Fréttablaðið - 14.01.2007, Page 69

Fréttablaðið - 14.01.2007, Page 69
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI hún hefur fyrir lesendur. Í sam- hengi við viðtökur bóka nefnir Jón Atli tvær bækur sem komu út fyrir jólin 2005 – Barnagælur eftir Óttar Martin Norðfjörð og Myndina af pabba: sögu Thelmu Ásdísardóttur sem Gerður Kristný skráði. Viðfangsefni þeirra beggja er kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. „Önnur þessara bóka rakti sögu á „góðum“ forsendum. Thelma segir sögu sína sem er hræðileg og áhrifamikil. Okkar móttökur voru til dæmis að kjósa hana konu ársins – sem er í sjálfu sér frábært. Saga Óttars sýnir okkur hins vegar inn í kollinn á skrímsl- inu og það viljum við ekki. Við erum svo langt frá því að vera tilbúin að ræða þessi mál á slík- um forsendum að viðfangsefni bókarinnar var aldrei rætt – aðeins ytri vankantar hennar og hvort höfundurinn hefði vald á stíl eða ekki.“ Viðtökur fleiri verka eru sama marki brenndar og þegar búið er að stimpla bók öðru hvorum megin við hið ásættanlega er erf- itt að snúa við hinni umræddu umræðu. „Maður getur aldrei talað fyrir aðra. Ég veit að það er alveg sama hvað þú ert að skrifa, hversu vel eða illa – þú ferð lengst á því ef tilgangurinn er heiðarlegur. Þú ættir ekki að eyða tíma þínum í skrif ef þér liggur ekkert á hjarta – þetta er nógu skelfilegt hlut- skipti samt.“ Jón Atli bætir við að besta ráðleggingin sem hann hafi nokkru sinni fengið hafi komi frá útgefanda hans, Jóhanni Páli Valdimarssyni. „Hann sagði mér á sínum tíma að ef ég gæti mögu- lega gert eitthvað annað en að skrifa þá ætti ég að gera það.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.