Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 71
Þ.J. -FBL Mynd eftir Óskarsverðlaunahafann Clint Eastwood. GEGGJUÐ GRÍNMYND BS. FBL DENZEL WASHINGTON VAL KILMER KVIKMYNDIR.IS FRÁ FRAMLEIÐENDUM WEDDING CRASHERS HUGHJACKMAN CHRISTIANBALE SCARLETTJOHANSSON MICHAELCAINE Háskólabíó THE PRESTIGE kl. 6 - 9 - 10:20 B.i.12 THE CHILDREN OF MEN kl. 8 - 10:30 B.i.16 THE HOLIDAY kl. 5:30 - 8 B.i. 7 KÖLD SLÓÐ kl. 5:50 - 8 B.i. 16 FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 - 8 B.i. 16 DÉJÁ VU kl. 10:40 B.i. 12 THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16 EKKI MISSA AF ÞESSARI! / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI THE PRESTIGE kl. 8 - 10:30 B.i. 12 HAPPY FEET m/ísl. tali kl. 5:30 Leyfð EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 5:50 - 8 B.i. 12 STRANGER THAN FICTION kl. 10:10 B.i. 7 THE PRESTIGE kl 8 - 10:20 B.i. 12 HAPPY FEET m/ísl. tali kl. 6 Leyfð FLAGS OF OUR FATHERS kl 5:40 B.i. 16 THE CHILDREN OF MEN kl 8 - 10:20 B.i. 16 THE CHILDREN OF MEN kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 3:20 - 5:40 Leyfð HAPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 3:20 Leyfð SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal kl. 3:20 Leyfð ÓBYGGÐIRNAR M/- Ísl tal kl. 3:20 Leyfð THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.12 THE PRESTIGE VIP kl. 3:20 - 8 - 10:40 EMPLOYEE OF THE MONTH kl.5:40 - 8:10 - 10:40 Leyfð STRANGER THAN FICTION kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:30 Leyfð FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:40 B.i.16 THE PRESTIGE kl. 6 - 8:30 - 11 B.i.12 STRANGER THAN FICTION kl. 8:10 - 10:30 Leyfð FRÁIR FÆTUR M/- Ísl tal. kl. 3:40 - 5:50 Leyfð HAPPY FEET M/-Ensk tal. kl. 3:40 - 5:50 - 8:10 Leyfð SKOLAÐ Í BURTU M/- Ísl tal. kl. 3:50 DÉJÁ VU kl. 10:30 SAMbio.isSkráðu þig á FRÁBÆRLEGA FYNDIN OG SNIÐUG GAMANMYND... A.Ó. SIRKUS SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI BAGGALUTUR.IS SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI FRÁ LEIKSTJÓRA BATMAN BEGINS OG MEMENTO MÖGNUÐ OG TÖFRANDI SPENNA SEM HELDUR ÞÉR Í HELJARGREIPUM Ítölsk-íslensk raftónlistarveisla verður haldin í Stúdentakjallaran- um í kvöld. Fram koma Evil Mad- ness, Fabrizio Modonese Palumbo og Paul Beauchamp. Fabrizio er meðlimur í hljóm- sveitinni Larsen, og hefur unnið med tónlistarmönnum á borð við Jarboe, söngkonu Swans, Michael Gira, Xiu Xiu, Current 93, Mat- mos, Deathprod, John Duncan og fleirum. Paul Beauchamp er meðlimur í Blind Cave Salamander ásamt Fabrizio og hefur einnig unnið med Steve Mackey úr Stooges, Psychic TV, Bastard Noise, Kamil- sky og fleirum. „Það er ekki oft sem við fáum svona ferskar raddir í raftónlist- argeiranum og það er frábært að fá þá hingað,“ segir Jóhann Jóhannsson, meðlimur Evil Mad- ness, um þá Fabrizio og Beau- champ. Á meðal fleiri meðlima Ewil Madness má nefna Sigtrygg Berg Sigmarsson og Helga Þórsson úr Stilluppsteypu, Dj Musician og Curver. Fyrsta plata sveitarinnar, Demon Jukebox, kom út í fyrra og fékk hún góða dóma hjá gagnrýn- endum bæði hér heima og erlend- is. „Þetta eru í rauninni þriðju tón- leikarnir okkar,“ segir Jóhann. „Við spiluðum fyrst í Nýlistasafn- inu og síðan á Airwaves. Við höfum alltaf spilað nýtt efni á hverjum tónleikum og ég gæti trúað að það yrði raunin. Auðvitað munum við líka spila einhverja smelli af plöt- unni okkar.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00. Ítölsk-íslensk veisla í kvöld Velgengni kvikmyndarinn- ar Barna heldur áfram og nú er ljóst að evrópski kvik- myndaiðnaðurinn bindur miklar vonir við leikarann Gísla Örn Garðarsson. Gísli Örn Garðarsson verður fulltrúi Íslands í Shooting Stars- verkefninu sem haldið er á vegum European Film Promot- ion. Leikarinn fer því á kvik- myndahátíðina í Berlín þar sem verkefninu verður ýtt úr vör og verk hans verða kynnt. Gísli tekur við keflinu af Birni Hlyni Haraldssyni sem gegndi þessu hlut- verki í fyrra og segir leikarinn að þetta sé kærkomið tækifæri til að gefa vinnunni smá frí. „Skella sér í gleðskap og hafa gaman af,“ segir Gísli og hlær en hann þótti fara hamför- um í hlutverki handrukk- arans í kvikmyndinni Börn. „Þetta er líka ágætt að því leytinu að ég er einn af framleiðendum Foreldra og fer því með báðar myndirnar út,“ bætir leikarinn við. Gísli segist vera ánægður með að geta haldið áfram að kynna Börn því nú styttist í frumsýningu For- eldra en hún verð- ur 19. janúar. „Fínt að geta lengt aðeins í þessu samfara því að kynna næstu verkefni,“ segir Gísli. Börn var nýlega valin ein af tíu bestu myndum Evrópu af kvikmyndavefnum european- films.net og er í pottinum þegar tilnefningar til Óskarsverðlauna verða tilkynntar 24. janúar. „Þau eru ansi fjarlægur draumur enda í kringum 200 myndir sem berj- ast um hituna,“ segir Gísli. „Að fá slíka tilnefningu yrði svona svipað og að vinna í Lottóinu á laugardaginn,“ segir Gísli. Það er heldur betur sláttur á Mel Gibson í Apocalypto sem á ýmis- legt sameiginlegt með fyrri leik- stjórnarverkefnum hans, Brave- heart og The Passion of the Christ. Helsti snertiflöturinn er grafískt ofbeldið sem hann veltir sér upp úr af miklum áhuga og list. Píslarsaga Krists var í meira lagi óþægileg á að horfa en þar tók Gibson sér góðan tíma í yfirgengi- legar misþyrmingar frelsarans en fyrir utan viðbjóðinn vakti það uppátæki Gibsons að láta persón- ur myndarinnar tala útdauð tungu- mál verulega athygli. Allt saman gekk þetta upp hjá leikstjóranum sem heldur sínu striki í Apocalypto sem löðrar í blóði með tilheyrandi limlesting- um og þau fáu orð sem persónur og leikendur láta falla eru á löngu horfinni tungu Maja en myndin á sér stað um það leyti sem glæsi- lega Majamenningin er að líða undir lok. Hér sleppir svo samanburðin- um við Píslarsöguna og Apocalyp- to er miklu skemmtilegri mynd sem sver sig miklu frekar í ætt við Braveheart þó Apocalypto sé fyrst og fremst hörku spennumynd sem lýtur öllum lögmálum slíkra mynda. Gibson var legið á hálsi fyrir að fara mátulega vel með sögulegar staðreyndir í Braveheart. Svipað- ar gagnrýnisraddir eru byrjaðar að hljóma í kringum Apocalypto og hafi Gibson, öðrum þræði, hugsað sér að kafa ofan í Maja- menninguna og skýra fall hennar þá ristir það ekki djúpt og er frek- ar mislukkað. En hverjum er svo sem ekki sama þegar á móti kemur annar eins hasarpakki? Ungi veiðimaðurinn Pardus- loppa býr ásamt þungaðri eigin- konu sinni og ungum syni sínum í friðsömu veiðimannaþorpi í miðj- um regnskógi Mexíkó. Áhyggju- laust líf hans hrynur til grunna þegar herskáir Majar ráðast á þorpið, slátra fjölda íbúa og hneppa alla fullfríska karlmenn í varðhald sem mun enda með þræl- dómi eða mannfórnum. Pardusloppa sleppur ekki frek- ar en aðrir og er dreginn burt frá eignkonunni sem skilin er eftir í bráðri lífshættu. Ástin heldur líf- inu í okkar manni í gegnum skelfi- legar mannraunir og hann leggur ofurkapp á að sleppa áður en það verður um seinan að bjarga litlu fjölskyldunni. Ástarsagan er ósköp falleg og dæmigerð en svínvirkar sem spennuvaldur þar til ungi maður- inn rís loks upp sem fullveðja veiðimaður. Verðugur arftaki hörkutólsins föður síns sem verð- ur nánast ofurmannlegur í átökun- um við þá sem ógna honum og fjöl- skyldu hans. Hér mætast Tinnabókin Fang- arnir í Sólhofinu og fyrsta Rambó- myndin í hörkuspennandi upp- gjöri einstaklingsins við ofurefli andstæðinganna. Gibson kann þessa formúlu upp á sína tíu fing- ur. Eiginlega of vel þar sem sagan er ansi hreint fyrirsjáanleg og kemur hvergi á óvart þar sem Gibson fer í öllum smáatriðum eftir handbók Hollywoodsins. Afgreiðsla hans er hins vegar með slíkum ágætum og slíkur kraftur í keyrslunni að það gefst ekki ráðrúm til þess að láta þetta trufla sig. Þar fyrir utan er hasar- formúlan jafn lífseig og raun ber vitni vegna þess að innst inni vilj- um við hafa þetta svona. Maður stynur því nánast af vellíðan og feginleik eftir að fjandinn verður laus á geggjuðum endasprettinum og myndin verður að klassísku hefndardrama með tilheyrandi karlagrobbi og testósteroni. Regnskógahasar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.