Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 13
Greiningardeild Glitnis hefur
hækkað verðmat sitt á Landsbank-
anum úr 28 krónum í 33 krónur á
hlut. Hækkunin kemur í kjölfar
birtingar Landsbankans á uppgjöri
fjórða ársfjórðungs sem var langt
yfir væntingum greiningardeild-
arinnar. Telur hún nú að vöxtur
bankans verði hraðari en áður var
áætlað.
Greining Glitnis mælir með því
að fjárfestar haldi bréfum sínum í
félaginu, horft til langs tíma. Verð-
matið er 9,6 prósentum hærra en
verð hlutabréfanna á markaði á
þeim tíma sem það var gefið út,
sem var 30,1. Telur því greiningar-
deildin gott rými fyrir hækkun
hlutabréfa bankans. Er því spáð að
eftir sex mánuði muni gengi bréfa
í félaginu standa í 33,0.
Hækka verðmat á
Landsbankanum
Olíurísinn Shell skilaði 25,36 millj-
arða bandaríkjadala hagnaði á síð-
asta ári. Þetta jafngildir 1.738
milljörðum íslenskra króna sem er
methagnaður í sögu olíufélagsins.
Afkoman svarar til þess að Shell
hafi hagnast um 201 milljón króna
á hverri klukkustund í fyrra.
Helstu ástæðurnar fyrir met-
afkomunni er vöxtur olíugeirans í
Bandaríkjunum og aukin gasfram-
leiðsla í Nígeríu. Greinendur vara
við því að vegna lágs olíuverðs á
þessu ári geti aðstæður á olíumark-
aði orðið erfiðari og því geti harðn-
að eitthvað í ári hjá olíurisanum
Shell.
Shell skilar
góðu ári
Hilton-hótelkeðjan, sem er ein sú
stærsta í heimi, skilaði 207 milljón
dala hagnaði á síðustu þremur
mánuðum liðins
árs. Það jafngild-
ir tæpum 14,2
milljörðum
íslenskra króna.
Til samanburðar
nam hagnaður
keðjunnar 105
milljónum dala,
eða tæpum 7,2
milljörðum kóna, á sama tíma í
fyrra. Afkoman er í takt við spár
markaðsaðila í Bandaríkjunum.
Tekjur hótelkeðjunnar námu
2,23 milljörðum dala á tímabilinu
en það svarar til 152,9 milljarða
íslenskra króna sem er rúm tvö-
földun á milli ára.
Hilton-keðjan
mokgræðir
Fræðslufundaröð SPRON
Fræðslufundir SPRON
um fjármál einstaklinga og heimila
Á næstu vikum býður SPRON viðskiptavinum sínum til fræðslufunda um lífeyrismál, fjármál
heimilanna, sparnað og fjárfestingar og skattaskil á Hótel Nordica.
Nánari upplýsingar og skráning á spron.is
eða í þjónustuveri í síma 550 1400.
Lífeyrismál
6. febrúar kl. 17–19
Fjármál heimilanna
13. febrúar kl. 17–19
Sparnaður og
fjárfestingar
20. febrúar kl. 17–19
Skattaskil
13. mars kl. 17–19A
RG
U
S
07
-0
02
7
Japanski tæknirisinn Sony skilaði
tæplega 160 milljarða jena hagnaði
á síðasta fjórðungi liðins árs. Það
svarar til 90,3 milljarða íslenskra
króna. Til samanburðar nam hagn-
aður Sony fyrir ári 95,4 milljarða
króna.
Helsta ástæðan fyrir samdrætt-
inum er taprekstur á leikjatölvu-
deild fyrirtæksins sem er til-
kominn vegna seinkunar á
markaðssetningu á PlayStation 3
(PS3) leikjatölvunni um allan heim
og lélegri sölu á PSP-handleikja-
tölvunni en búist var við. Forsvars-
menn Sony eru engu að síður bjart-
sýnir í afkomuspá fyrir
yfirstandandi rekstrarfjórðung og
telja að hagnaðurinn muni nema 60
milljörðum jena, eða 33,9 milljörð-
um króna, á tímabilinu.
Samdráttur
hjá Sony
FL Group skilaði 44,6 milljarða
króna hagnaði á síðasta ári saman-
borið við 17,5 milljarða hagnað ári
fyrr. Aukningin nemur 158 pró-
sentum á milli ára. Þar af nam
hagnaður FL Group á fjórða árs-
fjórðungi 33,6 milljörðum króna
en það er 215 prósenta aukning á
milli ára og nokkuð yfir meðalspá
greiningardeilda bankanna.
Eigið fé FL Group nam 142,6
milljörðum króna við síðustu ára-
mót en það er 92 prósenta aukning
og var arðsemi eigin fjár 42,9 pró-
sent.
FL Group varð hreint fjárfest-
ingafélag á árinu eftir að það seldi
flugfélögin Icelandair Group með
23 milljarða króna hagnaði og
danska flugfélagið Sterling Air-
lines til Northern Travel Holding
ehf. á síðasta ársfjórðungi. FL
Group eignaðist 34,8 prósenta hlut
í félaginu í kjölfarið. Þá seldi félag-
ið jafnframt 16,9 prósenta hlut
sinn í breska lággjaldaflugfélag-
inu EasyJet og bæði keypti og seldi
22,6 prósenta hlut sinn í Straumi-
Burðarási. Á móti jók FL Group
við sig í Glitni, finnska flugfélag-
inu Finnair og keypti tæpan 6 pró-
senta hlut í bandaríska flugrekstr-
arfélaginu AMR Corporation undir
lok árs.
Hannes Smárason, forstjóri FL
Group, segir í uppgjörinu að árang-
urinn sé einstaklega góður. „Við
horfum til ársins 2007 með mikilli
bjartsýni og markmið okkar er að
ná enn betri árangri.“
Metár FL Group í takti við væntingar