Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 102
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég held að þetta séu nú mínar
fimmtán sekúndur af frægð. Ég
fæ að segja einhverjar tvær setn-
ingar og svo er sýnt brot úr Kast-
ljósinu,“ segir sjónvarpsmaðurinn
Sigmar Guðmundsson en honum
bregður fyrir í næsta þætti 60
Minutes. Þátturinn verður sýndur
á sunnudagskvöld á Stöð 2 en til
umfjöllunar er Daniel Tammet,
einhverfur strákur sem er þeim
hæfileikum gæddur að geta lært
framandi tungumál á örskots-
stundu. Og íslenskan er þar engin
undantekning.
„Þannig var að breskir kvik-
myndagerðarmenn voru að gera
heimildarmynd um Tammet og
létu hann læra íslensku,“ útskýrir
Sigmar. „Hann fékk viku til undir-
búnings heima hjá sér og kom svo
hingað þar sem við í Kastljósinu
ræddum við hann,“ heldur sjón-
varpsmaðurinn áfram. „Hann fór
síðan í stutta ferð um landið og
þegar hann kom til baka vorum
við fengin til að meta kunnáttu
hans í málinu,“ segir Sigmar og
niðurstöðurnar komu honum
glettilega á óvart. „Þá gat hann
orðið tjáð sig á sæmilegri
íslensku,“ segir hann en eftir því
sem Fréttablaðið kemst næst þá
þótti íslenskum þýðanda þáttanna
ekki taka því að þýða íslensku
setningarnar sem Daniel mælir í
þættinum yfir á hið ylhýra.
Sigmar hefur fengið þó nokkur
viðbrögð eftir að þátturinn var
sýndur vestra fyrir tæpri viku.
„Ég hef fengið tölvu-
póst frá Íslendingum
sem búa þarna úti og
hafa látið mig vita. Og
einhverjir hafa tekið
upp símann og hringt í
mig,“ útskýrir Sigmar.
„Tammet er hins vegar
ansi magnaður strákur og
gat þulið upp 22
þúsund auka-
stafi tölunnar
pí en það tók
hann fimm
klukkustund-
ir,“ bætir
hann við.
Íslenskur sjónvarpsmaður í 60 mínútum
... fær Egill Jóhannsson sem
samdi nýtt og velheppnað stef
fyrir fréttir Ríkisútvarpsins.
„Þetta er alvarlegt hlutverk sem
ég fer með. Mjög alvarlegt því ég
kem útgrátinn af hverri æfingu,”
segir Ómar Ragnarsson frétta-
maður með meiru. Grallaralegur.
Ómar er að æfa í söngleik sem
frumsýndur verður í Borgarleik-
húsinu 1. mars. Ómar hefur ekki
farið með hlutverk í leikhúsi í 38
ár. Verkið er nýtt, gengur undir
vinnuheitinu Ást eða Elliheimilið
og fjallar um ástir á elliheimili.
Að sýningunni stendur Vest-
urport í samstarfi við Leikfélag
Reykjavíkur. Gísli Örn Garðars-
son leikstýrir og semur með hlið-
sjón af hlutverkaskipan. Engir
aukvisar eru í sýningunni. Sann-
kallað stórskotalið: Ómar, Krist-
björg Kjeld, Magnús Ólafsson,
Theodór Júlíusson, Pétur Einars-
son, Hanna María Karlsdóttir auk
Skapta Ólafssonar. Þá koma fram
félagar úr Álafosskórnum.
„Hugsaðu þér,“ segir leikstjór-
inn Gísli Örn. „Eins og með hann
Skapta sem verður 80 ára á árinu.
Hann var með gigg á Þingvöllum
árið 1944! Það er svo mikil saga í
þessu fólki.“
Söngleikurinn gerist á elliheim-
ili og fjallar um ástir vistmanna.
Að sögn Gísla höfum við séð svo
marga söngleiki sem fjalla um
ástir þeirra sem eru sextán ára og
það blásið upp eins og það sé hin
eina sanna ást.
„En hvað gerist þegar ástin hitt-
ir fyrir fólk sem er sjötíu ára? Mér
fannst einnig áhugavert að taka
þetta gamla klassíska söngleikja-
form og setja það í allt annað sam-
hengi,“ segir Gísli sem á reyndar í
stökustu vandræðum með að skil-
greina hvers konar sýningu er um
að ræða. Því þarna er tekið á alvar-
legum málum og oft erfiðum.
Nokkrar ástarsögur eru í gangi og
fjallað um atriði eins og þau þegar
börnin brjálast þegar öldruð móðir
þeirra er komin með nýjan kær-
asta. Og svo, þegar menn geta ekki
komið orðum að því sem þeir vilja
segja, er brostið í söng.
„Í sýningunni eru lög sem fólk
þekkir, gömul og frá minni kynslóð.
Lög með Bítlunum, Írafári, Presley,
Sálinni hans Jóns míns... en sett í
nýtt samhengi. Til dæmis er sungið
um mann sem er með Alsheimer:
He’s a real Nowhere man. Lag sem
fólk þekkir úr öðru samhengi.“
Tíðindum sætir að Ómar skuli
nú stíga á svið í leiksýningu. Ómar
segir að fyrsta hlutverkið sem
hann lék í leiksýningu hafi verið
alvarlegs eðlis. En þá var hann tólf
ára gamall og því sé þetta skemmti-
leg áskorun.
„Þetta er ekki stórt hlutverk.
Og sérkennilegt. En ég má ekkert
segja meira um það. Þetta verður
að koma á óvart,” segir Ómar.
Leikhúsmaðurinn Garðar Örn
dregur hvergi úr lofsyrðum um
Ómar, fer um hann svo fögrum
orðum að Ómar fer hjá sér.
„Þetta er eitthvert best geymda
leikaraefni landsins. Alveg ótrú-
lega fallegur leikari. Hann hefur
ekki farið á leiksvið síðan 1969
þannig að tími er til kominn. Þegar
jafn þjóðþekkt fígúra og Ómar er
settur á svið eftir tæplega fjörutíu
ára hlé þarf að hugsa það vandlega
hvernig hlutverk það er sem
maður vill sjá hann í. Dæmigert
væri að sjá hann í hlutverki grall-
arans en áskorunin eina rétta felst
í að láta hann fara með alvarlegt
hlutverk. Sem hann er að skila
með stæl.“
„Hugmyndin að þessu kviknaði
þegar að ég sat á kaffihúsi með
Snæbirni vini mínum og við fórum
að tala um hvað langt var síðan við
fórum á þorrablót og ákváðum
bara að halda eitt slíkt,“ segir
Sindri Kjartansson kvikmynda-
gerðarmaður.
Hann lét ekki sitja við orðin
tóm tóm heldur boðaði til þorra-
blóts á Prikinu á
fimmtudags-
kvöld sem tókst
að hans sögn
vonum fram-
ar. „Það mætti
hellingur af
stuðfólki, þar á
meðal þeir Óttar
Proppé og Bóbó Blöndal úr Ham,
Heiðar í Botnleðju, Þorsteinn Guð-
mundsson, Gunnar Jónsson Fóst-
bróðir og Helgi Seljan Kastljóss-
maður svo fáir séu nefndir.“
Gestir þorrablótsins eru flestir
hverjir kunnar miðbæjarrottur en
Sindri segir að þeir hafi látið sér
súrmetið vel líka og gröðguðu það
í sig. Að ógleymdum guðaveig-
unm. „Stuðið hófst klukkan sex
þegar harmóníkuspilari mætti á
svæðið og stóð fram á kvöld. Á
tímabili hélt ég að þakið myndi
rifna af Prikinu.“
Sindri segir að lagt hafi verið
upp með að ná sannkallaðri lands-
byggðarstemningu á blótið. „Við
vorum með sérstaka skemmti-
nefnd og hvaðeina sem skipulagði
öll atriðin og þetta heppnaðist
ótrúlega vel. Það er ljóst að þetta
er komið til að vera því við stefn-
um ótrauðir á að halda annað
þorrablót að ári.“
Þorrablót á Prikinu
MARKAÐURINN
á www.visir
alla daga