Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 60
„Íslendingar vita ekki hvað þeir eru heppnir að búa á Íslandi.“ Breska Zúlú-stríðið hefst „Maður er svona búinn að búa sig undir þetta andlega,“ sagði alþingis- konan Ásta Möller létt í bragði, þegar Fréttablaðið forvitnaðist um hvernig tímamótin legðust í hana. Ásta var þó ekki á því að hún stæði á einhverjum sérstökum tímamótum á fimmtugsaf- mælinu. „Ég held að mesta áfallið hafi verið þegar ég varð fjörutíu og eins árs, mér fannst ég vera orðin svo gömul þá,“ sagði Ásta, sem kvaðst hins vegar ekkert hafa fundið fyrir því þegar hún varð fertug. „Svo tekur maður þessu bara með stóískri ró,“ sagði hún kát. Á alvarlegri nótum sagðist Ásta þó ekki einblína sérstak- lega á aldur. „Maður er eins gamall og maður telur sig vera. Þetta er stór tugur, en í anda er ég miklu yngri,“ sagði hún. „Ég er náttúrulega enn þá ung og efni- leg kona og verð það vonandi áfram, en samt með þá reynslu sem aldurinn gefur til kynna. Ég held að það sé mik- ilvægt að maður nýti þá reynslu og þekkingu sem maður hefur aflað sér, en líti svo á að maður sé enn ungur og efnilegur. Að fólk horfi fram á veginn og skoði hvernig það geti bætt um betur,“ sagði Ásta. „Mér finnst ég ekkert vera á leiðinni niður, ég er ennþá á leiðinni upp,“ bætti hún við. Aðspurð hvort einhver afmælis- dagur sé henni minnisstæðari en annar, segir Ásta alla afmælisdaga sína hafa verið frábæra. „Mér finnst líka alveg ofboðslega stutt síðan ég var 25 ára, þrítug og fertug. Manni finnst þetta líða svo hratt,“ sagði hún. Ásta man þó sérstaklega eftir tólf ára afmælisdegi sínum og nefnir að hann sé miklu heldur tímamótadagur en fimmtugsafmælið. „Þá var svona litið á mann eins og maður væri aðeins farinn að fullorðnast. Ég man að ég fór um kvöldið með pabba og mömmu á Byssurnar í Navarone. Það var í fyrsta skipti sem ég fór á mynd sem var bönnuð innan tólf ára. Þá var maður ekki lengur bara í krakka- myndunum,“ sagði hún. Ásta segist hafa óskaplega gaman af því að hópa fólki í kringum sig af ýmsum tilefnum og ætlar því að halda heljarinnar veislu í kvöld. „Ég stóð frammi fyrir því núna að ákveða hvað ég ætti að gera, láta mig hverfa eða fagna þessu. Ég ákvað að fagna bara, og slæ upp balli fyrir fjöl- skyldu, vini, kunningja og vinnufé- laga í Félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi í kvöld,“ sagði hún að lokum. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Steingrímur Jónsson flugvirki, sem lést 4. janúar sl. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 16. janúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningasjóð Grundar. Molly Jónsson Jón Steingrímsson Guðrún Ólafsdóttir Skorri Steingrímsson og barnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sölvína Herdís Jónsdóttir Lyngholti, Ólafsfirði, síðar Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 13. janúar kl. 13.30. Kristján Reykdal Guðfinna Ólöf Friðriksdóttir Gunnar Ágústsson Margrét Friðriksdóttir Einar Gestsson Hildur Friðriksdóttir Gylfi Ólafsson Jón Sveinn Friðriksson Jóna Gunnarsdóttir Auður Regína Friðriksdóttir Sævar Anton Hafsteinsson Eygló Friðriksdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ársæll Guðsteinsson rafvirki, Dalvegi 16c Kópavogi, lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn 9. janúar. Pálína K. Pálsdóttir Sigurður Ársælsson Anna Dóra Guðmundsdóttir Vilborg Ósk Ársælsdóttir Finnbogi G. Kristinsson Páll H. Ársælsson Guðrún H. Ársælsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 60 ára afmæli Skúli Viðar Lórenzson miðill, verður sextugur 15. jan. Á þessum merku tímamótum bjóðum við ætting jum og vinum að gleðjast með honum laugardaginn 13. jan. í Hamri, félagsheimili Þórs, frá kl. 17.00. Fjölskyldan. Við viljum þakka öllum þeim sem með bænum, blómum, gjöfum, fallegum orðum, faðmlögum, kertalogum, samúðarkveðj- um, ýmiss konar hjálp eða á annan hátt hafa sýnt minningu Ágústs sonar okkar virðingu. Þakkir frá okkar dýpstu hjartarótum. Þið eruð okkar hetjur. Guð blessi ykkur. Auróra G. Friðriksdóttir Bjarni Sighvatsson. AFMÆLI FÆDDUST ÞENNAN DAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.