Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 73
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með framgöngu, og framkomu, formanns KSÍ, Eggerts Magnússonar síðustu vikur. Brátt lýkur 19 ára valdatíð Eggerts og verður ekki sagt að útganga formannsins sé glæsileg. Það verður ekki tekið af Eggerti að hann hefur gert margt gott fyrir íslenska knatt- spyrnu og fjárhagsstaða KSÍ, sem og nýr og glæsilegur Laugardalsvöllur, ber vitni um. Einnig hefur öll umgjörð í kringum efstu deildir karla og kvenna batnað til mikilla muna sem er vel. Hjá því verður þó ekki litið að eldar geysa víða og mikilvægir hópar innan hreyf- ingarinnar hafa borið skarðan hlut frá borði á þessu mesta velmegunarskeiði knatt- spyrnusambandsins. Það logar allt í illdeil- um milli KSÍ og dómara landsins sem hafa svo sannarlega setið eftir á meðan laun for- mannsins hafa hækkað eðlilega samhliða launaþróun í landinu að því er gjaldkeri sambandsins segir. Skemmst er síðan að minnast þeirrar skammarlegu upphæðar sem KSÍ skaffar landsliðskonum Íslands meðan þær eru í verkefnum með landsliðinu. Um það mál hefur Eggert neitað að ræða með öllu og hann hefur gert sér lítið fyrir og skellt á þá blaðamenn sem hafa verið svo „frekir“ að spyrja hann út í málið. Eru það eðlilegir stjórnarhættir? Svo má ekki gleyma grasrótinni og litlu lið- unum sem telja sig oft vera hlunnfarna í samskiptum við KSÍ. Má taka sem dæmi að KSÍ lét ekki krónu rakna af hendi til Snart- ar á Kópaskeri, sem hafði fengið hvatning- arverðlaun sambandsins og fékk nokkra- bolta að launum, þegar forráðamenn félagsins leituðu á náðir sambandsins með einhvern styrk svo þeir gætu keypt sér mörk sem er grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að leika knattspyrnu. Ekki króna kom frá KSÍ en einn leikmað- ur liðsins lét húðflúra mörk á sig í sjón- varpsþætti í skiptum fyrir alvöru mörk. Það var þessum einstaklingi að þakka, en ekki KSÍ, að knattspyrna var enn leikinn í því ágæta bæjarfélagi. Fjármál sambandsins hafa oftar en ekki verið á milli tannanna á fólki og það vekur óneitanlega upp spurningar þegar í ljós kemur að það séu nánustu samstarfsmenn formannsins sem ákveði laun hans og að einungis mjög þröngur hópur – sjö manns – viti nákvæmlega hvernig fjármál- um KSÍ sé háttað. Það vekur einnig athygli að for- maðurinn sitji fundina þegar launin eru ákveðin – hann bregður sér frá rétt á meðan launatalan er ákveðin – og ekki er síður áhugavert að launin séu horfin af áætlunum og árs- reikningi. Eru þetta eðlileg- ir stjórnarhættir? Hvað eru sömu einstaklingar að skaffa sér í dagpeninga og risnu þegar þeir ferðast á vegum sambandsins? Það veit aðeins þessi þröngi hópur og hreyfing- in verður áfram í myrkri með fjármálin verði engar breytingar á stjórn sam- bandsins því aðgengi að slíkum upplýsingum, og eflaust fleiri áhugaverðum, er takmarkað við þennan litla hóp. Til að toppa allt saman er formaðurinn hættur að sækja fundi stjórnar KSÍ en á síðasta fundi tók hann þátt í gegnum síma og nú eru stjórnarmenn KSÍ sendir út til London svo hægt sé að taka einn fund. Einkennilegt að formaðurinn geti ekki komið til Íslands í einn dag til að sinna starfinu sínu sem hann fær víst greitt fyrir. Þetta nýjasta útspil er í takti við framkomu formannsins, og reyndar framkvæmdastjór- ans líka, undanfarnar vikur. Þar er farið undan í flæm- ingi í erfiðum málum og fyr- irspurnum blaðamanna sem „dirfast“ að spyrja erfiðra spurninga er svarað með dónaskap og hroka sem ein- kennir menn sem hafa setið of lengi við völd. Hvernig væri að þessir ágætu herrar gerðu einu sinni hreint fyrir sínum dyrum í stað þess að flýja án útskýringa og hreyta ónotum í þá sem spyrja? Eins og staðan er í dag þá er afar lítil reisn yfir útgöngu Eggerts Magnússonar sem virðist flúinn af landi brott og frá eldunum sem loga glatt í kringum KSÍ þessa dagana. Formaður á flótta David Beckham gaf það út í gær að hann myndi hætta að leika með Real Madrid næsta sumar og mun hann í kjölfarið halda til Bandaríkjanna þar sem hann hefur gert fimm ára samn- ing við LA Galaxy. Beckham græð- ir vel á vistaskiptunum en samn- ingur hans við Galaxy er metinn á 128 milljónir dollara sem gerir rúma 9 milljarða íslenskra króna. „Real Madrid bað mig um að taka ákvörðun um framtíð mína í þessari viku. Hvort ég ætlaði að vera áfram hjá þeim næstu tvö árin eða fara annað. Eftir að hafa rætt möguleikana í stöðunni við fjölskyldu mína og ráðgjafa hef ég ákveðið að taka tilboði LA Galaxy og mun ég byrja að spila með þeim í ágúst,“ segir í yfirlýsingu sem Beckham gaf frá sér í gær. „Ég vil þakka stuðningsmönn- unum og fólkinu í Madrid sem hefur látið mér og fjölskyldu minni líða vel hér og það er ekki síst út af þessu fólki að ákvörðun- in var mjög erfið. Ég hef notið tímans á Spáni svo um munar og ég er þakklátur félaginu fyrir að gefa mér tækifæri til að spila með þessu frábæra félagi og fyrir þessa stórkostlegu stuðnings- menn. Ég er stoltur af því að hafa leikið með tveim stærstu félögum heims og ég bíð spenntur eftir áskoruninni sem felst í því að gera stærstu íþrótt heims enn stærri í landi þar sem fólk hefur einlægan áhuga á íþróttum. Ég mun gefa allt sem ég á fyrir Real Madrid út þetta tímabil og ég trúi því að Fabio Capello geri liðið sigursælt eins og það á skilið,“ segir enn fremur í yfirlýsingu Beckhams. Dan Courtemanche, talsmaður bandarísku atvinnumannadeildar- innar, MLS, staðfesti að fulltrúar Beckhams væru búnir að ræða við Galaxy í þó nokkurn tíma. „AEG og fólk frá LA Galaxy hefur verið að ræða við fulltrúa Beckhams. Beckham er í sam- starfi við AEG, sem á LA Galaxy, með knattspyrnuskólann sinn. Viðræður hófust í þessum mánuði eins og löglegt er samkvæmt regl- um FIFA,“ sagði Courtemanche. AEG er eitt áhrifamesta fyrir- tækið í bandaríska boltanum en fyrirtækið á LA Galaxy, Chicago Fire sem og Houston Dynamo. Fyrirtækið átti einnig DC United en seldi það fyrr í vikunni. Beckham til Bandaríkjanna Það gengur ekkert hjá Englandsmeisturum Chelsea og til að bæta gráu ofan á svart þá fær knattspyrnustjórinn José Mourinho enga peninga til þess að styrkja liðið. Það var Mourin- ho sjálfur sem kom fram og sagði að hann hefði ekki fengið leyfi til þess að kaupa nýja leikmenn til Chelsea í janúar. „Ég vil ekki gefa upp ástæð- urnar af hverju ég fæ ekki fjár- magn til þess að kaupa nýja leik- menn því það er innanbúðamál. Það er enginn að koma til Chel- sea og ef það kemur enginn þá fer heldur enginn leikmaður frá Chelsea. Ég get ekki misst neinn leikmann því við glímum við manneklu vegna meiðsla. Það er ekki mín ákvörðun að kaupa ekki nýja menn því þetta er ekki mitt félag – ég er bara knattspyrnu- stjórinn,“ sagði Mourinho eftir 1- 1 jafntefli við 2. deildarlið Wyc- ombe í enska deildarbikarnum. Þessar fréttir þykja benda til þess að framtíð Portúgalans á Stamford Bridge gæti verið farin að styttast í annan endann. „Staða mín er ekki mikilvæg. Það sem er mikilvægt er Chelsea og liðið er í góðri stöðu. Við erum næst- um því komnir í úrslit deildar- bikarsins, erum í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar, komnir inn í 4. umferð bikarsins og erum í 2. sæti í deildinni. Ég er ekki mikilvægur, það er liðið mitt sem skiptir öllu máli og þannig hefur verið það verið allan minn feril,“ sagði Mourinho enn fremur. Slæm en dýr kaup Chelsea á mönnum eins og Andriy Shevchenko og Michael Ballack í sumar hjálpa Mourinho ekkert í baráttunni fyrir fé í leikmanna- kaup. Framtíð José Mourinho hefur einnig verið milli tann- anna á fólki, ekki síst þegar heyrðist af ósætti hans og Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Það hefur verið sagt og skrifað að takist Portúgalanum ekki að vinna Meistaradeildina í vor þá muni Roman skipta um mann í brúnni og nafn Guus Hiddink hefur verið nefnt í því samhengi. Chelsea hefur nú gert fjögur jafntefli í röð og hefur ekki unnið leik síðan á Þorláks- messu. José fær ekki að kaupa nýja menn Dikembe Mutombo verður 41 árs í sumar og hefur heldur betur gengið í endurnýjun lífdaga í NBA-deildinni í vetur. Þetta er fimmtánda tímabil þessa 218 cm og 118 kg miðherja frá Saír og eftir að hafa látið lítið fara fyrir sér undanfarin ár hefur hann stokkið inn í sviðsljósið á síðustu vikum. Mutombo hefur verið vara- maður Kínverjans Yao Ming hjá Houston Rockets undanfarin þrjú tímabil en þegar Yao Ming meiddist í síðasta mánuði þurftu Houston-menn að treysta á gamla karlinn og hann hefur ekki brugðist. Mutombo var aðeins ryðgaður í byrjun en í síðustu átta leikjum hefur hann tekið 14,3 fráköst, skorað 5,0 stig og varið 2,0 skot að meðaltali. Í þeim síðasta, 102- 77, sigri á Lakers var þessi fyrrum besti varnarmaður deildarinnar með 5 varin skot og 19 fráköst. Mutombo komst um leið upp í 2. sætið yfir flest varin skot í deildinni frá upphafi. Hann fór upp fyrir Kareem Abdul-Jabbar en vantar 639 varin skot til þess að ná Hakeem Olajuwon. Best af öllu fyrir Mutombo er að Hous- ton-liðið hefur unnið sjö af þessum átta leikjum og það lítur út fyrir að þeir sakni Kínverjans frábæra ekkert allt of mikið. Í fullu fjöri 41 árs gamall Ágúst S. Björgvinsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru trúir sínum stelpum þegar þeir kusu í lið fyrir Stjörnuleik kvenna. Ágúst valdi fimm Haukastelpur í sitt lið og Jón Halldór valdi fimm Keflavíkur- stelpur í sitt lið. Leikurinn hefst klukkan 14 í DHL-höllinni á laugardaginn. Trúir sínum liðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.