Fréttablaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 48
{ Kópavogur } 8
Í Neðstutröð er starfrækt rakarastofa sem er meðal elstu fyrirtækja í Kópa-
vogi. Stofan er merkileg fyrir margra hluta sakir en óhætt er að segja að í
henni sé skemmtilegt andrúmsloft.
„Afi minn, hann Torfi, byrjaði með þetta fyrirtæki í skúr hérna og þegar
faðir minn fór að læra keypti hann helminginn af húsinu og opnaði stofu þar.
Stofan hefur því verið hérna í Neðstutröð alla tíð,“ segir Andri Týr Kristleifs-
son, sem starfar á stofunni ásamt föður sínum, Kristleifi Gauta Torfasyni.
Rakarastofan var að hefja sitt 46. starfsár og hefur því lifað tímana
tvenna. „Þetta er ein af fáum stofum á landinu sem lifði af kreppuna og
bítlatímabilið og fá fyrirtæki í bænum sem eru eldri,“ segir Andri en hann
segir að viðskiptin hafi alltaf verið góð á stofunni. Rekstur hennar byggist á
dyggum fastakúnnum.
„Það eru nokkrir fastakúnnar sem koma hingað mjög reglulega og þeir
bera allir einhverja titla nema einn þeirra. Við gerðum hann því að stjórnar-
formanni hjá okkur. Sá maður horfir mikið á fundi Alþingis í sjónvarpinu sér
til skemmtunar og þegar þingmennirnir láta eitthvað út úr sér sem honum
líkar ekki þá kemur hann yfir og skammar okkur,“ segir Andri og greinilega
mikið líf sem einkennir rakarastofuna.
„Það skapast oft ansi fjörugar umræður hérna inni og er rætt um allt
milli himins og jarðar. Það er þó mest um það að pólitíkin sé til umræðu.
Það hefur verið skipt um ríkisstjórnir mörgum sinnum á dag á þessari
stofu,“ segir Andri en hann telur að þær deilur sem skapist um hana á
stofunni séu þó allar á vinsamlegum nótum.
„Svo er gaman að segja frá því að við erum í samstarfi við elstu rak-
arastofu í heimi sem er starfrækt í London. Við erum í góðu samstarfi
og flytjum inn vörur frá þeim. Ég var sjálfur að vinna hjá þeim í
London síðasta sumar og það var mjög sérstök lífsreynsla. Þetta er
aðal snobbstofa heims og þarna eru kúnnar á borð við Filippus
prins. Svo hitti ég viðkunnanlegan mann sem kom þangað
undir nafninu John Woodward en reyndist síðan vera John
Major, fyrrum forsætisráðherra Bretlands.“
Það er ekki mikið um að svona lítil fyrirtæki standi
í því að flytja sérstaklega inn vörur en þó er það gert
á þessari rakarastofu. Hægt er að fá góðar vörur og
persónulega þjónustu í þessu skemmtilega fjölskyldufyr-
irtæki.
- egm
Í samstarfi við elstu rakarastofu heims
Rakarastofan við Neðstutröð í Kópavogi var að hefja sitt 46. starfsár. Stofan er í nánu samstarfi við elstu rakarastofu
heims, sem starfrækt er í London, og flytur inn vörur þaðan.
K V I T T U N F Y L G I R Á V I N N I
N G U R !
B E N S Í N D Í S E L
Ódýrt eldsneyti + ávinningur!
w w w . e g o . i s
Hvar e
r þitt
EGO?