óskilgreindi afgangur sem hugsanlega skapast bitni ekki á þjónustu þegar fram í sækir og til verði nýtt rifrildi sem engum yrði til sóma. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Aukin þjónusta við fötluð börn Nýlega hefur verið bent á að hróplega lítil og lágvær umræðan er um það hvernig hægt sé að bæta úr slökum lánskjörum á Íslandi. Þess vegna á Illugi Gunnarsson þakkir skilið fyrir grein sína „Evra og hagstjórn“ sem birtist í Fréttablaðinu á sunnudaginn. Mig langar þó að benda á tvö atriði sem hugsanlega hefðu betur mátt fara í grein hans. Illugi skrifar: „Sá hagstjórnar- vandi sem glímt hefur hefur verið við undanfarin misseri ... hefur Seðlabankinn borið hitann og þungann af“. og vísar til þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýri- vexti. Nú er hins vegar þannig málum háttað að þeir sem standa fyrir ákvarðanatökum í Seðla- bankanum eru á góðum launum og eru yfirleitt komnir yfir miðjann aldur. Þeir eru því flestir skuld- lausir og koma háir vextir ekki niður á þeim. Nákvæmara hefði því verið hjá Illuga að orða þetta þannig; „Sá hagstjórnarvandi sem glímt hefur hefur verið við undan- farin misseri hefur Seðlabankinn ákveðið að lántakendur, þ.e. fátæk- ari hluti þjóðarinnar, skuli bera hitann og þungann af“. Í öðru lagi heldur Illugi því fram í niðurlagi greinar sinnar að þeir sem vilja taka upp evru, t.d. til þess að lækka greiðslubyrði íbúaðlána, „skauti framhjá því“ að ýmsir ókostir geta fylgt því að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan veitir. Í þessu sambandi langar mig að benda á grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 25. ágúst sl. þar sem þessi mál eru ýtarlega rædd. Vissulega getur verið slæmt að missa þann hagstjórnarmátt sem íslenska krónan hugsanlega hefur, en spurningin snýst ekki um það heldur; Er hagstjórnarmáttur íslensku krónunnar að skila almenningi meiru heldur en ókost- irnir við að hafa íslensku krón- una? Til þess að geta svarað því þurf- um við að vita hvað það kostar íslensku þjóðina að hafa íslenska krónuna. Nú bregður svo við að þær upplýsingar eru hvergi til og eru hvergi í vinnslu. Þess vegna verða leikmenn að áætla svarið við þessari brennandi spurningu. Láta mun nærri að íbúðarskuldir landsmanna í dag séu 1000 millj- arðir. Vextir í dag eru uþb 15,5% hér en uþb. 4,1% í Noregi, munur- inn er 11,4%. 11,4% af 1000 millj- örðum er 114 milljarðir á ári. Lán til atvinnuveganna eru margfalt meiri en íbúðalánin, íslenskir neytendur þurfa að bera hluta þess kostnaðar í hærra þjónustu- og vöruverði, og því er hægt að uþb tvöfallda töluna 113 milljarði. En mismunurinn 11,4% miðast aðeins við eitt ár, þegar fram líða stundir bætast vaxtarvextir við, sem margfalda kostnaðinn. Þar við bætist hærra vöruverð vegna þess að auðveldara er að koma á fákeppni, ýmiss kostnaður við myntbreytingar, aukaumstang og stjórnsýslu. Útkoman er svo há tala að það er ekki hægt að taka hana sér í munn. Fáar hagstærðir á Íslandi komast nálægt þessari tölu, nema ef vera skyldi tekjuaf- gangur bankanna, en að þessum tveimur upphæðum svipar saman er tilviljun. Nú er spurningin til Illuga og Seðlabankans: Skilar hagstjórnar- máttur íslensku krónunnar einnig þessari upphæð? Pennar sem ekki hafa skautað fram hjá þessarri spurningu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svarið sé nei. Íslenska krónan Ég fagna því samkomulagi sem tekist hefur milli ríkis og sveit- arfélaga um lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og nú hefur verið staðfest. Í Fréttablaðinu 6. janúar sl. er grein eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem fjallar um grein sem ég skrifaði í sama blað og birtist þremur dögum áður, þar sem ég víti núverandi stjórnarflokka fyrir sinnuleysi í réttindamálum launafólks. Í grein sinni reynir ráðherrann að afsaka sig og sína í Framsóknar- flokknum fyrir sinnuleysið og spyr hvað margir samherjar mínir í stjórnmálum hafi setið á stóli félagsmálaráðherra frá því að ILO nr. 158 var samþykkt á Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf 1982. Til upprifjunar nefnir hann Svavar Gestsson, Jóhönnu Sig- urðardóttur, Rannveigu Guð- mundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Ég get upplýst ráð- herrann um það að ekkert af þessu fólki eru samherjar mínir og það eru hans eigin hugarórar að tengja mig við það. Ég starfa í verkalýðshreyfingunni og þar hef ég barist fyrir auknum rétt- indum verkafólks. Ráðherrann vill vita hvaða ein- kunn ég gef fyrrnefndu fólki í réttindamálum launafólks. Því er fljótsvarað að þær eru ekki háar, þó eru þær nokkuð frá því að vera falleinkannir eins og þær sem þrír fyrrverandi félags- málaráðherrar Framsóknar- flokksins fá, þeir Páll Pétursson, Árni Magnússon og Jón Kristj- ánsson. Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launafólks, því hann hefur síðan 1982 átt aðild að öllum ríkis- stjórnum, nema Viðeyjarstjórn- inni. Mér reiknast til að Framsókn hafi setið í ríkisstjórn í 21 ár á síðast liðnum 25 árum og fengið á þeim tíma flest tækifæri allra íslenskra stjórnmála- flokka til að koma ILO- 158 á framfæri á Alþingi en gerði það ekki. Ef þú Magnús vilt eiga möguleika á að fá hærri einkunn en kollegar þínir á ráðherrastóli þá verður þú að hafa hraðann á, því tími þinn rennur út í vor. Þú getur viðhaldið lélegri ímynd Fram- sóknar í réttindamálum launa- fólks. Þú getur líka söðlað um og bætt þá ímynd með því að leggja til að Alþingi fullgildi ILO-158. Með því leggðir þú þitt af mörk- um til að auka réttindi tuga þús- unda launafólks. Þú hlýtur að vera á móti því að fólki sé sagt upp t.d. vegna kynferðis, hör- undslitar, trúarbragða eða stjórnmálaskoðana. Í uppsagn- arbréfi er ástæða brottreksturs sjaldan gefin upp. Þar stendur bara: “Þér er hér með sagt upp starfi frá næstu mánaðarmótum með samningsbundnum fyrir- vara.” Ekkert annað, aðeins skil- yrðislaus brottrekstur og stund- um tilboð um áfallahjálp. Finnst þér þetta eðlilegt og finnst þér eðlilegt að stór hópur opinberra starfsmanna búi við allt önnur og betri réttindi í uppsagnarmálum en verkafólk. Magnús, ef þú gerir ekki neitt til að bæta ástandið fer ég að halda að þú sért hlynntur þessu misrétti og gef þér falleinkunn. Hátt á annan áratug hafa fundir og þing ASÍ samþykkt álykt- anir, þar sem skorað er á Alþingi að full- gilda ILO nr. 158. Þessar álykt- anir lýsa stefnu Alþýðusam- bandsins í réttindamálum launafólks. Mér finnst ótrúlegt ef engin þeirra hefur borist til þín. Þú segir í grein þinni að þú minnist þess ekki að réttindi samkvæmt ILO-158 hafi verið forgangskrafa, hvorki Alþýðu- sambandsins né Verkalýðsfé- lagsins Hlífar við gerð kjara- samninga. Því er til að svara að í kröfum Hlífar við gerð kjara- samninga við ÍSAL hefur verið krafa um réttindi samkvæmt ILO-158. Hins vegar er það rétt að slík krafa hefur ekki verið forgangskrafa við gerð samn- inga hjá ASÍ. Um ástæðu þess skaltu spyrja forystumenn Alþýðusambandsins en ekki mig. Við í Verkalýðsfélaginu Hlíf munum áfram, eins og hingað til, berjast fyrir mannréttindum. Sú barátta hefur nú þegar skilað þeim árangri að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur óttast fylgi- stap ef þeir gera ekki eitthvað í málinu. Kannski reynir Fram- sókn að fresta andláti sínu með því að skora á Alþingi að lög- gilda ILO-158. Höfundur er fyrrverandi formað- ur verkalýðsfélagsins Hlífar Skortur á mannréttindum Það á ekki að koma Magnúsi ráðherra á óvart þó ég minnist á Framsóknarflokkinn þegar rætt er um réttindaleysi launa- fólks Að undanförnu hefur stjórnar-andstaðan bókstaflega verið að springa úr spenningi yfir kosn- ingunum í vor og hugsanlegri félagshyggjustjórn stjórnand- stöðuflokkanna að þeim loknum. Þannig bar æsingurinn yfir „vænt- anlegum“ stjórnarskiptum for- menn Vinstrihreyfingarinnar og Samfylkingarinnar ofurliði í Kryddsíldinni á gamlársdag. Í upphafi stefndi í frekar tíðinda- litla Kryddsíld, en skyndilega upp- hófst orðaskak milli Ingibjargar Sólrúnar og Steingríms J. um hver ætti að verða forsætisráðherra í væntanlegri félagshyggjustjórn. Eftir þáttinn sat ég eilítið hugsi. Var það virkilega svo að fyrsta mál stjórnarandstöðunnar var að ákveða hver yrði forsætisráð- herra? Ekki hver stefnan yrði í Evrópu-, umhverfis-, efnahags- eða innflytjendamálum? Nei, ráð- herrastólarnir voru mikilvægastir. Þessi umræða sýnir í hnotskurn þann vanda sem íslensk stjórnskip- un er komin í. Einn af grundvöllum vestræns lýð- ræðis er þrískipting valdsins í framkvæmda-, dóms- og löggjaf- arvald. Á Íslandi hefur dómsvald- ið áþreifanlega sýnt sjálfstæði sitt með dómum sem hafa ekki fallið sérstaklega í kramið hjá hinum kjörnu fulltrúum. En er hægt að greina á milli löggjafar- og fram- kvæmdavaldsins hér á landi? Síðastliðinn vetur tók ég um tíma sæti á Alþingi sem varaþing- maður og starfaði mikið í nefndum þingsins. Það sem kom mér mest á óvart var hversu lítið löggjafarstarf fór í raun fram í nefndun- um. Lagafrumvörp voru lögð fram af ráðu- neytunum og fylgdu starfsmenn viðkomandi ráðuneyta þeim úr hlaði og virtust oft hafa lít- inn áhuga á að heyra skoðanir hinna kjörnu fulltrúa. Jarðtenging starfsmanna ráðu- neytanna við hinn almenna borg- ara virtist einnig stundum vera lítil. Má nefna sem dæmi að í einu tilfelli tók ég eftir ákvæði í laga- frumvarpi þess efnis að öll fyrir- tæki í landinu ættu að birta ákveð- inn texta á vefsíðu sinni. Öll fyrirtæki? spurði ég og benti síðan á að Óli pípari og Nonni bóndi sæju sér engan hag í að halda úti vefsíð- um í sínum rekstri, en ef frum- varpið færi óbreytt í gegn væri þeim skylt að leggja út í þann kostnað. Þannig virðist vald Alþingis að miklu leyti hafa færst yfir til ráðherranna og í framhaldi af því til starfsmanna ráðuneyt- anna, sem enginn kaus. Í flestum lýðræðis- ríkjum er lögð mikil áhersla á þrískiptingu valdsins. Þannig eru ráðherrar í Bandaríkj- unum ekki þingmenn og í Svíþjóð er það svo að ef þingmenn eru útnefndir ráðherrar þurfa þeir að víkja sæti á þingi á meðan þeir gegna ráðherradómi. Enda er það svo að í þessum ríkjum er staða þingforseta raunveru- leg valdastaða, ólíkt því sem gerist hér á landi. Meðal íslenskra stjórnmálamanna virðist lítill áhugi á að ræða nauð- syn raunverulegs aðskilnaðar lög- gjafar- og framkvæmdavalds. Stjórnarandstaðan er föst í umræð- unni um ráðherrastólana og því miður má það sama segja um ríkis- stjórnarflokkana. Einna helst hefur Siv Friðleifsdóttir, heilbrigð- isráðherra og þingmaður Fram- sóknarflokksins, reynt að vekja upp umræðu um þessi mál við litl- ar undirtektir. Það er nauðsynlegt lýðræðinu á Íslandi að tekin verði skref sem tryggi skýra aðgreiningu löggjaf- ar- og framkvæmdavalds. Setning laga á að vera í höndum kjörinna fulltrúa, en ekki nafnlausra emb- ættismanna á kontórum uppi í ráðuneyti. Ráðherrar eiga að fram- kvæma vilja Alþingis. Ekki öfugt. Höfundur gefur kost á sér í 2. sætið á lista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi Er Alþingi óþarfi? Það er nauðsynlegt lýðræðinu á Íslandi að tekin verði skref sem tryggi skýra aðgreiningu löggjafar- og framkvæmda- valds. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.