Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2007, Qupperneq 81

Fréttablaðið - 14.01.2007, Qupperneq 81
 Knattspyrnumenn og knattspyrnustjórar tjáðu sig í gær um Jose Mourinho, stjóra Chelsea, sem mun hugsanlega hætta með Chelsea-liðið næsta sumar sam- kvæmt breskum fjölmiðlum. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er einn þeirra sem segist munu sakna Mourinho ef hann hættir. „Ég yrði vonsvikinn ef hann hætti. Ég hef notið félagsskapar hans þegar við höfum hist eftir leiki. Hann er skemmtilegur og það er gaman að keppa við hann,“ sagði Ferguson og Didier Drogba, framherji Chelsea, tekur í svipað- an streng. „Það yrði mjög sársaukafullt að missa hann. Það er ekki auðvelt að missa góðan vin. Ég veit ekki hvort það gerist en ef það er satt þá er það leiðinlegt. Það verða sögur áfram en vonandi verður hann áfram,“ sagði Drogba. „José er búinn að búa til ákveðna menn- ingu hérna. Við elskum hvernig hann þjálfar okkur.“ Það yrði eftirsjá að José Mourinho Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, gaf það út í gær að David Beckham hefði leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. „Beckham mun æfa með liðinu en hann mun ekki spila. Hann hefur alltaf verið fyrirmyndarat- vinnumaður en það er ekki hægt að stóla á mann sem er búinn að gera risasamning við annað félag,“ sagði Capello um hinn 31 árs gamla Beckham. Þessi ummæli gætu breytt miklu fyrir Beckham og nú er jafnvel talað um að Beckham fari fyrr til félagsins og hugsanlega byrji hann að leika með liðinu í apríl þegar keppni í MLS- deildinni hefst. Beckham spilar ekki aftur David Cobeno, mark- vörður spænska liðsins Sevilla, þurfti ekki bara að einbeita sér að verja boltann í bikarleik gegn Rayo Vallecano í vikunni því hann varð sjálfur fyrir árásum æstra áhorfenda. Um leið og leikurinn hófst fór að rigna yfir hann allkyns ávöxtum og matvörum. Þegar Cobeno hætti að lítast á blikuna leitaði hann aðstoðar dómara leiksins. Dómarinn gat þó lítið gert því sökudólgarnir voru fyrir utan leikvöllinn. „Ég hef aldrei upplifað annað eins og er hneykslaður á þessum móttökum. Það er örugglega einhver búinn að tæma matarbúr- ið sitt,“ sagði Cobeno í viðtali við Marca en hluti af skýringunni á þessari meðferð gæti verið sú að hann lék áður með Rayo Valleca- no. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og sem betur fer fyrir David Cobeno þá er seinni leikurinn spilaður í Sevilla. Skotinn niður Enska úrvalsdeildin Besta körfuboltafólk landsins hittist og gerði sér glaðan dag í DHL-höllinni í gær þegar Stjörnuleikur KKÍ fór fram í 19. sinn. Erlendu leikmennirnir höfðu betur gegn þeim íslensku þriðja árið í röð en maður dagsins var Þórsarinn Kevin Sowell sem var í miklu stuði og sýndi frábær tilþrif og magnaðar troðslur. Þetta gerði hann bæði í leikn- um sem og í sérstakri troðslusýn- ingu í hálfleik. Sowell skoraði 27 stig í 142-120 sigri erlendu leik- mannanna og var valinn maður leiksins. Lamar Karim var með 18 stig og Nemanja Sovic hjá Fjölni var með 15 stig fyrir erlenda liðið. Hjá íslenska liðinu skoraði Kefl- víkingurinn Magnús Þór Gunnars- son mest, eða 21 stig, Hreggviður Magnússon úr ÍR var með 19 stig og Pétur Már Sigurðsson úr Skalla- grími skoraði 18 stig. Shell-liðið undir stjórn Jóns Halldórs Eðvaldssonar vann Stjörnuleik kvenna í DHL-höllinni í dag. Shell-liðið vann 112-76 sigur á Iceland Express-liði Ágústs Björgvinssonar. Ifeoma Okonkwo, leikmaður Hauka og Shell-liðsins, var valinn maður leiksins en hún skoraði 23 stig á móti liði þjálfara síns. Kefl- víkingarnir Birna Valgarðsdóttir og Kesha Watson, voru einnig atkvæðamiklar hjá Shell-liðinu, Birna með 19 stig og Watson með 17. Hjá Iceland Express-liðinu skoraði Tamara Bowie 12 stig og þær Latrece Bagley og Ingibjörg Skúladóttir skoruðu 11 stig hvor. Axel Kárason úr Skallagrími og Hildur Sigurðardóttir úr Grinda- vík unnu þriggja stiga keppnirnar sem haldnar voru samhliða leikj- unum. Axel fékk mestu samkeppn- ina frá félaga sínum í Skalla- grímsliðinu, Dimitar Karadzovski og Hildur þurftu bráðabana til þess að tryggja sér sigur í úrslit- unum á móti Stellu Rún Kristjáns- dóttur úr ÍS. Sowell setti upp sýningu í DHL-höllinni Topplið ensku úrvals- deildarinnar unnu létta sigra í gær og forskot Manchester United á Chelsea er því áfram sex stig. Liverpool og Arsenal unnu bæði fína sigra og eru í 3. og 4. sæti eftir að Bolton náði aðeins marka- lausu jafntefli á móti Manchester United í skelfilegum leik. Manchester United var með yfirburði frá byrjun gegn Aston Villa og þeir Park Ji-sung og Michael Carrick komu liðinu í 2-0 eftir 13 mínútur. Carrick lagði síðan upp mark fyrir Cristiano Ronaldo sem skoraði sitt þrett- ánda mark á tímabilinu en Aston Villa náði að minnka muninn í seinni hálfleik. „Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik, spiluðum góðan fótbolta og nýttum okkur yfirburðina. Nú er einn leikur enn að baki og við erum í góðri stöðu,“ sagði Alex Ferguson, stjóri Unit- ed, eftir leik. Chelsea vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum þegar liðið vann Wigan 4-0. Frank Lampard kom liðinu yfir með marki beint úr aukspyrnu, Arjen Robben skoraði annað markið og Chris Kirkland sendi fyrirgjöf hans síðan í eigið mark áður en Didier Drogba skor- aði sitt 14. mark á tímabilinu í upp- bótartíma. „Þrjú jafntefli í röð er ekki venjulegt fyrir okkar lið og við pressuðum meira í dag,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea, eftir leik en hann var sérstaklega ánægður með Robben. „Þegar menn sjá hvernig Robben spilaði gegn Wigan fyrir mánuði og svo aftur í dag sést vel hvað við sökn- uðum hans um hátíðarnar,“ bætti Portúgalinn við. Liverpool rétti úr kútnum eftir erfiða viku þar sem Arsenal sló liðið með skömm út úr báðum bik- arkeppnum. Liverpool vann 3-0 sigur á Watford en þetta var sjö- undi sigur liðsins í átta síðustu deildarleikjum. Craig Bellamy kom liðinu yfir og Peter Crouch gulltryggði sigurinn með mörkum hvorum sínum megin við hálfleik- inn. Rafael Benitez játti því að hörð gagnrýni hafi haft áhrif. „Ég var hissa á þessari hörðu gagnrýni en við getum ekkert gert og verð- um bara að halda áfram að vinna okkar vinnu. Við þurftum að sýna karakter og ég sá að mitt lið getur vel stjórnað leik og skapað færi,“ sagði Benitez sem stillti í fyrsta sinn upp þriggja manna framlínu með þeim Crouch, Bellamy og Dirk Kuyt. Arsenal vann góðan 0-2 útisig- ur á Blackburn, Thierry Henry lagði upp skallamark fyrir Kolo Toure og skoraði síðan sjálfur seinna markið. Henry er búinn að skora í þremur leikjum í röð. Ars- enal missti Gilberto Silva út af með rautt spjald strax á 13. mín- útu og spilaði því manni færri í 77 mínútur. West Ham missti af tveimur stigum þegar Philippe Christanval tryggði Fulham 3-3 jafntefli með marki í uppbótartíma. Eggert Magnússon var örugglega orðinn vongóður um sigur því Yossi Benayoun kom liðinu tvisvar yfir. Bobby Zamora var síðan rekinn útaf áður en Christanval tók stigin af svekktum leikmönnum West Ham. Hermann Hreiðarsson og félag- ar í Charlton komust yfir gegn Middlesbrough en mistök okkar manns kostaði liðið forustuna og undir lokin tryggðu Boro-menn sér 3-1 sigur. „Við verðum að spila af fullum krafti ef við ætlum að vinna og mér fannst við gera það fyrstu 62 mínútur leiksins,“ sagði Alan Pardew, stjóri Charlton. Manchester United heldur áfram sex stiga forskoti á Chelsea á toppnum. Liver- pool og Arsenal unnu bæði góða sigra en West Ham missti af sigri í blálokin. Juventus tapaði í gær sínum fyrsta leik í ítölsku B- deildinni þegar liðið tapaði 0-1 fyrir Mantova í toppslag deildar- innar. Sigurmarkið var sjálfs- mark Robert Kovac eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Þetta var fyrsta deildartap Juventus í 45 leikjum eða síðan 29. október 2005 þegar liðið lá gegn AC Milan. Með tapinu féll Juventus niður í 6. sæti, stigi á eftir Mantova og þremur stigum á eftir Napoli sem situr á toppnum. Juventus byrjaði tímabilið með 9 stig í mínus vegna hneykslismálsins sem einnig sá til þess að liðið féll úr A- deildinni. Fyrsta tapið hjá Juventus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.