Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 78
Magna Ásgeirssyni hefur verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna en hann er bókaður í tónleikaferð þar með Rock Star: Supernova. Söngvarinn vildi lítið tjá sig um málið þegar Fréttablað- ið hafði samband við hann. „Það varð eitthvað smá klúður í umsókninni en fólkið í Los Angel- es er að vinna í þessu og reynir allt hvað það getur gert,“ sagði Magni. Hann taldi góðar líkur á því að greitt yrði úr flækjunni í dag og hann gæti því haldið utan sem fyrst. Magni er sem kunnugt er bók- aður í tónleikaferð með hljóm- sveitinni Rock Star: Supernova og Húsbandinu en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum eru allar líkur á því að hann taki stöðu gítar- leikara í síðarnefndu hljómsveit- inni. Magni greindi fyrst frá þessu á aðdáendasíðu sinni, magni-ficent. com, og sagði að líf hans væri nógu flókið um þessar mundir þótt ekki bættist ofan á að honum hefði verið neitað um vegabréfsáritun. „Ég hef ekki hugmynd um hvers vegna,“ skrifar Magni sem aug- ljóslega tekur þessu mjög per- sónulega. „Kannski er ég ekki nógu sérstakur sem listamaður,“ bætir hann við. „Þetta er móðgun við mig sem listamann og ég ætla ekki að taka þessu þegjandi og hljóðalaust,“ bætir hann við. Ekki stóð á viðbrögðum aðdá- enda hans sem voru margir hverj- ir undrandi á þessari ákvörðun bandarískra yfirvalda og eru hneykslaðir yfir framkomunni í garð söngvarans. Margir hinna bandarísku gesta segjast skamm- ast sín fyrir stjórnvöld sín og bjóð- ast til að ræða málin við þingmenn fulltrúadeildarinnar eða sendi- herrann. „Hringdu í Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra og láttu hana redda þessu,“ skrifar notandinn goodonyou. „Hún þarf á atkvæðum þínum að halda,“ bætir hann við. Notandinn Ida segist hafa sent bréf til Valgerðar og biðlar til annarra að gera slíkt hið sama til að þrýsta á vegabréfsárit- unin verði veitt sem fyrst því ann- ars verði gripið til stórtækra aðgerða. „Það fór eiginlega allt illa sem gat farið illa meðan á þessu Bacheolor- dæmi stóð,“ segir piparsveinninn víðfrægi, Steingrímur Randver Eyjólfsson. Í Lögbirtingablað- inu kemur fram að bú Steingríms verði tekið til gjaldþrotaskipta hinn 19. mars. Steingrímur segir hins vegar að hann sé búinn að redda mál- unum fyrir horn en við- urkennir að raunveru- leikaþátt- urinn hafi farið ansi illa með hann. „Ég ætla ekki að skella skuldinni á þáttinn sjálfan heldur eru þetta svona óbeinar afleiðingar af honum,“ segir hann. Steingrímur hefur látið lítið fyrir sér fara síðan fárið vegna þáttarins gekk yfir og segist ein- faldlega hafa verið að vinna eins og skepna til að greiða niður skuld- ir. „Ég hef eiginlega bara verið að vinna og borga,“ segir hann. Steingrímur er í málaferlum vegna útistandandi skulda sem hann á inni hjá aðilum úti í bæ og segir að þetta sé leiðindamál. „Ég er duglegur strákur og á eftir að ná mér upp úr þessu,“ segir Stein- grímur. „Ég vissi að þetta stefndi í óefni þegar við byrjuðum að taka upp þáttinn og ég lét þau vita af því. Ég var hins vegar samnings- bundinn þættinum og var hótað háum skaðabótagreiðslum ef ég hætti við. Ég átti því í fá hús að venda,“ útskýrir Steingrímur sem segist hafa verið ein taugahrúga þegar endalok þáttarins nálg- uðust enda vissi hann þá að fjár- málin heima fyrir voru á rangri leið. Hann horfir hins vegar björtum augum til framtíðar og segist fullviss um að nú geti hlutirnir bara batnað. Piparsveinn í fjárhagskröggum Breska konungsfjölskyldan hefur verið í kastljósinu undanfarna daga, sér í lagi Vilhjálmur og kærasta hans, Kate Middleton, og gera fjölmiðlar því skóna að trúlofun sé hand- an við hornið. Midd- leton hefur þegar unnið hug og hjörtu bresku þjóðarinn- ar en á Íslandi eru skoðanir skipt- ar meðal aðdá- enda aðalsfólks. „Við erum hæst- ánægð með hana, hún er frábær,“ segir Eyrún Ingadóttir, kammer- jómfrú Hins konunglega fjelags. „Hún minnir um margt á Díönu heitna prinsessu, móður Vilhjálms, er alþýðleg og prúð og á ábyggi- lega eftir að reynast konungs- fjölskyldunni vel eftir hremm- ingar síðustu ára.“ Hildur Helga Sigurðardótt- ir blaðamaður er hins vegar ekki jafn hrifin af Middleton. „Hún virðist gjörsneydd öllum persónuleika út á við en hann á kannski eftir að koma í ljós þegar kon- ungsfjölskyldan hefur níðst á henni í nokkur ár.“ Engu að síður telur Hildur hana vel þegna andlitslyftingu fyrir konungsfjölskylduna, sem þurfi á fersku blóði að halda umfram blátt. „Það er ekki mikið um fram- bærilegar prinsessur nú til dags auk þess sem það er bara hollt fyrir þessa fjöl- skyldu að giftast út fyrir eigin raðir. Þau geta verið Díönu ævinlega þakklát að prinsarnir eru myndar- legir og börnin eiga sjálfsagt bara eftir að fríkka með aðstoð Middleton.“ Hildur vonar þó að Middleton reynist ekki jafn saklaus og trú- gjörn og Díana var lengi framan af og hafi bein í nefinu. „Og vonandi hefur konungsfjölskyldan lært eitthvað af reynsl- unni. Ef hún held- ur rétt á spilun- um gæti þessi stúlka reynst þeim afar dýr- mæt.“ Skiptar skoðanir um Middleton á Íslandi Gnoðavogi 44, s. 588 8686. Opið alla laugardaga 11-14 SÚR HVALUR SÚRT RENGI HARÐFISKUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 … fær hin níutíu og sex ára Ólöf Sigurrós Ólafsdóttir, sem lætur aldurinn ekki aftra sér og syngur af lífi og sál á söngvök- um Félags eldri borgara. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.