Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 16
greinar@frettabladid.is Þegar ég var í Sjálfstæðis-flokknum fyrr á árum var hverjum manni ljóst að flokkurinn hafði breiðan faðm. Allt frá öfgafullum frjálshyggjupostulum til jarðbundinna jafnaðarmanna. Stórkapítalistar og eignamenn rugluðu saman reytum með launafólki og nytsömum sakleys- ingjum. Sumt af þessu fólki hafði jafnvel enga pólitíska skoðun aðra en þá að vera í flokknum. Þetta var líkast því að koma á trúarsam- komu þar sem fólk safnast saman sitt úr hverri áttinni án þess að þekkjast að öðru leyti. Þeir höfðu sem sagt vit á því að standa saman í flokknum um völd og áhrif. Þannig hafa þeir haldið völdunum og áhrifunum. Ólíkir eins og þeir voru og eru. Andspænis slóst svo hin pólitíkin, innbyrðis, í keimlíkum litlum flokkum og var þeim verst sem hún unni mest. Svo var það sem frjálshyggju- æðið greip um sig í Sjálfstæðis- flokknum, stóriðjudraumar, græðgi og sérgæska var yfir- þyrmandi leiðarljós á bænum þeim. Auðlindin í sjónum var afhent ókeypis til velunnara og vildarmanna, almannaeignir seldar á gjafaprísum og hlaðið undir misskiptingu og ójöfnuð. Þá þótti mörgum nóg um og hættu að mæta á trúarsamkomurnar. Á sama tíma gerðust þau undur og stórmerki að félagshyggju- flokkarnir gengu í eina sæng undir merkjum jafnaðarstefnunnar. Regnhlífarsamtök frjálslynds og hófsams félagshyggjufólks voru í burðarliðnum og von kviknaði um nýjar áherslur og jafnvel straum- hvörf í íslenskum stjórnmálum. Ég var einn af mörgum sem gekk til liðs við þessa fylkingu í þeirri von að manneskjuleg lífsgildi fengju brautargengi. Þetta var ekki spurning um vinstri eða hægri heldur um mannréttindi og jöfnuð. Enda fór þetta vel af stað. Í síðustu kosningum hrapaði Sjálfstæðis- flokkurinn niður í sögulegt lágmark og hékk aðeins á völdun- um í skjóli lítils Framsóknar- flokks. Og nú þegar kosningaár var aftur að ganga í garð, var tæki- færi til að láta kné fylgja kviði. En það blæs ekki byrlega. Enn og aftur, rétt eins og í gamla daga, ætlar andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins að takast að klúðra sinni eigin stöðu. Allt það góða fólk sem vill styrkja velferðarkerfið, auka félagslegt réttlæti, draga úr stóriðjuframkvæmdum og náttúruspjöllum, koma til móts við aldraða og öryrkja, allt fólkið sem er andvígt frjálshyggjuæðinu og lögmáli frumskógarins, sýnist ætla að ganga til kosninga í krafti sundurlyndisfjandans. Hver upp á eigin spýtur, hver í sínum litla sjálfumglaða heimi, nákvæmlega eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefði hannað þessa kosningabar- áttu fyrir sjálfan sig. Og að loknum kosningum getur hann valið sér undirgefinn meðreiðar- svein, eins og gerðist í kosningun- um í Reykavík í vor. Skoðum stöðuna. Til að ná vopnum sínum gagnvart ríkis- stjórninni eru ráðagerðir uppi meðal öryrkja að bjóða fram sér. Manni skilst að tvö framboð séu í undirbúningi í nafni aldraðra. Framtíðarlandið íhugar að bjóða fram sér. Frjálslyndir tvístrast hugsanlega í tvö framboð. Allt er þetta fólk óánægt og gagnrýnið á ráðslag stjórnvalda (les. Sjálf- stæðisflokksins), á sínum málum, en veður síðan áfram í þeirri skammsýni að stofna til fleiri framboða, sem allt mun verða vatn á myllu Sjálfstæðisflokksins. Eða hvaðan munu þau atkvæði koma, sem þessi sérframboð sækjast eftir nema frá þeim sem eru andvígir núverandi ríkis- stjórn? Jafnvel Jón Baldvin, maðurinn sem hefur það fyrir hugsjón að búa til sterkan jafnaðarmanna- flokk, reifar þá hugmynd frammi fyrir alþjóð að til greina komi að efna til sérframboðs! Manni fallast hendur. Hvenær ætla frjálslyndir jafnaðarmenn þessa lands að átta sig á því að þeir eru að grafa sína eigin gröf með þessum smáflokkasérframboðum? Sjálfstæðisflokkurinn fitnar á fjósbitanum í hvert skipti sem nýtt framboð stingur upp kollinum. Það verður engin breyting í íslenskum stjórnmálum, ekki um einn þumlung, meðan jafnaðar- og félagshyggjumenn allra flokka berast á banaspjótum hver gegn öðrum. Þetta er óskastaða fyrir íhaldið. Þá getur það deilt og drottnað, þá eiga stjórnarandstæð- ingar, umhverfissinnar, aldraðir, öryrkjar og allir þeir sem vilja núverandi valdhafa út úr stjórnar- ráðinu, síþverrandi möguleika á að koma málum sínum í höfn. Þeir mála sig út í horn. Maður skyldi halda að þetta annars góða fólk sé haldið sjálfseyðingarhvöt. Hafi skipað sér í raðir sjálfsmorðssveita íslenskra stjórnmála. Þetta væri svo sem allt í lagi ef hér væri ekkert annað undir en kapphlaup um að gerast hækja stærsta andstæðingsins. En ég hélt að stjórnmál gengju út á það að láta sameiginlegan málstað ráða för. Og sá málstaður hefur meirihluta þjóðarinnar á bak við sig ef honum auðnaðist að standa saman í einu liði, einni órjúfandi fylkingu. Hversu oft þurfa menn að tapa í kosningum til að átta sig á þessum veruleika? Sjálfseyðingarhvötin Nokkrir kennarar við Háskólann í Reykjavík gagnrýndu í Fréttablaðinu 31. jan. nýjan samning Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins um kennslu og rannsóknir. Þeir segja að samkvæmt honum muni HÍ fá 3 milljarða á ári í við- bótarframlag til rannsókna. Einnig láta þeir að því liggja að þessu fé verði dreift gagnrýnislaust innan HÍ og að samningur- inn gangi þvert á stefnu Vísinda- og tækni- ráðs. Hér gætir nokkurs misskilnings. Í ályktun Vísinda- og tækniráðs frá des. 2005 segir „Háskóli Íslands er elsti og stærsti háskóli landsins og þar er þungamiðja háskólarannsókna. Til hans eru gerðar kröfur um fjölbreyttar námsleiðir og rannsóknir á mörgum sviðum.“ Einnig segir „Vísinda- og tækni- ráð […] styður þá sýn forsvarsmanna skólans að með öflugri rannsóknastarfsemi skipi hann sér í hóp með bestu erlendu háskólum á þeim sviðum þar sem styrkur hans er mestur.“ Það er heldur ekki rétt að ríkið muni skv. samn- ingnum greiða þrjá milljarða á ári sem viðbótar- framlag til rannsókna við HÍ. Hið rétta er að fram- lög til kennslu og rannsókna munu frá 2008 til 2011 hækka árlega um 640 milljónir. Hækkunin í ár er hins vegar 300 milljónir. Til að fá þetta fé verður HÍ þó að uppfylla mörg skilyrði m.a. um aukningu á birtingum rita á vettvangi sem gerir strangar fræði- legar kröfur og fjölgun útskrifaðra doktora. Nú þegar er unnið að því að efla gæðaferla innan HÍ. Verður fénu eingöngu varið til þeirra þátta sem hjálpa skólanum að ná fram metnaðarfullum markmiðum sínum og til að uppfylla ákvæði samningsins. Slík markmið nást ekki eingöngu með fjármagni úr verkefnistengdum samkeppnissjóðum því ekki er hægt að halda uppi háskólastarfi með ótryggu fjármagni. Stúdentar verða t.d. að geta gengið að því vísu að námsframboð, rannsókna- verkefni og aðstaða verði til staðar á þeim tíma sem þeir eru við nám. Í samningnum kemur líka fram að ríkið hyggst tryggja aðgengi Íslendinga að erlendum rannsókna- sjóðum auk þess að efla innlenda samkeppnissjóði. Þetta er eins og annað í samningnum í góðu sam- ræmi við stefnu Vísinda- og tækniráðs. Höfundur er þróunarstjóri Háskóla Íslands og aðstoðarmaður rektors. Hið rétta um samning Háskólans F orseti Íslands lýtur ekki húsbóndavaldi Alþingis þó að hann sé hluti af framkvæmdavaldinu. Það gera ráðherrar á hinn bóginn. Í þingræðisreglunni felst að þingið getur krafið framkvæmdavaldið reikningsskap- ar fyrir allar ákvarðanir, stórar sem smáar. Forsetinn er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum beinlínis til þess að þingið geti komið fram ábyrgð gagnvart ráðherrunum. Friðhelgi for- setans byggist á ábyrgð ráðherra. Þegar fulltrúi framkvæmdavaldsins tekur sæti í þróunarráði indverskra stórfyrirtækja ber utanríkisráðherra ábyrgð á því gagnvart Alþingi. Spurningar sem vakna um það mál snúast ekki um persónu forseta Íslands heldur þingræðisregluna. Það er því bæði óviðeigandi og ómálefnalegt af þessu tilefni að núa forsetanum því um nasir að hann sé of frekur til fjörsins eða hafi of ríkan metnað. Slíkir eiginleikar eru þjóðhöfðingja að öðru jöfnu fremur til álitsauka. Þau indversku stórfyrirtæki sem annast rekstur þróunarráðs Indlands fylgja öll metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum. Þau standast fyllilega samanburð við stefnu Alcoa í Reyðarfirði, sem á alþjóðlega vísu þykir skara fram úr á þessu sviði. Alcoa á Indlandi á reyndar samstarf við opinbert rannsóknarráð þar. Seta eins handhafa framkvæmdavaldsins í þróunarráði á vegum þessara fyrirtækja stangast því ekki á við stefnu ríkis- stjórnarinnar í umhverfis- og auðlindanýtingarmálum, að því er séð verður. Það er fremur að hún halli á stjórnarandstöðuna. Í því ljósi er skiljanlegt að ráðherra afturkalli ekki ákvörðunina. Þær spurningar sem settar hafa verið fram á þessum vett- vangi snúast hins vegar ekki um hugsanlegar pólitískar hliðar á málinu. Kjarni þess er sá að þetta er í fyrsta skipti sem einn af handhöfum framkvæmdavaldsins í landinu tekur sæti í ráði sem rekið er á vegum samtaka atvinnufyrirtækja í öðru ríki í þeim tilgangi að hafa áhrif á stefnu þarlendra stjórnvalda. Hér er því um nýmæli í utanríkisviðskiptapólitík að ræða sem ráðherra þarf að gera almenningi grein fyrir og hann ber sam- kvæmt þingræðisreglunni ábyrgð á gagnvart Alþingi. Eitt af því sem ráðherra þarf að upplýsa er í umboði hverra handhafi fram- kvæmdavaldsins situr í ráði á vegum erlendra stórfyrirtækja og hverjir bera á því fjármálalega ábyrgð. Þetta er ekki spurn- ing um innbyrðis átök milli framkvæmdavaldshafa, forseta og ráðherra, heldur rétt Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu og kröfu almennings á upplýsingum. Ef ráðherrar framselja með virkum eða óvirkum hætti vald og ábyrgð sem stjórnarskráin mælir fyrir um að hvíli á þeirra herðum eru þeir um leið að svipta þingið því húsbóndavaldi sem það hefur samkvæmt þingræðisreglunni. Alþingismenn eru þjóðkjörnir. Vald þeirra er eigi að síður þeim takmörkunum háð sem stjórnarskráin ákveður. Þeir geta hvorki aukið það né skert með tilvísun til þess að þeir bera ábyrgð gagnvart þjóðinni. Eins er með framkvæmdavaldið. Ráðherrar geta ekki skotið sér undan ábyrgð þingræðisreglunnar með því að færa vald til forsetans eða láta hann taka sér vald á þeim forsendum að hann er þjóðkjörinn. Hvorki ráðherra né forseti geta þannig gengið á svig við þingræðisregluna. Hana ber að virða svo lengi sem hún gildir. Þingræðisreglan Morgunverður frá kl. 9:00 - 11:00 195,- Þú átt allt gott skilið! mánudaga - laugardaga verslun opnar kl. 10:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.