Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 34
Saga Ferrari spannar nú 60
ár. Af því tilefni verður farið í
boðakstur og sérstök afmæl-
isútgáfa framleidd af 612
Scaglietti.
Ferrari hefur verið í fararbroddi
á sínu sviði, hvort sem litið er til
götubíla eða kappakstursbíla, allt
frá stofnun fyrirtækisins. Nú er
Ferrari 60 ára og ýmislegt verður
gert til að halda upp á afmælisár-
ið.
Fyrst ber að nefna eins konar
boðakstur fyrirtækisins um Asíu,
Mið-Austurlönd, Ástralíu, Suður-
Afríku og Evrópu. Um 10.000 bílar
taka þátt í akstrinum og flytja þeir
með sér rauðan staf með 60 áföst-
um silfurplötum. Á hverja plötu er
ritað um merkan áfanga í sögu
Ferrari og efst á stafnum er Ferr-
ari-hesturinn úr platínum og dem-
öntum. Eitthvað hefur þetta kost-
að.
Lagt var af stað í boðaksturinn
frá Abu Dhabi síðustu helgi. Af
því tilefni tilkynnti Piero Ferrari,
sonur Enzo Ferrari, stofnanda
Ferrari, að búin yrði til sérstök
afmælisútgáfa af 612 Scaglietti,
en einungis 60 slíkir bílar verða
framleiddir og verður hver og
einn einstakur. Meðal sérstakra
aukahluta er glerþak en ökumenn
geta rafrænt stjórnað hversu
gegnsætt það er. Inni í bílnum
verður einnig Ferrari-merki svip-
að því sem er efst á stafnum góða.
Bílarnir verða dýrir, bæði í
peningum og samböndum. Þú
getur gleymt því að skokka niður í
næsta Ferrari-umboð (sem hér-
lendis er Saga) og beðið um afmæl-
isbíl, sama hversu vel þú býður.
Líklegast mun Ferrari velja þá
sem þeir telja verðuga að kaupa
bílana og hafi frumkvæði að kaup-
unum. Þó svo góðærið sé að fara
með okkur hérlendis er því afar
ólíklegt að einn af bílunum 60
komi hingað norður að heim-
skautsbaug.
Afmælisbíll Ferrari
aðeins fyrir fáa útvalda
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066
SUMARDEKK
HEILSÁRSDEKK
OLÍS SMURSTÖÐ
BÓN OG ÞVOTTUR
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
RAGEYMAÞJÓNUSTA
BREMSUKLOSSAR
PÚSTÞJÓNUSTA
Bílexport ehf.
www.bilexport.dk • boas@bilexport.dk
Upplýsingar gefur Bóas sími 0049-175-271-1783
Nýjir 2007
Höfum til afhendingar strax
Visindamaður segir lífrænt
eldsneyti ekki borga sig.
Lífrænt eldsneyti unnið úr
plöntum og gróðurleifum er
verkefni sem ekki borgar sig.
Þetta er niðurstaða fjölda rann-
sókna sem sænskur vísinda-
maður að nafni Torbjörn Ryd-
berg hefur komið nálægt.
Hefur Rydberg bæst í sís-
tækkandi hóp manna sem telur
of mikla vinnu og orku fara í
framleiðsluna til að hún standi
nokkru sinin undir sér. Telja
þeir að lífrænt eldsneyti muni
aldrei koma í stað olíu.
Frá þessu er greint á vefsíðu
Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda, www.fib.is
Er etanól
gagnslaust