Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 74
 Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá ríkir leynd vegna launamála formanns KSÍ. Einnig kom fram í blaði gærdags- ins að það væru nánustu sam- starfsmenn formannsins sem ákveddu laun hans og það á fundi sem Eggert Magnússon, formaður KSÍ, situr en hann stígur fram á gang á meðan gengið er frá launa- málum hans. Einungis sex ein- staklingar vita hvað formaður KSÍ hefur í laun og aðeins sjö einstakl- inum er kunnugt um hvernig fjár- málum sambandsins er nákvæm- lega háttað. Einn þeirra er framkvæmda- stjóri KSÍ og formannsframbjóð- andinn, Geir Þorsteinsson. Frétta- blaðið spurði Geir að því hvort hann væri að bjóða sig fram vegna launanna. „Ég býð mig fram til þess að vera starfandi formaður í knatt- spyrnuhreyfingunni. Ég mun ekki ákveða launin og er ekki að bjóða mig fram vegna launanna,“ sagði Geir en orðrómur hefur verið uppi um að hann ætli að leggja niður starf framkvæmdastjóra og þess í stað ætli hann sér að vera starf- andi stjórnarformaður. Geir segir þann orðróm ekki vera réttan. „Ég mun ekki leggja niður framkvæmdastjórastöðuna enda á að vera framkvæmdastjóri samkvæmt lögum sambandsins og ég mun ekki leggja fram neinar breytingatillögur um slíkt. Ég er ekki að fara að breyta stjórnkerfi sambandsins.“ Margir hafa ekki talið stöðu formanns KSÍ ekki vera fullt starf hingað til en Geir er því ekki sam- mála og segir auðvelt mál að gera formannsstarfið að fullu starfi. „Ég er reiðubúinn að starfa af fullum krafti og ætla mér að gera það nái ég kjöri. Ef mér endist dagurinn til þá er þetta fullt starf. Ég held að það sé nóg starf dag og nótt að vera formaður KSÍ. Það byggist annars á hverjum og einum hversu mikið hann gefur af sér í starfið. Það eru nóg tækifæri til að hafa óþrjótandi verkefni við að vinna að framgangi knatt- spyrnunnar,“ sagði Geir sem er að gefa frá sér gott starf sem er þar að auki vel launað. „Það er rétt. Ég hef sinnt því starfi lengi og varð að glíma við þessa ákvörðun sem ég tók. Ég ætlaði ekki að vera eilífur í þessi starfi og það er ljóst að ég verð ekki framkvæmdastjóri KSÍ sama hvort ég nái kjöri eður ei,“ segir Geir Þorsteinsson. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist ekki vera að bjóða sig fram til formanns KSÍ vegna launanna. Hann segir að staða formanns KSÍ sé fullt starf og að verkefnin séu óþrjótandi fyrir tilvonandi formann. Ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar, Jason Kidd, leikmaður New Jersey Nets, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til síðustu tíu ára. Málið hefur vakið mikla athygli vestra enda sakar Kidd eiginkonu sína um áralanga misnotkun, líkam- lega sem andlega. Kidd sótti um skilnað degi eftir að hann fór fram á tímabundið nálgunarbann á eiginkonuna. Í skilnaðarumsókninni er nákvæm lýsing á hegðun eigin- konu hans, Joumana Kidd, og henni lýst sem sjúklega afbrýði- samri. Í umsókninni kemur fram að Joumana hafi notað átta ára son þeirra til að laumast inn í klefa Nets og stela síma Jasons. Joumana fór síðan í gegnum síma- skrána og sms eiginmannsins og eftir það skildi hún soninn eftir og fékk sér sæti inni í sal þar sem Jason var að keppa með Nets í NBA-deildinni. Þaðan jós hún fúk- yrðum yfir eiginmann sinn meðan á leik stóð. Jason heldur því einnig fram að hún hafi kýlt, sparkað og fleygt heimilismunum í sig eftir því sem hún versnaði með árunum. Jason heldur því einnig fram að hún hafi falið staðsetningarbúnað í bíl hans og tölvu. Þau hjónin eiga þrjú börn, átta ára son og fjögurra ára tvíbura. Segir eiginkonuna hafa lamið sig í mörg ár Það var dregið í undanúrslit Lýsingarbikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í fyrrakvöld og það má segja að drátturinn sé endurtekning frá árinu 2001 en það ár komust einmitt karlalið Hamars og ÍR óvænt í bikarúrslitaleikinn eftir útisigra í Keflavík og Grindavík. ÍR-ingar mæta nú aftur til Grindavíkur en að þessu sinni fá leikmenn Hamars/Selfoss heima- leik gegn Keflavík. Keflavík og Grindavík mættust í úrslitaleikn- um í fyrra. Í kvennaflokki mætast Grindavík og Haukar í Grindavík og Keflavík tekur á móti Hamar alveg eins og hjá körlunum en þessi leikur fer hins vegar fram á Sunnubrautinni í Keflavík. Endurtekning frá 2001? KSÍ hefur gefið út á hvaða völlum verður leikið í úrslitakeppni EM U19 kvenna sem fram fer hér á landi í júlí næstkomandi. Leikið verður á sjö völlum, Akranesvelli, Grindavík- urvelli, Hlíðarenda, Kópavogs- velli, KR-velli, Laugardalsvelli og Víkingsvelli. Annar hluti undankeppninnar fer fram í apríl næstkomandi en 24 lið í sex riðlum keppa þar um sjö laus sæti þar sem sigurvegari hvers riðils og liðið með bestan árangur í 2. sæti komast í úrslitakeppninni á Íslandi. Það verður dregið í riðla úrslita- keppninnar í lok maí og verða tveir leikir sýndir beint á sjónvarpsstöðinni Eurosport. Sjö vellir hýsa keppnina Frjálsíþróttasambandið ætlar að virkja fimmtu og sjöttu bekkinga í skólum landsins og stendur fyrir Skólaþraut FRÍ í fyrsta sinn. Þrautin mun fara fram frá 1. febrúar til 1. maí og verður öllum grunnskólum í landinu boðið að taka þátt í henni. Keppnisgreinar verða 120 metra spretthlaup, hástökk og kúluvarp. Íþróttakennarar skólanna geta framkvæmt þrautina í þremur leikfimitímum og og stuðst verður við unglinga- töflur FRÍ við útreikninga stigakeppninnar. Átta efstu einstaklingum í hvorum aldurs- flokki af hvoru kyni verður síðan boðið á lokamót sem verður haldið um miðjan maí. Skólaþraut hefst í febrúar Íslenska kvennalandslið- ið tekur þátt í Algarve Cup í mars næstkomandi og er í riðli með Ítalíu, Portúgal og Írlandi. Ísland tók sæti Wales. Mótið er tvískipt, liðin í A- og B-riðli keppa um sex efstu sætin en tvö efstu liðin í riðli Íslands mæta neðstu liðunum í A-ö og B- riðli til að skera út um hvaða lið endar í 7. til 11. sætinu í mótinu. Íslenska landsliðið getur því best náð 7. sætinu á þessu móti sem fer nú fram í 14. sinn. Ísland hefur tvisvar áður tekið þátt í þessu móti en það voru árin 1996 (6. sæti) og 1997 (7. sæti). Leikirnir verða fyrsta verkefni Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar og Guðna Kjartanssonar með íslenska kvennalandsliðið Geta best náð 7. sæti á mótinu F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.